Klám, kyrkingar og kynlíf Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og María Hjálmtýsdóttir skrifa 26. janúar 2022 15:00 Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? Er ekki stór-sniðugt að benda strákunum á ýmsar leiðir til að útfæra það sem þeir sjá í kláminu, til dæmis að loka öndunarvegi stelpnanna með limnum á sér, ef þeir bara passa að fylgjast með því að hætta örugglega í tæka tíð til að forðast súrefnisskort til heilans? Er ekki nóg að segja krökkunum að tala saman um mörk og að fá samþykki? Við vitum öll að hin löngu tímabæra umræða um kynferðisofbeldi hefur verið mikil undanfarin misseri. #Metoo bylgjurnar hafa vakið okkur til vitundar um hversu lúmskt, breytilegt og útbreitt kynferðisofbeldi er í samfélagi okkar og við fullorðna fólkið vitum að við berum ábyrgð á velferð barnanna. Skólakerfið hefur brugðist við kalli samfélagsins um kynfræðslu en hluti af þeim viðbrögðum hefur verið að fá aðkeypta kynfræðslu bæði í grunn- og framhaldsskóla um allt land. Opinská umræða um kynlíf er bráðnauðsynleg en þá er ekki þar með sagt að við eigum möglunarlaust að láta ábyrgðina frá okkur af því að við þorum ekki að hafa á þessu skoðun. Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis. Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“. Það ætti nú að vera frekar auðsótt að fá samþykki hjá stelpum sem fá endalausar leiðbeiningar úr umhverfinu um hvernig eigi að fullnægja körlum og það er lítið mál að vaða yfir mörk berskjaldaðrar unglingsstúlku. Samþykki og mörk eru allt annað en einföld fyrirbæri. Klám er dulbúið sem kynferðislegt frelsi þar sem kyrkingar, flengingar og hráki, en það eru nær alltaf strákarnir sem kyrkja, flengja og hrækja á stelpurnar, eru hluti af því að prófa sig áfram í kynlífi á unglingsárunum. Þegar hegðun krakka reynist þeim hættuleg er á ábyrgð fullorðinna að vita betur. Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer en hér má lesa um ungan dreng í Noregi sem lést einmitt í slíkum leik. Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og ,,breath play“, eru lífshættulegar. Þrenging að hálsi getur valdið meðvitundarleysi á örskömmum tíma en óafturkræfar afleiðingar geta komið fram síðar sem leiða í einhverjum tilfellum til dauða, jafnvel þótt engir áverkar séu sýnilegir, sem þeir hættulegustu eru oft ekki. Klám og klámvæðing ræna börnin okkar því frelsi sem þau þurfa til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Mikilvægt er að vekja ekki skömm þeirra fyrir að vera kynverur með langanir og þrár. Hins vegar má sá sem viljandi meiðir aðra manneskju, niðurlægir hana og leggur hana í hættu svo sannarlega upplifa skömm. Sá sem fær fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beitta ofbeldi á líka að skammast sín. Sá sem togar og teygir eða hreinlega virðir hvorki vilja né mörk annarra í kynlífi á virkilega að skammast sín og sá sem hefur lífsviðurværi af því að segja börnunum okkar að það sé nú bara allt í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert ,,rétt“ má líka skammast sín. Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Klám Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? Er ekki stór-sniðugt að benda strákunum á ýmsar leiðir til að útfæra það sem þeir sjá í kláminu, til dæmis að loka öndunarvegi stelpnanna með limnum á sér, ef þeir bara passa að fylgjast með því að hætta örugglega í tæka tíð til að forðast súrefnisskort til heilans? Er ekki nóg að segja krökkunum að tala saman um mörk og að fá samþykki? Við vitum öll að hin löngu tímabæra umræða um kynferðisofbeldi hefur verið mikil undanfarin misseri. #Metoo bylgjurnar hafa vakið okkur til vitundar um hversu lúmskt, breytilegt og útbreitt kynferðisofbeldi er í samfélagi okkar og við fullorðna fólkið vitum að við berum ábyrgð á velferð barnanna. Skólakerfið hefur brugðist við kalli samfélagsins um kynfræðslu en hluti af þeim viðbrögðum hefur verið að fá aðkeypta kynfræðslu bæði í grunn- og framhaldsskóla um allt land. Opinská umræða um kynlíf er bráðnauðsynleg en þá er ekki þar með sagt að við eigum möglunarlaust að láta ábyrgðina frá okkur af því að við þorum ekki að hafa á þessu skoðun. Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis. Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“. Það ætti nú að vera frekar auðsótt að fá samþykki hjá stelpum sem fá endalausar leiðbeiningar úr umhverfinu um hvernig eigi að fullnægja körlum og það er lítið mál að vaða yfir mörk berskjaldaðrar unglingsstúlku. Samþykki og mörk eru allt annað en einföld fyrirbæri. Klám er dulbúið sem kynferðislegt frelsi þar sem kyrkingar, flengingar og hráki, en það eru nær alltaf strákarnir sem kyrkja, flengja og hrækja á stelpurnar, eru hluti af því að prófa sig áfram í kynlífi á unglingsárunum. Þegar hegðun krakka reynist þeim hættuleg er á ábyrgð fullorðinna að vita betur. Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer en hér má lesa um ungan dreng í Noregi sem lést einmitt í slíkum leik. Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og ,,breath play“, eru lífshættulegar. Þrenging að hálsi getur valdið meðvitundarleysi á örskömmum tíma en óafturkræfar afleiðingar geta komið fram síðar sem leiða í einhverjum tilfellum til dauða, jafnvel þótt engir áverkar séu sýnilegir, sem þeir hættulegustu eru oft ekki. Klám og klámvæðing ræna börnin okkar því frelsi sem þau þurfa til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Mikilvægt er að vekja ekki skömm þeirra fyrir að vera kynverur með langanir og þrár. Hins vegar má sá sem viljandi meiðir aðra manneskju, niðurlægir hana og leggur hana í hættu svo sannarlega upplifa skömm. Sá sem fær fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beitta ofbeldi á líka að skammast sín. Sá sem togar og teygir eða hreinlega virðir hvorki vilja né mörk annarra í kynlífi á virkilega að skammast sín og sá sem hefur lífsviðurværi af því að segja börnunum okkar að það sé nú bara allt í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert ,,rétt“ má líka skammast sín. Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því?
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar