Engin framtíð án fólks Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 09:31 Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk. Vandamál leikskóla á Íslandi er fyrst og fremst mannekla og æ erfiðara er að fá starfsfólk í skólana. Það er ekki nóg að byggja húsnæði ef við höfum ekki öflugt og gott starfsfólk til að sinna börnunum. Við þurfum að gera ákveðnar breytingar á leikskólakerfinu til þess að styrkja það og bæta. Það er engin framtíð án fólksins. Bætum starfsumhverfið og menntum fleira fólk Starfsumhverfi leikskóla snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað. Frá því við fórum að bjóða börnum í Garðabæ leikskóladvöl frá eins árs aldri höfum við gert breytingar á skólahúsnæði og lagað það betur að þörfum yngstu barnanna. Lítil börn eru viðkvæm, ekki síst fyrir streitu og ónæði og ekki má gleyma mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin. Með þetta að leiðarljósi þurfum við að endurskoða rými og nýtingu m.t.t. fjölda barna og starfsfólks í leikskólunum okkar. Við viljum öll veita góða þjónustu en hún má ekki vera á kostnað yngstu bæjarbúanna. Við þurfum fleira vandað fólk til starfa í leikskólana. Aðlaðandi starfsumhverfi og laun hafa áhrif þegar við veljum okkur starfsvettvang en sveigjanleiki í starfi, vinnutími og álag skiptir einnig miklu máli. Þessum þáttum þarf að veita meiri athygli því þannig búum við til betri leikskóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi leikskólakennara verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Einnig er mikilvægt að í boði séu styttri námsleiðir. Leikskólabrú á framhaldsskólastigi er í því samhengi mikilvægur valkostur. Þar getur ófaglært starfsfólk í leikskólum, eða aðrir sem hafa áhuga á starfinu, tekið sín fyrstu skref í námi sem síðan er metið inn í háskóla. Framtíðarsýn eða kerfi í þrot Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Í Garðabæ munum við áfram bjóða upp á góða þjónustu. Við munum halda áfram að bjóða upp á leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur en við þurfum að bæta starfsumhverfi barna og starfsfólks. Við þurfum að hafa kjark til þess að ráðast í ákveðnar kerfisbreytingar því annars fer núverandi leikskólakerfi í þrot. Við þurfum að endurskoða hugmyndafræðina með ábyrgð, þekkingu og fagmennsku. Horfum til framtíðar með hagsmuni yngstu barnanna að leiðarljósi. Þau eru framtíðin. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk. Vandamál leikskóla á Íslandi er fyrst og fremst mannekla og æ erfiðara er að fá starfsfólk í skólana. Það er ekki nóg að byggja húsnæði ef við höfum ekki öflugt og gott starfsfólk til að sinna börnunum. Við þurfum að gera ákveðnar breytingar á leikskólakerfinu til þess að styrkja það og bæta. Það er engin framtíð án fólksins. Bætum starfsumhverfið og menntum fleira fólk Starfsumhverfi leikskóla snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað. Frá því við fórum að bjóða börnum í Garðabæ leikskóladvöl frá eins árs aldri höfum við gert breytingar á skólahúsnæði og lagað það betur að þörfum yngstu barnanna. Lítil börn eru viðkvæm, ekki síst fyrir streitu og ónæði og ekki má gleyma mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin. Með þetta að leiðarljósi þurfum við að endurskoða rými og nýtingu m.t.t. fjölda barna og starfsfólks í leikskólunum okkar. Við viljum öll veita góða þjónustu en hún má ekki vera á kostnað yngstu bæjarbúanna. Við þurfum fleira vandað fólk til starfa í leikskólana. Aðlaðandi starfsumhverfi og laun hafa áhrif þegar við veljum okkur starfsvettvang en sveigjanleiki í starfi, vinnutími og álag skiptir einnig miklu máli. Þessum þáttum þarf að veita meiri athygli því þannig búum við til betri leikskóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi leikskólakennara verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Einnig er mikilvægt að í boði séu styttri námsleiðir. Leikskólabrú á framhaldsskólastigi er í því samhengi mikilvægur valkostur. Þar getur ófaglært starfsfólk í leikskólum, eða aðrir sem hafa áhuga á starfinu, tekið sín fyrstu skref í námi sem síðan er metið inn í háskóla. Framtíðarsýn eða kerfi í þrot Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Í Garðabæ munum við áfram bjóða upp á góða þjónustu. Við munum halda áfram að bjóða upp á leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur en við þurfum að bæta starfsumhverfi barna og starfsfólks. Við þurfum að hafa kjark til þess að ráðast í ákveðnar kerfisbreytingar því annars fer núverandi leikskólakerfi í þrot. Við þurfum að endurskoða hugmyndafræðina með ábyrgð, þekkingu og fagmennsku. Horfum til framtíðar með hagsmuni yngstu barnanna að leiðarljósi. Þau eru framtíðin. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun