Hvað er samúðarþreyta? Ingibjörg Isaksen skrifar 25. janúar 2022 15:30 Mannauður er ein mikilvægasta auðlind hverra fyrirtækja. Þessa auðlind ber að nýta af virðingu og líkt og aðrar auðlindir þá geta þær tæmst ef við skiljum ekkert eftir. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að heilbrigðis- og menntakerfinu stafi ógn af samúðarþreytu. En hvað er það? Segja má í mjög einfölduðu máli að samúðarþreyta sé þegar fagfólk gefi meira af eigin orku til vinnu sinnar en það fær til baka. Samúðarþreytu má greina í tvennt, annars stigs áfall og kulnun. Annars stigs áfall á við þegar starfsmaðurinn, finnur að vinnan hefur veruleg áhrif á líðan hans. Þetta getur meðal annars komið fram í endurupplifunum tengt atviki sem hann vann með í starfi, óöryggi, vonleysi, forðun, kvíða, depurð og /eða tilfinningalegum doða. Það getur komið í kjölfar staks atburðar eða vegna endurtekinna atburða. Samkvæmt skilgreiningu áfalls þá eru það ekki eingöngu þeir sem hafa sjálfir upplifað áfallaatburð sem geta þróað með sér áfallastreituröskun heldur einnig þeir sem heyra um eða verða vitni að atburði. Kulnun er talin þróast smám saman yfir langvarandi tímabil sé ekki brugðist við afleiðingum streitu eða áfalla í vinnu. Áður en heimsfaraldurinn skall á okkur bentu rannsóknir til þess að samúðarþreyta væri að aukast meðal heilbrigðisstarfsfólks, ætla má að samúðarþreyta sé enn meiri eftir Covid-19 þar sem öryggi fagfólks hefur verið ógnað og starfsaðstæður verið óvenjulega krefjandi. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að greina ástandið, því hefur undirrituð lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur sem hafi það að markmiði að greina og gera tillögur að fyrirkomulagi til þess að efla andlega heilsu fagfólks sem vinnur við að hjálpa öðrum s.s. starfsfólk heilbrigðiskerfisins, lögreglu, slökkviliðs og í leik-grunn og framhaldsskólum o.fl. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt ef svo mætti kalla. Samúðarsátt væri þá verndandi þáttur gegn samúðarþreytu. Hægt er að láta starfsmann upplifa samúðarsátt með nokkrum leiðum. Meðal annars þegar honum líður vel í vinnu, upplifir öryggi á vinnustað, að það ríki traust á meðal samstarfsfélaga, að það sem hann gerir skipti máli fyrir einstaklinginn sem hann þjónar, aðstandendur og samfélagið. Þá fær starfsmaðurinn orku til baka frá umhverfinu sem vegur á móti orkunni sem hann gaf af sér við það að hjálpa öðrum. Hægt er að stuðla að samúðarsátt með íhlutun, t.d. með fræðslu og námskeiðum, fá handleiðslu frá fagaðila, hafa skýr mörk á milli einkalífs og vinnu, gefa svigrúm fyrir slökun, hugleiðslu og núvitundaræfingar og loks með því að taka eftir því sem vel er gert og veita styrkleikum athygli. Hanna þarf gagnalíkan út frá rannsóknum um hverjir séu í meiri áhættu til að þróa með sér samúðarþreytu. Ef til vill má þannig grípa fyrr inn í með því að samlesa gögn og þekkja formerkin um veikindadaga og draga ályktanir um hverjir séu í mestri þörf fyrir handleiðslu og úrvinnslu annars stigs áfalla. Forvarnir eru mikilvægar Mikilvægt er að huga að forvörnum og tryggja heilbrigða vinnustaði. Við þurfum að skoða hvernig kerfið hlúir að þeim sem vinna við að hjálpa öðrum og bregðast við. Kostnaður vegna veikinda, ofþreytu og neikvæðra afleiðinga álagseinkenna er hár, hvort sem er fyrir einstaklinginn eða kerfið. Við erum með margra ára reynslu sem sýnir okkur að forvarnir skipta máli, en við erum alltaf að tileinka okkur forvarnir á nýjum sviðum, nú þurfum við að einbeita okkur að þessum starfsstéttum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Vinnustaðurinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mannauður er ein mikilvægasta auðlind hverra fyrirtækja. Þessa auðlind ber að nýta af virðingu og líkt og aðrar auðlindir þá geta þær tæmst ef við skiljum ekkert eftir. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að heilbrigðis- og menntakerfinu stafi ógn af samúðarþreytu. En hvað er það? Segja má í mjög einfölduðu máli að samúðarþreyta sé þegar fagfólk gefi meira af eigin orku til vinnu sinnar en það fær til baka. Samúðarþreytu má greina í tvennt, annars stigs áfall og kulnun. Annars stigs áfall á við þegar starfsmaðurinn, finnur að vinnan hefur veruleg áhrif á líðan hans. Þetta getur meðal annars komið fram í endurupplifunum tengt atviki sem hann vann með í starfi, óöryggi, vonleysi, forðun, kvíða, depurð og /eða tilfinningalegum doða. Það getur komið í kjölfar staks atburðar eða vegna endurtekinna atburða. Samkvæmt skilgreiningu áfalls þá eru það ekki eingöngu þeir sem hafa sjálfir upplifað áfallaatburð sem geta þróað með sér áfallastreituröskun heldur einnig þeir sem heyra um eða verða vitni að atburði. Kulnun er talin þróast smám saman yfir langvarandi tímabil sé ekki brugðist við afleiðingum streitu eða áfalla í vinnu. Áður en heimsfaraldurinn skall á okkur bentu rannsóknir til þess að samúðarþreyta væri að aukast meðal heilbrigðisstarfsfólks, ætla má að samúðarþreyta sé enn meiri eftir Covid-19 þar sem öryggi fagfólks hefur verið ógnað og starfsaðstæður verið óvenjulega krefjandi. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að greina ástandið, því hefur undirrituð lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur sem hafi það að markmiði að greina og gera tillögur að fyrirkomulagi til þess að efla andlega heilsu fagfólks sem vinnur við að hjálpa öðrum s.s. starfsfólk heilbrigðiskerfisins, lögreglu, slökkviliðs og í leik-grunn og framhaldsskólum o.fl. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt ef svo mætti kalla. Samúðarsátt væri þá verndandi þáttur gegn samúðarþreytu. Hægt er að láta starfsmann upplifa samúðarsátt með nokkrum leiðum. Meðal annars þegar honum líður vel í vinnu, upplifir öryggi á vinnustað, að það ríki traust á meðal samstarfsfélaga, að það sem hann gerir skipti máli fyrir einstaklinginn sem hann þjónar, aðstandendur og samfélagið. Þá fær starfsmaðurinn orku til baka frá umhverfinu sem vegur á móti orkunni sem hann gaf af sér við það að hjálpa öðrum. Hægt er að stuðla að samúðarsátt með íhlutun, t.d. með fræðslu og námskeiðum, fá handleiðslu frá fagaðila, hafa skýr mörk á milli einkalífs og vinnu, gefa svigrúm fyrir slökun, hugleiðslu og núvitundaræfingar og loks með því að taka eftir því sem vel er gert og veita styrkleikum athygli. Hanna þarf gagnalíkan út frá rannsóknum um hverjir séu í meiri áhættu til að þróa með sér samúðarþreytu. Ef til vill má þannig grípa fyrr inn í með því að samlesa gögn og þekkja formerkin um veikindadaga og draga ályktanir um hverjir séu í mestri þörf fyrir handleiðslu og úrvinnslu annars stigs áfalla. Forvarnir eru mikilvægar Mikilvægt er að huga að forvörnum og tryggja heilbrigða vinnustaði. Við þurfum að skoða hvernig kerfið hlúir að þeim sem vinna við að hjálpa öðrum og bregðast við. Kostnaður vegna veikinda, ofþreytu og neikvæðra afleiðinga álagseinkenna er hár, hvort sem er fyrir einstaklinginn eða kerfið. Við erum með margra ára reynslu sem sýnir okkur að forvarnir skipta máli, en við erum alltaf að tileinka okkur forvarnir á nýjum sviðum, nú þurfum við að einbeita okkur að þessum starfsstéttum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun