Sameiginlegur ótti kynslóða Olga Björt Þórðardóttir skrifar 25. janúar 2022 12:31 Ég verð fimmtug á árinu en verð enn óttaslegin við vissar aðstæður. Síðustu þrjú skipti sem það gerðist voru þessi: Þegar ég gekk um hverfið mitt að skoða jólaljós í desember sl. og bíl var ekið á mínum gönguhraða samhliða mér út eina götu og ökumaðurinn horfði öðru hverju á mig. Þegar ég gekk hring umhverfis Bessastaðatjörn sl. haust og í áttina að mér kom jepplingur með tveimur mönnum sem staðnæmdist þar sem ekki mátti aka og þeir horfðu lengi til mín. Þegar ég gekk niður Úlfarsfell í fyrrasumar, var algjörlega ein á svæðinu, og bíl var ekið upp hlíðina á móti mér, utan vegarslóða. Í öll skiptin fór hjartað á fullt og ég fann hvað fæturnir urðu máttminni en vanalega, þó að í öllum tilfellum var ég líklega alls ekki í raunverulegri hættu. Fyrsta árásin á leikskóla Margar konur upplifa einhvers konar óöryggi þegar þær eru einar á ferð, sérstaklega konur með kvíða og hafa verið áreittar eða beittar einhvers konar ofbeldi um ævina. Ég man ennþá hvenær mér fannst ég í fyrsta sinn óörugg á návist stráka. Ég var aðeins fjögurra ára á leikskólalóð. Tveir strákar, fjögurra og fimm ára, kölluðu á mig og sögðu mér að koma með sér á bak við einn kofann því þeir ætluðu að gefa mér nammi. Þegar ég kom þangað lömdu þeir mig og hrintu mér á kofann. Næsta óöryggis-upplifun sem ég man eftir var þegar ég var u.þ.b. 8-9 ára heima hjá mér að leika með nokkrum vinum mínum. Ég var í pilsi sem náði niður á mið læri. Allt í einu datt tveimur þeirra (strákum) í hug að reyna að kíkja undir pilsið mitt og ég barðist eins og ljón í langan tíma, öskraði, lamdi frá mér og náði að koma í veg fyrir það. Þegar þeir fóru hringdi ég hágrátandi í pabba í vinnuna, í algjöru sjokki. Ég ætla ekki að taka til fleiri dæmi úr mínu lífi þótt þau séu fjölmörg og óþægileg, en vil bara segja að þetta var bara upphafið að dæmigerðu lærðu óöryggi sem hefur dregið úr lífsgæðum mikils fjölda kvenna og þær jafnvel glímt við áfallastreitu í kjölfarið og átt erfitt með að treysta karlmönnum. Kvíði algengur arfur - menning líka Eftir að ég fór markvisst að gera upp fortíð mína fyrir þó nokkrum árum með hjálp góðra sérfræðinga hefur mér þó nokkrum sinnum verið tjáð að oft erfist áföll á milli kynslóða. Þá er t.d. átt við að slæm reynsla sem bæld hefur verið niður eða þögguð, „gleymst“ og aldrei opnað á né unnið í, finnur sér ávallt einhvern farveg, s.s í samskiptum, líðan og jafnvel skertum lífsgæðum og heilsu þeirra sem eiga í hlut. Kvíði er t.d. mjög algengur arfur. Sem forvitinn blaðamaður og grúskari kynnti ég mér sögu ofbeldis gegn konum á Íslandi frá landnámi, samhliða kvenréttindabaráttunni. Ég leitaði einnig álits sérfræðinga, m.a. í íslenskum fræðum og bókmenntum, til að hafa sem réttastar upplýsingar í meðfylgjandi grafi og búa þannig til mögulegt markvert samhengi. Það hvarflaði nefnilega að mér að fyrst áföll erfast þá geti menning og forréttindi sannarlega gert það líka. Sjá má myndina í viðhengi neðst í greininni. Feðraveldið 3000 ára gamalt orð Ástæðan fyrir þessu grúski er nýjasta #metoo bylgjan sem hófst í vor og hefur náð miklum krafti og áhrifum. Þar hefur orðið „feðraveldi“ verið eitthvað viðkvæmt hjá mörgum körlum (ekki öllum!), eins og að um sé að ræða orð sem var búið til af femínistum árið 2017. Raunin er að þetta orð er nánast 100 ára gömul íslensk þýðing á hugtakinu patriarchy sem notað hefur verið síðan á tímum forn-Grikkja 3000 f.Kr. Feðraveldi er t.d. útskýrt sem félagslegt kerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega sérréttinda og stjórna eignum. Á grafinu mínu sést að íslenska feðraveldið hefur verið við lýði í anda menningar hvers tíma allt frá landnámi. Það var ekki fyrr en eftir aldamótin 1900 sem skörungar hófu að hrófla við því eftir þúsund ára undirokun sem gjarnan einkenndist af ofbeldi sem samþykkt var af samfélaginu. Þegar konur fengu loksins sinn fulltrúa á Alþingi 1922 hófst ekki aðeins barátta fyrir jafnrétti, heldur um leið gegn menningarlegu ofbeldi, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Gaslýst og strámönnuð barátta Við þekkjum orðið vel hvernig tekið hefur verið á móti konum sem stigið hafa fram opinberlega á undanförnum áratugum til að greina frá kynferðisofbeldi, sér í lagi af hendi þekktra og/eða valdamikilla karla. Það varð ekki almennileg breyting á slíkum viðbrögðum fyrr en í kjölfar fjölþjóðlegu Metoo byltingarinnar árið 2017. Á sama tíma máttu þolendur samt ennþá þola drusluskammir úr öllum áttum og að vera rengdar og dæmdar af samfélaginu, ekki síst í kommentakerfum. Kvartað var hástöfum yfir „viðkvæmninni“ og að „ekkert mætti nú lengur“. Baráttan var gaslýst og strámönnuð sem óvægið kynjastríð. Það er svo merkilegt að ótrúlega margt fólk virðist hræddara um orðspor, atvinnu, líf og heilsu gerenda sem sakaðir eru um kynferðisofbeldi en þolenda sem stíga fram og segja frá atvikum sem eru brot samkvæmt lögum. Strákarnir okkar virðast mikilvægari en stelpurnar okkar. Glímum enn við tvö hættuleg öfl Þrátt fyrir ýmsan mikilvægan árangur sem hefur unnist á undanförnum fimm árum, sem aðallega er tengdur upplýstara samfélagi, viðurkenningu á brotum og stöku eftirsjá, glímir samfélag okkar við tvö gríðarlega áhrifamikil öfl; annars vegar síaukna klámvæðingu sem leiðir til nauðgunarmenningar (byrlanir, hópnauðganir, ofbeldi í kynlífi) og hins vegar alltof gerendavænt dómskerfi. Sá árangur sem langflest baráttufólk (af öllum kynjum) gegn kynferðisofbeldi vill fyrst og fremst ná er að samfélagið átti sig á þeim skaða og afturkippum sem þessi öfl geta valdið. Höldum áfram samtalinu, hvert okkar á eigin forsendum, með opinn huga fyrir því að vilja bættara og réttlátara samfélag fyrir okkur og næstu kynslóðir. Það á enginn að lifa við stöðugan ótta, með lykil á milli fingra, sem gerir þó ósköp lítið gagn því langflestir eru beittir kynferðisofbeldi af einhverjum sem þeir treysta í kringumstæðum sem þeir héldu að þeir væru öruggir. Höfundur er ritstjóri og femínisti. Tengd skjöl SagaofbeldisgegnkonumaIslandiPDF441KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég verð fimmtug á árinu en verð enn óttaslegin við vissar aðstæður. Síðustu þrjú skipti sem það gerðist voru þessi: Þegar ég gekk um hverfið mitt að skoða jólaljós í desember sl. og bíl var ekið á mínum gönguhraða samhliða mér út eina götu og ökumaðurinn horfði öðru hverju á mig. Þegar ég gekk hring umhverfis Bessastaðatjörn sl. haust og í áttina að mér kom jepplingur með tveimur mönnum sem staðnæmdist þar sem ekki mátti aka og þeir horfðu lengi til mín. Þegar ég gekk niður Úlfarsfell í fyrrasumar, var algjörlega ein á svæðinu, og bíl var ekið upp hlíðina á móti mér, utan vegarslóða. Í öll skiptin fór hjartað á fullt og ég fann hvað fæturnir urðu máttminni en vanalega, þó að í öllum tilfellum var ég líklega alls ekki í raunverulegri hættu. Fyrsta árásin á leikskóla Margar konur upplifa einhvers konar óöryggi þegar þær eru einar á ferð, sérstaklega konur með kvíða og hafa verið áreittar eða beittar einhvers konar ofbeldi um ævina. Ég man ennþá hvenær mér fannst ég í fyrsta sinn óörugg á návist stráka. Ég var aðeins fjögurra ára á leikskólalóð. Tveir strákar, fjögurra og fimm ára, kölluðu á mig og sögðu mér að koma með sér á bak við einn kofann því þeir ætluðu að gefa mér nammi. Þegar ég kom þangað lömdu þeir mig og hrintu mér á kofann. Næsta óöryggis-upplifun sem ég man eftir var þegar ég var u.þ.b. 8-9 ára heima hjá mér að leika með nokkrum vinum mínum. Ég var í pilsi sem náði niður á mið læri. Allt í einu datt tveimur þeirra (strákum) í hug að reyna að kíkja undir pilsið mitt og ég barðist eins og ljón í langan tíma, öskraði, lamdi frá mér og náði að koma í veg fyrir það. Þegar þeir fóru hringdi ég hágrátandi í pabba í vinnuna, í algjöru sjokki. Ég ætla ekki að taka til fleiri dæmi úr mínu lífi þótt þau séu fjölmörg og óþægileg, en vil bara segja að þetta var bara upphafið að dæmigerðu lærðu óöryggi sem hefur dregið úr lífsgæðum mikils fjölda kvenna og þær jafnvel glímt við áfallastreitu í kjölfarið og átt erfitt með að treysta karlmönnum. Kvíði algengur arfur - menning líka Eftir að ég fór markvisst að gera upp fortíð mína fyrir þó nokkrum árum með hjálp góðra sérfræðinga hefur mér þó nokkrum sinnum verið tjáð að oft erfist áföll á milli kynslóða. Þá er t.d. átt við að slæm reynsla sem bæld hefur verið niður eða þögguð, „gleymst“ og aldrei opnað á né unnið í, finnur sér ávallt einhvern farveg, s.s í samskiptum, líðan og jafnvel skertum lífsgæðum og heilsu þeirra sem eiga í hlut. Kvíði er t.d. mjög algengur arfur. Sem forvitinn blaðamaður og grúskari kynnti ég mér sögu ofbeldis gegn konum á Íslandi frá landnámi, samhliða kvenréttindabaráttunni. Ég leitaði einnig álits sérfræðinga, m.a. í íslenskum fræðum og bókmenntum, til að hafa sem réttastar upplýsingar í meðfylgjandi grafi og búa þannig til mögulegt markvert samhengi. Það hvarflaði nefnilega að mér að fyrst áföll erfast þá geti menning og forréttindi sannarlega gert það líka. Sjá má myndina í viðhengi neðst í greininni. Feðraveldið 3000 ára gamalt orð Ástæðan fyrir þessu grúski er nýjasta #metoo bylgjan sem hófst í vor og hefur náð miklum krafti og áhrifum. Þar hefur orðið „feðraveldi“ verið eitthvað viðkvæmt hjá mörgum körlum (ekki öllum!), eins og að um sé að ræða orð sem var búið til af femínistum árið 2017. Raunin er að þetta orð er nánast 100 ára gömul íslensk þýðing á hugtakinu patriarchy sem notað hefur verið síðan á tímum forn-Grikkja 3000 f.Kr. Feðraveldi er t.d. útskýrt sem félagslegt kerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega sérréttinda og stjórna eignum. Á grafinu mínu sést að íslenska feðraveldið hefur verið við lýði í anda menningar hvers tíma allt frá landnámi. Það var ekki fyrr en eftir aldamótin 1900 sem skörungar hófu að hrófla við því eftir þúsund ára undirokun sem gjarnan einkenndist af ofbeldi sem samþykkt var af samfélaginu. Þegar konur fengu loksins sinn fulltrúa á Alþingi 1922 hófst ekki aðeins barátta fyrir jafnrétti, heldur um leið gegn menningarlegu ofbeldi, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Gaslýst og strámönnuð barátta Við þekkjum orðið vel hvernig tekið hefur verið á móti konum sem stigið hafa fram opinberlega á undanförnum áratugum til að greina frá kynferðisofbeldi, sér í lagi af hendi þekktra og/eða valdamikilla karla. Það varð ekki almennileg breyting á slíkum viðbrögðum fyrr en í kjölfar fjölþjóðlegu Metoo byltingarinnar árið 2017. Á sama tíma máttu þolendur samt ennþá þola drusluskammir úr öllum áttum og að vera rengdar og dæmdar af samfélaginu, ekki síst í kommentakerfum. Kvartað var hástöfum yfir „viðkvæmninni“ og að „ekkert mætti nú lengur“. Baráttan var gaslýst og strámönnuð sem óvægið kynjastríð. Það er svo merkilegt að ótrúlega margt fólk virðist hræddara um orðspor, atvinnu, líf og heilsu gerenda sem sakaðir eru um kynferðisofbeldi en þolenda sem stíga fram og segja frá atvikum sem eru brot samkvæmt lögum. Strákarnir okkar virðast mikilvægari en stelpurnar okkar. Glímum enn við tvö hættuleg öfl Þrátt fyrir ýmsan mikilvægan árangur sem hefur unnist á undanförnum fimm árum, sem aðallega er tengdur upplýstara samfélagi, viðurkenningu á brotum og stöku eftirsjá, glímir samfélag okkar við tvö gríðarlega áhrifamikil öfl; annars vegar síaukna klámvæðingu sem leiðir til nauðgunarmenningar (byrlanir, hópnauðganir, ofbeldi í kynlífi) og hins vegar alltof gerendavænt dómskerfi. Sá árangur sem langflest baráttufólk (af öllum kynjum) gegn kynferðisofbeldi vill fyrst og fremst ná er að samfélagið átti sig á þeim skaða og afturkippum sem þessi öfl geta valdið. Höldum áfram samtalinu, hvert okkar á eigin forsendum, með opinn huga fyrir því að vilja bættara og réttlátara samfélag fyrir okkur og næstu kynslóðir. Það á enginn að lifa við stöðugan ótta, með lykil á milli fingra, sem gerir þó ósköp lítið gagn því langflestir eru beittir kynferðisofbeldi af einhverjum sem þeir treysta í kringumstæðum sem þeir héldu að þeir væru öruggir. Höfundur er ritstjóri og femínisti. Tengd skjöl SagaofbeldisgegnkonumaIslandiPDF441KBSækja skjal
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar