Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 25. janúar 2022 07:36 Farþegar þurftu að ganga út úr flugstöðinni í morgun í stað þess að fljúga í betra veður. Vísir/Kolbeinn Tumi Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. Nokkuð hvassviðri er á Keflavíkurflugvelli þessa stundina, eða um 19 m/s. Ferðalanga á leið í sól biðu því eintóm vonbrigði þegar þeir komu til Keflavíkur í morgun þar sem öllu flugi Icelandair, sem fara átti fyrir hádegi, hefur verið aflýst. Öllu flugi Icelandair sem fara átti fyrir hádegi hefur verið aflýst.Vísir/Kolbeinn Tumi Það má sjá á vefsíðu Isavia en þar að auki hefur flugi Play, sem fara átti fyrir hádegi, verið frestað samkvæmt heimildamanni fréttastofu sem staddur er á vellinum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia hefur flugi Play til Alicante verið aflýst en áætluð brottför til Tenerife er klukkan 9:00. Þá hefur flugi Lufthansa til Frankfurt klukkan 14:55 verið seinkað um hálfan sólarhring. Þá hefur öllum flugum sem fara átti fyrir klukkan 17 í dag verið frestað þar til síðar í dag. Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir landið í dag. Það er því líklegt að lægðin sé farin að hafa áhrif á Suðurnesin, en á sunnanverðum Suðurnesjum verður appelsínugul viðvörun í gildi frá miðjum degi í dag. Hefur áhrif á um þúsund farþega Icelandair Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að alls hafi þurft að aflýsa fimm brottförum frá Keflavík og svo fyrirhuguðum ferðum sömu véla frá Evrópu til Íslands. „Þetta er gert vegna veðurs. Síðar í dag munum við taka stöðuna varðandi þau flug sem eru á dagskrá seinni partinn,“ segir Ásdús, en Icelandair þurfti að aflýsa ferðum til Parísar, London, Amsterdam, Kaupmannahafnar og Dublin. Vélarnar áttu upphaflega að fara í loftið milli klukkan 7:30 og 7:45 í morgun. Flugferðum Wizz Air og Easy Jet hefur verið frestað fram á kvöld. Hún segir að alls hafi þetta áhrif á um þúsund farþega Icelandair, en 420 farþegar áttu bókað flug frá Keflavík í morgun og svo áttu tæplega sex hundruð manns bókað flug frá Evrópu til Íslands síðar í dag. Hún segir að nú sé verið að útvega þeim gistingu sem þurfa. Ráða ekki við veðrið Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að félagið hafi þurft að aflýsa tveimur flugferðum sem áttu að fara í morgun til Alicante og Tenerife vegna veðurs. Farþegar hafi verið beðnir um að mæta fyrr í morgun því til stóð að flýta brottför vegna veðurs en það hafi svo því miður ekki verið hægt og fluginu frestað um sólarhring. „Veðrið er eitthvað sem við ráðum alls ekki við og farþegar sýna því sem betur fer skilning þó þeir þurfi að fresta því um einn dag að komast í sólina. Þeir fá upplýsingar um næstu skref innan skamms.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Tengdar fréttir Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50 Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Nokkuð hvassviðri er á Keflavíkurflugvelli þessa stundina, eða um 19 m/s. Ferðalanga á leið í sól biðu því eintóm vonbrigði þegar þeir komu til Keflavíkur í morgun þar sem öllu flugi Icelandair, sem fara átti fyrir hádegi, hefur verið aflýst. Öllu flugi Icelandair sem fara átti fyrir hádegi hefur verið aflýst.Vísir/Kolbeinn Tumi Það má sjá á vefsíðu Isavia en þar að auki hefur flugi Play, sem fara átti fyrir hádegi, verið frestað samkvæmt heimildamanni fréttastofu sem staddur er á vellinum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia hefur flugi Play til Alicante verið aflýst en áætluð brottför til Tenerife er klukkan 9:00. Þá hefur flugi Lufthansa til Frankfurt klukkan 14:55 verið seinkað um hálfan sólarhring. Þá hefur öllum flugum sem fara átti fyrir klukkan 17 í dag verið frestað þar til síðar í dag. Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir landið í dag. Það er því líklegt að lægðin sé farin að hafa áhrif á Suðurnesin, en á sunnanverðum Suðurnesjum verður appelsínugul viðvörun í gildi frá miðjum degi í dag. Hefur áhrif á um þúsund farþega Icelandair Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að alls hafi þurft að aflýsa fimm brottförum frá Keflavík og svo fyrirhuguðum ferðum sömu véla frá Evrópu til Íslands. „Þetta er gert vegna veðurs. Síðar í dag munum við taka stöðuna varðandi þau flug sem eru á dagskrá seinni partinn,“ segir Ásdús, en Icelandair þurfti að aflýsa ferðum til Parísar, London, Amsterdam, Kaupmannahafnar og Dublin. Vélarnar áttu upphaflega að fara í loftið milli klukkan 7:30 og 7:45 í morgun. Flugferðum Wizz Air og Easy Jet hefur verið frestað fram á kvöld. Hún segir að alls hafi þetta áhrif á um þúsund farþega Icelandair, en 420 farþegar áttu bókað flug frá Keflavík í morgun og svo áttu tæplega sex hundruð manns bókað flug frá Evrópu til Íslands síðar í dag. Hún segir að nú sé verið að útvega þeim gistingu sem þurfa. Ráða ekki við veðrið Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að félagið hafi þurft að aflýsa tveimur flugferðum sem áttu að fara í morgun til Alicante og Tenerife vegna veðurs. Farþegar hafi verið beðnir um að mæta fyrr í morgun því til stóð að flýta brottför vegna veðurs en það hafi svo því miður ekki verið hægt og fluginu frestað um sólarhring. „Veðrið er eitthvað sem við ráðum alls ekki við og farþegar sýna því sem betur fer skilning þó þeir þurfi að fresta því um einn dag að komast í sólina. Þeir fá upplýsingar um næstu skref innan skamms.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Tengdar fréttir Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50 Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50
Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40