EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2022 23:30 Ísland tapaði með minnsta mun gegn Króatíu í dag. Kolektiff Images/DeFodi Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. Ísland mætir Svartfjallalandi á miðvikudaginn og verður að vinna þann leik til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Íslenska liðið þarf einnig að treysta á frændur vora Dani sem mæta Frökkum í lokaleik milliriðilsins. Í þættinum, sem hlusta má hér að neðan, er farið yfir víðan völl. Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku, var á línunni og ræddi tapið súra. „Frekar dauf leikhlé“ „Það var ofboðslega pirrandi þegar það voru tíu sekúndur eftir að vera ekki með leikhlé en samt skildi maður Gumma (Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara) að hafa tekið leikhlé á þessum tímum sem hann gerði,“ byrjaði Stefán Árni á að segja. „Gummi var mjög hræddur á þessum tíma að þessum tíma að leikurinn væri að sigla frá okkur. Hann var bara að reyna að stoppa þetta einhvern veginn, ég skil það og er mjög sammála því,“ sagði Ásgeir Örn og hélt svo áfram. „Mér fannst samt þegar þessi leikhlé voru tekin þá voru þetta frekar dauf leikhlé. Ég hefði viljað fá leikmenn til að rífa þetta upp. Þetta voru ekki leikhlé sem snerust bara um að koma með einhverja taktíska snilld heldur stoppum þetta aðeins, öndum aðeins og blásum okkur í brjóst og gírum okkur upp í síðasta korterið. Fannst það örlítið vanta, frá Gumma og sérstaklega frá leikmönnunum.“ „Ég er alveg sammála þér en í ljósi þess hversu þreyttir þeir virtust vera þá held ég að þeir hafi ekki haft krafta í þetta. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir að taka af skarið og peppa hvorn annan upp. Ég held að þeir hafi bara verið á felgunni, þeir þurftu bara að blása. Þá þarf einhver annar að koma með þetta, getur ekki ætlast til að Ýmir (Örn Gíslason), Ómar (Ingi Magnússon) eða þeir sem eru alltaf inn á vellinum séu líka með auka orku í leikhléi. Þarna hefði kannski Gummi eða einhverjir aðrir koma með eitthvað,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en hann ræddi síðustu sókn leiksins. „Lokasóknin hræðileg“ „Ég hefði samt viljað sjá þessa síðustu sókn betur útfærða. Við höfum ekki nema 10-12 sekúndur og Ómar Ingi dregur þetta aðeins niður. Maður hefði viljað bara keyra á þetta, þá hefðu þeir mögulega ekki verið alveg tilbúnir. Ég hefði viljað taka hraða miðju og keyra á þetta.“ „Ef við tölum bara íslensku þá var lokasóknin hræðileg. Ýmir er til dæmis að hlaupa út af vellinum þegar hann fattar að hvað það er lítið eftir, snýr við og hleypur aftur inn á völlinn. Það er ekkert skipulag í gangi. Ómar í einhverri örvæntingu þarf að fara í þetta skot,“ sagði Stefán Árni um lokasókn leiksins. „Ég hef fyrirgef þeim en þeir hefðu átt að vera áræðnari á markið,“ sagði Ásgeir Örn áður en Róbert átti lokaorðið. „Það hafa margir reynt að æfa einhver lokakerfi, það kemur aldrei neitt út úr því. Veit ég er að alhæfa en eins og ég sagði, takið hraða miðju, reynið að taka eina klippingu og sjá hvort það opnist niður í horn. Mér fannst vanta smá greddu þarna í lokin.“ Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Einkunnir eftir tapið sára gegn Krótöum: Hornamennirnir bestir en Viggó slakur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun, 22-23, fyrir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli á EM í dag. 24. janúar 2022 17:15 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Ísland mætir Svartfjallalandi á miðvikudaginn og verður að vinna þann leik til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Íslenska liðið þarf einnig að treysta á frændur vora Dani sem mæta Frökkum í lokaleik milliriðilsins. Í þættinum, sem hlusta má hér að neðan, er farið yfir víðan völl. Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku, var á línunni og ræddi tapið súra. „Frekar dauf leikhlé“ „Það var ofboðslega pirrandi þegar það voru tíu sekúndur eftir að vera ekki með leikhlé en samt skildi maður Gumma (Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara) að hafa tekið leikhlé á þessum tímum sem hann gerði,“ byrjaði Stefán Árni á að segja. „Gummi var mjög hræddur á þessum tíma að þessum tíma að leikurinn væri að sigla frá okkur. Hann var bara að reyna að stoppa þetta einhvern veginn, ég skil það og er mjög sammála því,“ sagði Ásgeir Örn og hélt svo áfram. „Mér fannst samt þegar þessi leikhlé voru tekin þá voru þetta frekar dauf leikhlé. Ég hefði viljað fá leikmenn til að rífa þetta upp. Þetta voru ekki leikhlé sem snerust bara um að koma með einhverja taktíska snilld heldur stoppum þetta aðeins, öndum aðeins og blásum okkur í brjóst og gírum okkur upp í síðasta korterið. Fannst það örlítið vanta, frá Gumma og sérstaklega frá leikmönnunum.“ „Ég er alveg sammála þér en í ljósi þess hversu þreyttir þeir virtust vera þá held ég að þeir hafi ekki haft krafta í þetta. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir að taka af skarið og peppa hvorn annan upp. Ég held að þeir hafi bara verið á felgunni, þeir þurftu bara að blása. Þá þarf einhver annar að koma með þetta, getur ekki ætlast til að Ýmir (Örn Gíslason), Ómar (Ingi Magnússon) eða þeir sem eru alltaf inn á vellinum séu líka með auka orku í leikhléi. Þarna hefði kannski Gummi eða einhverjir aðrir koma með eitthvað,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en hann ræddi síðustu sókn leiksins. „Lokasóknin hræðileg“ „Ég hefði samt viljað sjá þessa síðustu sókn betur útfærða. Við höfum ekki nema 10-12 sekúndur og Ómar Ingi dregur þetta aðeins niður. Maður hefði viljað bara keyra á þetta, þá hefðu þeir mögulega ekki verið alveg tilbúnir. Ég hefði viljað taka hraða miðju og keyra á þetta.“ „Ef við tölum bara íslensku þá var lokasóknin hræðileg. Ýmir er til dæmis að hlaupa út af vellinum þegar hann fattar að hvað það er lítið eftir, snýr við og hleypur aftur inn á völlinn. Það er ekkert skipulag í gangi. Ómar í einhverri örvæntingu þarf að fara í þetta skot,“ sagði Stefán Árni um lokasókn leiksins. „Ég hef fyrirgef þeim en þeir hefðu átt að vera áræðnari á markið,“ sagði Ásgeir Örn áður en Róbert átti lokaorðið. „Það hafa margir reynt að æfa einhver lokakerfi, það kemur aldrei neitt út úr því. Veit ég er að alhæfa en eins og ég sagði, takið hraða miðju, reynið að taka eina klippingu og sjá hvort það opnist niður í horn. Mér fannst vanta smá greddu þarna í lokin.“
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Einkunnir eftir tapið sára gegn Krótöum: Hornamennirnir bestir en Viggó slakur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun, 22-23, fyrir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli á EM í dag. 24. janúar 2022 17:15 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00
Einkunnir eftir tapið sára gegn Krótöum: Hornamennirnir bestir en Viggó slakur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun, 22-23, fyrir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli á EM í dag. 24. janúar 2022 17:15
Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45
Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50
Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25