Verslunum Olís á landsbyggðinni breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 14:47 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís. Nýtt félag verður stofnað innan Haga á næstu mánuðum sem er ætlað að sjá um þjónustu og sölu á hreinlætis-, rekstrar- og heilbrigðisvörum til stórnotenda. Nýja rekstrareiningin mun fá heitið Stórkaup en Hagar lokuðu samnefndri verslun sinni í maí á síðasta ári. Að sögn Haga mun nýja einingin taka við hlutverki Rekstrarlands sem er í dag hluti af Olís, dótturfélagi Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samstæðunni sem segir að Stórkaup muni nýta sterka innviði Haga þegar kemur að innkaupum- og vöruhúsarekstri. Með nýja félaginu vonast stjórnendur til að skerpa á skipulagi þjónustu og sölu til stórnotenda. „Samhliða opnun Stórkaups er unnið að aðlögun á útibúneti Olís á landsbyggðinni, einkum þjónustuskipulagi, en á næstu mánuðum verður verslunum breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur. Þetta mun gera Olís kleift að skerpa á fókus, varðveita þá sérstöðu sína sem fólgin er í nærþjónustu um allt land og veita enn betri þjónustu í þeim vöruflokkum sem eftir standa.“ Stefnt er að því að klára yfirfærslu verkefna til nýju rekstrareiningarinnar þann 1. maí. Árni Ingvarsson mun leiða Stórkaup. Horfi til breyttra neysluvenja „Með tilfærslu verkefna Olís innan samstæðu Haga hefur skapast grundvöllur fyrir rekstrareiningu sem sinnir stórnotendum umfram það sem við höfum hingað til gert og nýtum til þess styrkleika félagsins, einkum á sviði innkaupa og í starfsemi vöruhúsa. Samhliða horfum við til breyttra neysluvenja á matvöru á síðustu árum, þar sem hlutdeild veitingastaða, mötuneyta og framleiðenda á tilbúinni matvöru hefur heldur aukist í ýmsum vöruflokkum sem hafa augljósa snertifleti við núverandi starfsemi Haga. Stórkaup er ætlað það hlutverk að þjóna stórnotendum um aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin verða hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf., í tilkynningu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að fyrirtækið hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref til að efla hagkvæmi í rekstri og skerpa áherslur starfseminnar. Endurskipulagning á fyrirtækjasviði sé mikilvægur liður í þessum aðgerðum. „Við höfum fulla trú á að þessir vöruflokkar komi til með að blómstra innan Stórkaups þar sem þeir munu verða í enn frekari fókus og unnt verður að bæta við nýjum og spennandi vöruflokkum innan þessarar nýju einingar með tíð og tíma. Á sama tíma gera þessar aðgerðir okkur hjá Olís kleift að sníða sölu- og dreifikerfi okkar betur að þeim vöruflokkum sem eftir standa og skerpa fókus enn frekar á okkar kjarnarekstur,“ segir Frosti. Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Að sögn Haga mun nýja einingin taka við hlutverki Rekstrarlands sem er í dag hluti af Olís, dótturfélagi Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samstæðunni sem segir að Stórkaup muni nýta sterka innviði Haga þegar kemur að innkaupum- og vöruhúsarekstri. Með nýja félaginu vonast stjórnendur til að skerpa á skipulagi þjónustu og sölu til stórnotenda. „Samhliða opnun Stórkaups er unnið að aðlögun á útibúneti Olís á landsbyggðinni, einkum þjónustuskipulagi, en á næstu mánuðum verður verslunum breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur. Þetta mun gera Olís kleift að skerpa á fókus, varðveita þá sérstöðu sína sem fólgin er í nærþjónustu um allt land og veita enn betri þjónustu í þeim vöruflokkum sem eftir standa.“ Stefnt er að því að klára yfirfærslu verkefna til nýju rekstrareiningarinnar þann 1. maí. Árni Ingvarsson mun leiða Stórkaup. Horfi til breyttra neysluvenja „Með tilfærslu verkefna Olís innan samstæðu Haga hefur skapast grundvöllur fyrir rekstrareiningu sem sinnir stórnotendum umfram það sem við höfum hingað til gert og nýtum til þess styrkleika félagsins, einkum á sviði innkaupa og í starfsemi vöruhúsa. Samhliða horfum við til breyttra neysluvenja á matvöru á síðustu árum, þar sem hlutdeild veitingastaða, mötuneyta og framleiðenda á tilbúinni matvöru hefur heldur aukist í ýmsum vöruflokkum sem hafa augljósa snertifleti við núverandi starfsemi Haga. Stórkaup er ætlað það hlutverk að þjóna stórnotendum um aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin verða hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf., í tilkynningu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að fyrirtækið hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref til að efla hagkvæmi í rekstri og skerpa áherslur starfseminnar. Endurskipulagning á fyrirtækjasviði sé mikilvægur liður í þessum aðgerðum. „Við höfum fulla trú á að þessir vöruflokkar komi til með að blómstra innan Stórkaups þar sem þeir munu verða í enn frekari fókus og unnt verður að bæta við nýjum og spennandi vöruflokkum innan þessarar nýju einingar með tíð og tíma. Á sama tíma gera þessar aðgerðir okkur hjá Olís kleift að sníða sölu- og dreifikerfi okkar betur að þeim vöruflokkum sem eftir standa og skerpa fókus enn frekar á okkar kjarnarekstur,“ segir Frosti.
Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00