„Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni“ Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2022 12:57 Inga Þyri er orðin 78 ára gömul og hún er sannarlega ekki að stressa sig á látunum sem hafa orðið vegna auglýsingar sem hún lék í. Inga Þyri er orðin eftirsótt í auglýsingar og kvikmyndir, sem hún segir óvæntan feril á efri árum. Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri og kennari segist ekki reka minni til þess að móðir hans, sem leikur í umdeildri auglýsingu Kjarnafæðis þar sem blótsyrði eru höfð uppi, hafi nokkru sinni blótað. „Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni,“ segir Kjartan á Facebook-síðu sinni. Í þorrablótsauglýsingu Kjarnafæðis er viðhaft bölv og ragn en er þar verði að snúa upp á merkingu orðsins blót. Blótsyrðin fóru fyrir brjóstið á mörgum siðprúðum manninum. Inga Þyri Kjartansdóttir leikur í auglýsingunni og hún segir í samtali við Vísi að henni hafi í fyrstu brugðið – auðvitað – en svo hafi hún áttað sig á því hver tilgangurinn var og þá hafi henni fundist þetta vel til fundið. „Þetta var náttúrlega beita hjá auglýsingastofunni og hún tókst fullkomlega,“ segir Inga Þyri. Prestar og kirkjuræknir ósáttir Vísir hefur fjallað um málið en Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði þá hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Kirkjunnar menn virðast ekki setja það fyrir sig að þetta er heiðinn siður og vilja hlutast til um málið. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sagði í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Lætur sér hvergi bregða og segir auglýsinguna fyndna Inga Þyri, sem er orðin 78 ára gömul, lætur sér hins vegar hvergi bregða. Hún segir skondið hvernig allt þetta er til komið. Hún fór í myndatöku vegna kosningamyndbands, kynning á kosningasjónvarpinu og áður en hún vissi af var hún komin í átta verkefni; tvær kvikmyndir og sex auglýsingar. „Fyndið að ellilífeyrisþegi sem er löngu hættur að vinna lendir allt í einu í nýju áhugamáli,“ segir Inga Þyri sem í áratugi var virk í starfi Framsóknarflokksins, sat meðal annars í bæjarstjórn Kópavogs og var framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. Hún lýsir því svo að hún hafi í fyrstu verið beðin um að koma í myndatöku fyrir Kjarnafæði vegna þorrablótsauglýsingarinnar en það hafi svo undið upp á sig. „Ég les nú ekki þennan texta. Það gerir Ragnheiður Steinþórsdóttir leikkona. Ég veit nú ekki nema ég hefði hikstað á þessum texta, þetta er nú ekki minn talsmáti. En ég skellihló sjálf að þessum auglýsingum. Mér fannst þetta frekar fyndið.“ Barátta milli Suður- og Norðurlands Inga Þyri segir að enn einn snúingurinn á þessu máli hafi svo komið upp eftir að Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Selfossi tók upp á því að lýsa sig innilega sammála prestum þeim sem vildu fordæma auglýsinguna. „Þá var þetta orðin barátta milli norður og suðurs, Kjarnafæðis og SS. Stórskemmtilegt í rauninni: Sunnanmenn setji sig upp á móti þessu því þetta er frá Kjarnafæði fyrir norðan. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Ég held að þessi auglýsingaherferð hafi tekist mjög vel, stutt, snarpt og vakti mikla athygli. Er það ekki það sem auglýsingum er ætlað að gera?“ spyr Inga Þyri og telur sig vita svarið við þeirri spurningu. Auglýsinga- og markaðsmál Þorramatur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Í þorrablótsauglýsingu Kjarnafæðis er viðhaft bölv og ragn en er þar verði að snúa upp á merkingu orðsins blót. Blótsyrðin fóru fyrir brjóstið á mörgum siðprúðum manninum. Inga Þyri Kjartansdóttir leikur í auglýsingunni og hún segir í samtali við Vísi að henni hafi í fyrstu brugðið – auðvitað – en svo hafi hún áttað sig á því hver tilgangurinn var og þá hafi henni fundist þetta vel til fundið. „Þetta var náttúrlega beita hjá auglýsingastofunni og hún tókst fullkomlega,“ segir Inga Þyri. Prestar og kirkjuræknir ósáttir Vísir hefur fjallað um málið en Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði þá hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Kirkjunnar menn virðast ekki setja það fyrir sig að þetta er heiðinn siður og vilja hlutast til um málið. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sagði í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Lætur sér hvergi bregða og segir auglýsinguna fyndna Inga Þyri, sem er orðin 78 ára gömul, lætur sér hins vegar hvergi bregða. Hún segir skondið hvernig allt þetta er til komið. Hún fór í myndatöku vegna kosningamyndbands, kynning á kosningasjónvarpinu og áður en hún vissi af var hún komin í átta verkefni; tvær kvikmyndir og sex auglýsingar. „Fyndið að ellilífeyrisþegi sem er löngu hættur að vinna lendir allt í einu í nýju áhugamáli,“ segir Inga Þyri sem í áratugi var virk í starfi Framsóknarflokksins, sat meðal annars í bæjarstjórn Kópavogs og var framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. Hún lýsir því svo að hún hafi í fyrstu verið beðin um að koma í myndatöku fyrir Kjarnafæði vegna þorrablótsauglýsingarinnar en það hafi svo undið upp á sig. „Ég les nú ekki þennan texta. Það gerir Ragnheiður Steinþórsdóttir leikkona. Ég veit nú ekki nema ég hefði hikstað á þessum texta, þetta er nú ekki minn talsmáti. En ég skellihló sjálf að þessum auglýsingum. Mér fannst þetta frekar fyndið.“ Barátta milli Suður- og Norðurlands Inga Þyri segir að enn einn snúingurinn á þessu máli hafi svo komið upp eftir að Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Selfossi tók upp á því að lýsa sig innilega sammála prestum þeim sem vildu fordæma auglýsinguna. „Þá var þetta orðin barátta milli norður og suðurs, Kjarnafæðis og SS. Stórskemmtilegt í rauninni: Sunnanmenn setji sig upp á móti þessu því þetta er frá Kjarnafæði fyrir norðan. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Ég held að þessi auglýsingaherferð hafi tekist mjög vel, stutt, snarpt og vakti mikla athygli. Er það ekki það sem auglýsingum er ætlað að gera?“ spyr Inga Þyri og telur sig vita svarið við þeirri spurningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Þorramatur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira