Björgvin Páll laus úr einangrun Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 08:54 Björgvin Páll Gústavsson var einn af þeim sem greindust fyrstir með kórónuveirusmit af þeim níu sem smitast hafa í íslenska leikmannahópnum frá því í síðustu viku. Getty Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, má spila gegn Króatíu á EM í dag. Hann er laus úr einangrun sem hann var skikkaður í eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit í síðustu viku. Björgvin Páll staðfestir þetta á Instagram þar sem hann segir: „Ég trúi þessu ekki... Ég er laus úr einangrun! Þakka samveruna á miðlunum! Kann að meta öll „follow“, skilaboð, pepp o.fl. en megið ekki búast við miklum svörum í framhaldinu... fyrr en eftir mót! ❤️ Nú fer öll orkan í að hjálpa strákunum og njóta þess að vera hluti af þessu ævintýri aftur! Króatía á eftir! Áfram Ísland!“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Níu leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit frá því á miðvikudaginn í síðustu viku. Björgvin var einn af þremur sem fyrst greindust með jákvætt sýni, ásamt þeim Elvari Erni Jónssyni og Ólafi Guðmundssyni. Elvar og Ólafur bíða enn og vona að þeir geti verið með gegn Króatíu. Björgvin Páll fékk neikvætt úr PCR-prófi og svokallað CT-gildi var langt yfir 30, eins og krafa er um en það bendir til þess að menn smiti ekki frá sér. Eftir því sem Vísir kemst næst voru CT-gildi Elvars og Ólafs rétt undir 30 þegar þeir fengu síðast niðurstöðu en þeir bíða þess að fá niðurstöðu úr nýju prófi, sem gæti komið rétt áður en leikur hefst. Síðasta fimmtudag var greint frá þremur smitum til viðbótar, hjá þeim Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason duttu svo út fyrir leikinn við Frakka á laugardag, og í gær var greint frá því að Daníel Þór Ingason hefði greinst með smit. Fjórir leikmenn kallaðir út Tveir nýir leikmenn mættu til Búdapest og voru með í sigrinum gegn Frökkum á laugardag, Valsararnir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon. Tveir leikmenn Hauka, þeir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, mættu svo skömmu eftir þann leik og geta verið með í dag. Leikurinn við Króatíu hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi þar sem ítarlega verður fjallað um leikinn með viðtölum, einkunnagjöf og fleiru. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00 Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31 Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30 Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Björgvin Páll staðfestir þetta á Instagram þar sem hann segir: „Ég trúi þessu ekki... Ég er laus úr einangrun! Þakka samveruna á miðlunum! Kann að meta öll „follow“, skilaboð, pepp o.fl. en megið ekki búast við miklum svörum í framhaldinu... fyrr en eftir mót! ❤️ Nú fer öll orkan í að hjálpa strákunum og njóta þess að vera hluti af þessu ævintýri aftur! Króatía á eftir! Áfram Ísland!“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Níu leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit frá því á miðvikudaginn í síðustu viku. Björgvin var einn af þremur sem fyrst greindust með jákvætt sýni, ásamt þeim Elvari Erni Jónssyni og Ólafi Guðmundssyni. Elvar og Ólafur bíða enn og vona að þeir geti verið með gegn Króatíu. Björgvin Páll fékk neikvætt úr PCR-prófi og svokallað CT-gildi var langt yfir 30, eins og krafa er um en það bendir til þess að menn smiti ekki frá sér. Eftir því sem Vísir kemst næst voru CT-gildi Elvars og Ólafs rétt undir 30 þegar þeir fengu síðast niðurstöðu en þeir bíða þess að fá niðurstöðu úr nýju prófi, sem gæti komið rétt áður en leikur hefst. Síðasta fimmtudag var greint frá þremur smitum til viðbótar, hjá þeim Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason duttu svo út fyrir leikinn við Frakka á laugardag, og í gær var greint frá því að Daníel Þór Ingason hefði greinst með smit. Fjórir leikmenn kallaðir út Tveir nýir leikmenn mættu til Búdapest og voru með í sigrinum gegn Frökkum á laugardag, Valsararnir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon. Tveir leikmenn Hauka, þeir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, mættu svo skömmu eftir þann leik og geta verið með í dag. Leikurinn við Króatíu hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi þar sem ítarlega verður fjallað um leikinn með viðtölum, einkunnagjöf og fleiru.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00 Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31 Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30 Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00
Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31
Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26
„Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30
Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21