Í gær var greint frá því að Erligur Richardsson, þjálfari liðsins, hafi greinst með veiruna, og nú hafa fjögur ný smit bæst í hópinn.
Þrír leikmenn greindust með veiruna í dag, ásamt sjúkraþjálfara liðsins, Robert Baardse. Leikmennirnir þrír eru þeir Samir Benghanem, Jasper Adams og eins og áður segir markahæsti maður mótsins, Kay Smits.
3 new Dutch players are infected. Samir Benghanem, Jasper Adams and the top scorer of the Euros Kay Smits!#handball #ehfeuro2022 https://t.co/XH2YV2nW6J
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 23, 2022
Jeffrey Boomhouwer, Robin Schoenaker, Iso Sluijters, Dennis Schellekens, Bart Ravensbergen, Rutger ten Velde og gmarkmannsþjálfarinn Gerrie Eijlers eru einnig í einangrun vegna kórónuveirusmita og því fer hollenski hópurinn að verða ansi þunnskipaður. Við Íslendingar þekkjum það þó vel frá því í gær að það þýðir ekki endilega að ómögulegt sé að ná í hagstæð úrslit.
Næsti leikur Hollands á EM er á morgun gegn Dönum klukkan 17:00 og tap í þeim leik þýðir að hollenska liðið er svo gott sem úr leik.