Þrír Íslendingar meðal þrjátíu bestu handboltamanna heims Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 14:15 Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á fimmtíu manna lista sem TV2 gaf út yfir bestu handboltamenn heims. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Norski miðillinn TV2 hefur sett saman lista yfir 50 bestu handboltamenn heims. Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á listanum og er enginn þeirra neðar en 28. sæti. Einmitt í 28. sæti situr Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. „Þegar við töldum að blómaskeiðinu væri að ljúka eftir að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru að stíga sín síðustu skref tekur næsta kynslóð stórt skref upp á við. Elísson hefur verið frábær í vinstra horninu fyrir Lemgo í nokkur ár og er við það að festa sig í sessi sem einn sá besti í heiminum í sinni stöðu,“ segir í umfjöllun TV2. Bjarki Már er einn besti vinstri hornamaður heims samkvæmt umfjöllun TV2.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í 20. sæti listans situr Aron Pálmarsson, leikmaður Aalborg í Danmörku. Aron hefur um árabil verið talinn einn af betri handboltamönnum heims, og Hafnfirðingurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. „Ofurhæfileikaríkur og hefur spilað með öllum bestu liðum Evrópu. Þreytti frumraun sína í efstu deild á Íslandi aðeins 15 ára gamall,“ segir meðal annars í umsögn TV2. TV2 metur það sem svo að Aron Pálmarsson sé 20. besti handboltamaður í heimi.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Efstur Íslendinga á listanum er íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, í 19. sæti. Ómar var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili og með Magdeburg varð Selfyssingurinn Evrópumeistari og Heimsmeistari félagsliða á síðasta ári. „Þessi 24 ára gamli leikmaður varð markahæstur á sínu fyrsta tímabili í bestu deild heims. Hann skoraði 274 mörk og enginn hefur skorað fleiri mörk í deildinni síðan Savas Karipidis skoraði 282 tímabiliði 2008-2009.“ Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í efsta sæti listans situr Frakkinn Dika Mem, leikmaður Barcelona. Á eftir honum koma Alex Dujsjebajev í öðru sæti, Norðmaðurinn Sander Sagosen í þriðja og Danirnir Mathias Gidsel og Niklas Landin í fjórða og fimmta sæti. Handbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Einmitt í 28. sæti situr Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. „Þegar við töldum að blómaskeiðinu væri að ljúka eftir að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru að stíga sín síðustu skref tekur næsta kynslóð stórt skref upp á við. Elísson hefur verið frábær í vinstra horninu fyrir Lemgo í nokkur ár og er við það að festa sig í sessi sem einn sá besti í heiminum í sinni stöðu,“ segir í umfjöllun TV2. Bjarki Már er einn besti vinstri hornamaður heims samkvæmt umfjöllun TV2.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í 20. sæti listans situr Aron Pálmarsson, leikmaður Aalborg í Danmörku. Aron hefur um árabil verið talinn einn af betri handboltamönnum heims, og Hafnfirðingurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. „Ofurhæfileikaríkur og hefur spilað með öllum bestu liðum Evrópu. Þreytti frumraun sína í efstu deild á Íslandi aðeins 15 ára gamall,“ segir meðal annars í umsögn TV2. TV2 metur það sem svo að Aron Pálmarsson sé 20. besti handboltamaður í heimi.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Efstur Íslendinga á listanum er íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, í 19. sæti. Ómar var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili og með Magdeburg varð Selfyssingurinn Evrópumeistari og Heimsmeistari félagsliða á síðasta ári. „Þessi 24 ára gamli leikmaður varð markahæstur á sínu fyrsta tímabili í bestu deild heims. Hann skoraði 274 mörk og enginn hefur skorað fleiri mörk í deildinni síðan Savas Karipidis skoraði 282 tímabiliði 2008-2009.“ Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í efsta sæti listans situr Frakkinn Dika Mem, leikmaður Barcelona. Á eftir honum koma Alex Dujsjebajev í öðru sæti, Norðmaðurinn Sander Sagosen í þriðja og Danirnir Mathias Gidsel og Niklas Landin í fjórða og fimmta sæti.
Handbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira