Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2022 18:36 Rafskúta sem lagt hefur verið almennilega. Vísir/Vilhelm Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. Birgir Birgisson, formaður félagsins Reiðhjólabændur, greindi frá slysinu í færslu í Facebookhópi félagsins í dag. Þar segir hann ástæðu slyssins hafa verið að rafskúta hafi legið á hliðinni á reiðhjólastíg með þeim afleiðingum að reiðhjólamaður hjólaði á það og kastaðist af hjóli sínu. Starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi verið fluttur slasaður frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar við Kirkjusand á níunda tímanum í morgun. Athygli vekur að það er sami staður og ökumaður rafhlaupahjóls lést á í nóvember síðastliðnum. Í atvikalýsingu í skrá slökkviliðsins segir að hjólað hafi verið á kyrrstætt rafhlaupahjól en ekki er ljóst hvort það hafi verið á reiðhjóli eða öðru rafhlaupahjóli. Ítrekað varað við slysahættu „Það er margbúið að vara rekstraraðila þessarar ákveðnu rafhjólaleigu við þessari hættu, en nánast ekkert hefur verið gert til að ala notendurna upp. Sérstöku átaki var lofað fyrir rúmu ári síðan en ekkert hefur til þess spurst síðan,“ segir Birgir í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann umrædda rafhjólaleigu vera Hopp, sem fer með stóra markaðshlutdeild á rafhlaupahjólamarkaði. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, frábiður sér fullyrðingar um að fyrirtækið virði öryggi notenda sinna og annarra að vettugi. „Við hvetjum til öryggis í hverjum einasta pósti og erum með markpósta þar sem við hvetjum okkar notendur til að leggja skútunum rétt. Leggðu eins og sannur Hoppari, ekki vera fyrir á göngustígum, ekki vera fyrir snjómokstri. Við látum fólk taka myndir af skútunni, okkur er mjög annt um það,“ segir hún. Hún segir þó ómögulegt að hringja í einstaka notendur sem leigt hafa skútur sem enda illa lagðar. „Það gæti alveg eins verið að einhver annar hafi fært skútuna, við myndum aldrei gera okkar notendum það.“ Hún segir að Birgir hafi ítrekað krafist þess af fyrirtækinu og henni persónulega. Ekki fengið veður af slysinu Þá segist hún ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir varðandi slysið í morgun en að lögreglan hafi alltaf samband við sig þegar rafskútur fyrirtækisins tengjast slysum. Hún útilokar þó ekki að rafskúta á vegum fyrirtækisins hafi tengst slysi í morgun enda séu þær víða í borgarlandinu. „Hvert slys er einu slysi of mikið og við leggjum mjög mikla áherslu á það að okkar notendur séu öruggir og að skúturnar okkar séu ekki fyrir. Við erum stöðugt, allan sólarhringinn, að gæta að skútunum okkar.“ segir Sæunn Ósk að lokum. Reykjavík Rafhlaupahjól Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Birgir Birgisson, formaður félagsins Reiðhjólabændur, greindi frá slysinu í færslu í Facebookhópi félagsins í dag. Þar segir hann ástæðu slyssins hafa verið að rafskúta hafi legið á hliðinni á reiðhjólastíg með þeim afleiðingum að reiðhjólamaður hjólaði á það og kastaðist af hjóli sínu. Starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi verið fluttur slasaður frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar við Kirkjusand á níunda tímanum í morgun. Athygli vekur að það er sami staður og ökumaður rafhlaupahjóls lést á í nóvember síðastliðnum. Í atvikalýsingu í skrá slökkviliðsins segir að hjólað hafi verið á kyrrstætt rafhlaupahjól en ekki er ljóst hvort það hafi verið á reiðhjóli eða öðru rafhlaupahjóli. Ítrekað varað við slysahættu „Það er margbúið að vara rekstraraðila þessarar ákveðnu rafhjólaleigu við þessari hættu, en nánast ekkert hefur verið gert til að ala notendurna upp. Sérstöku átaki var lofað fyrir rúmu ári síðan en ekkert hefur til þess spurst síðan,“ segir Birgir í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann umrædda rafhjólaleigu vera Hopp, sem fer með stóra markaðshlutdeild á rafhlaupahjólamarkaði. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, frábiður sér fullyrðingar um að fyrirtækið virði öryggi notenda sinna og annarra að vettugi. „Við hvetjum til öryggis í hverjum einasta pósti og erum með markpósta þar sem við hvetjum okkar notendur til að leggja skútunum rétt. Leggðu eins og sannur Hoppari, ekki vera fyrir á göngustígum, ekki vera fyrir snjómokstri. Við látum fólk taka myndir af skútunni, okkur er mjög annt um það,“ segir hún. Hún segir þó ómögulegt að hringja í einstaka notendur sem leigt hafa skútur sem enda illa lagðar. „Það gæti alveg eins verið að einhver annar hafi fært skútuna, við myndum aldrei gera okkar notendum það.“ Hún segir að Birgir hafi ítrekað krafist þess af fyrirtækinu og henni persónulega. Ekki fengið veður af slysinu Þá segist hún ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir varðandi slysið í morgun en að lögreglan hafi alltaf samband við sig þegar rafskútur fyrirtækisins tengjast slysum. Hún útilokar þó ekki að rafskúta á vegum fyrirtækisins hafi tengst slysi í morgun enda séu þær víða í borgarlandinu. „Hvert slys er einu slysi of mikið og við leggjum mjög mikla áherslu á það að okkar notendur séu öruggir og að skúturnar okkar séu ekki fyrir. Við erum stöðugt, allan sólarhringinn, að gæta að skútunum okkar.“ segir Sæunn Ósk að lokum.
Reykjavík Rafhlaupahjól Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira