Burnley sótti stig gegn Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 16:03 Leikmenn Arsenal voru ansi ósáttir með úrslitin. Catherine Ivill/Getty Images Arsenal og Burnley gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Emirates vellinum í London í dag. Heimamenn í Arsenal voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sóttu stíft frá fyrstu mínútu. Nokkuð augljóst var að gestirnir voru mættir til að verja stigið og þeir stóðu vörnina vel. Arsenal var meira með boltann og átti fleiri skot að marki. Raunar var Arsenal yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins, en eins og allir vita eru það mörk sem vinna fótboltaleiki. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í leik dagsins og því varð niðurstaðan markalaust jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir Burnley, en liðið situr enn á botni deildarinnar. Liðið hefur náð sér í 12 stig í 18 leikjum og á tvo til fjóra leiki til góða á liðin fyrir ofan sig. Arsenal situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 36 stig eftir 21 leik. Enski boltinn
Arsenal og Burnley gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Emirates vellinum í London í dag. Heimamenn í Arsenal voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sóttu stíft frá fyrstu mínútu. Nokkuð augljóst var að gestirnir voru mættir til að verja stigið og þeir stóðu vörnina vel. Arsenal var meira með boltann og átti fleiri skot að marki. Raunar var Arsenal yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins, en eins og allir vita eru það mörk sem vinna fótboltaleiki. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í leik dagsins og því varð niðurstaðan markalaust jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir Burnley, en liðið situr enn á botni deildarinnar. Liðið hefur náð sér í 12 stig í 18 leikjum og á tvo til fjóra leiki til góða á liðin fyrir ofan sig. Arsenal situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 36 stig eftir 21 leik.