Manchester City missteig sig í toppbaráttunni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 22. janúar 2022 21:15 Phil Foden reynir skot EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Topplið Manchester City missteig sig í dag þegar að liðið gerði jafntefli við Southampton á útivelli, 1-1. City hefur verið á miklu skriði undanfarið og geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki klárað þennan leik. Fyrir leikinn var búist við miklum yfirburðum gestanna en þó svo að það hafi verið raunin þá voru það heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 7. mínútu. Bakvörðurinn Kyle Walker-Peters geystist þá upp hægri kantinn og fann Nathan Redmond í hlaupi innfyrir vörnina. Redmond gaf strax aftur á Walker-Peters sem tók eina snertingu og smellti boltanum utanfótar í fjærhornið. Frábært mark og Southampton komnir yfir. City sótti án afláts það sem eftir lifði hálfleiksins og höfðu fádæma yfirburði í leiknum en tókst þó ekki að skora. Staðan var 1-1 í hálfleik. Það var ekki fyrr en á 65. mínútu að City náðu að jafna. Kevin De Bruyne átti þá aukaspyrnu frá hægri sem Aymeric Laporte skallaði í netið. 1-1 og allt stefndi í sigur þeirra ljósbláu. Það gerðist þó ekki og liðin sættust á skiptan hlut í leik þar sem gestirnir voru með boltann 74% af tímanum, átti 20 skot að marki og 11 hornspyrnur. Manchester City er eftir sem áður á toppnum með 57 stig, tólf stigum á undan Liverpool sem á tvo leiki til góða. Southampton er í 12. sætinu með 25 stig. Enski boltinn
Topplið Manchester City missteig sig í dag þegar að liðið gerði jafntefli við Southampton á útivelli, 1-1. City hefur verið á miklu skriði undanfarið og geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki klárað þennan leik. Fyrir leikinn var búist við miklum yfirburðum gestanna en þó svo að það hafi verið raunin þá voru það heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 7. mínútu. Bakvörðurinn Kyle Walker-Peters geystist þá upp hægri kantinn og fann Nathan Redmond í hlaupi innfyrir vörnina. Redmond gaf strax aftur á Walker-Peters sem tók eina snertingu og smellti boltanum utanfótar í fjærhornið. Frábært mark og Southampton komnir yfir. City sótti án afláts það sem eftir lifði hálfleiksins og höfðu fádæma yfirburði í leiknum en tókst þó ekki að skora. Staðan var 1-1 í hálfleik. Það var ekki fyrr en á 65. mínútu að City náðu að jafna. Kevin De Bruyne átti þá aukaspyrnu frá hægri sem Aymeric Laporte skallaði í netið. 1-1 og allt stefndi í sigur þeirra ljósbláu. Það gerðist þó ekki og liðin sættust á skiptan hlut í leik þar sem gestirnir voru með boltann 74% af tímanum, átti 20 skot að marki og 11 hornspyrnur. Manchester City er eftir sem áður á toppnum með 57 stig, tólf stigum á undan Liverpool sem á tvo leiki til góða. Southampton er í 12. sætinu með 25 stig.