Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 10:23 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun ræða áherslur sínar fyrir árið í dag. AP/Robert Bumsted Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. Þegar hann tók við störfum þann 1. janúar 2017 lagði hann sérstaka áherslu á að reyna að koma í veg fyrir átök í heiminum og tæka ójöfnuð. „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur engin völd. Við getum haft áhrif. Ég get sannfært, ég get miðlað en ég hef engin völd,“ sagði Guterres í viðtali við AP fréttaveituna. Guterres segist þurfa að reyna að miðla mála deiluaðila á milli og stuðla til friðar á hverjum degi. Til dæmis hafi hann í þessari viku rætt við deiluaðila í Eþíópíu og leiðtoga hersins í Malí sem tóku nýverið völd þar í landi og frestuðu kosningum sem áttu að fara fram í næsta mánuði til 2026. Varðandi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hefur vald til að stuðla að heimsfriði og öryggi, meðal annar með refsiaðgerðum og jafnvel hernaðaraðgerðum, sagði Guterres að ráðið væri sundrað. Það ætti sérstaklega við fimm aðildarríki ráðsins sem hefðu neitunarvald. Rússar og Kína væru oft á öndverðum póli við Bandaríkin, Bretland og Frakkland um stór mál. Þar á meðal um nýjar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra. Sjá einnig: Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Guterres var einnig spurður út í það hvort Rússar, sem hafa komið hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu, muni gera innrás. Hann sagðist telja að engin yrði innrásin. „Því ég trúi ekki á hernaðarlausnir á vandamálum og ég held að besta leiðin til að leysa þessi vandamál sé í gegnum samninga og viðræður,“ sagði Guterres. Hann ítrekaði að innrás Rússa í Úkraínu myndi hafa hörmulegar afleiðingar. Sjá einnig: Blinken og Lavrov funda í Genf í dag Guterres mun flytja ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann mun fara yfir helstu áherslur sínar á þessu ári. Í áðurnefndu viðtali nefndi hann þrjú atriði sem hann ætlaði sér að nefna í ræðunni. Það fyrsta væri ójöfnuður í dreifingu bóluefna gegn Covid-19 og þá sérstaklega í Afríku. Hann ætlar einnig að ræða um þörfina á því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og alþjóðafjárhagskerfið sem hann segir gífurlega ósanngjarnt í hag auðugra þjóða. Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Þegar hann tók við störfum þann 1. janúar 2017 lagði hann sérstaka áherslu á að reyna að koma í veg fyrir átök í heiminum og tæka ójöfnuð. „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur engin völd. Við getum haft áhrif. Ég get sannfært, ég get miðlað en ég hef engin völd,“ sagði Guterres í viðtali við AP fréttaveituna. Guterres segist þurfa að reyna að miðla mála deiluaðila á milli og stuðla til friðar á hverjum degi. Til dæmis hafi hann í þessari viku rætt við deiluaðila í Eþíópíu og leiðtoga hersins í Malí sem tóku nýverið völd þar í landi og frestuðu kosningum sem áttu að fara fram í næsta mánuði til 2026. Varðandi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hefur vald til að stuðla að heimsfriði og öryggi, meðal annar með refsiaðgerðum og jafnvel hernaðaraðgerðum, sagði Guterres að ráðið væri sundrað. Það ætti sérstaklega við fimm aðildarríki ráðsins sem hefðu neitunarvald. Rússar og Kína væru oft á öndverðum póli við Bandaríkin, Bretland og Frakkland um stór mál. Þar á meðal um nýjar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra. Sjá einnig: Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Guterres var einnig spurður út í það hvort Rússar, sem hafa komið hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu, muni gera innrás. Hann sagðist telja að engin yrði innrásin. „Því ég trúi ekki á hernaðarlausnir á vandamálum og ég held að besta leiðin til að leysa þessi vandamál sé í gegnum samninga og viðræður,“ sagði Guterres. Hann ítrekaði að innrás Rússa í Úkraínu myndi hafa hörmulegar afleiðingar. Sjá einnig: Blinken og Lavrov funda í Genf í dag Guterres mun flytja ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann mun fara yfir helstu áherslur sínar á þessu ári. Í áðurnefndu viðtali nefndi hann þrjú atriði sem hann ætlaði sér að nefna í ræðunni. Það fyrsta væri ójöfnuður í dreifingu bóluefna gegn Covid-19 og þá sérstaklega í Afríku. Hann ætlar einnig að ræða um þörfina á því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og alþjóðafjárhagskerfið sem hann segir gífurlega ósanngjarnt í hag auðugra þjóða.
Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira