Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2022 07:00 Þegar þau Björn Hlynur, Gísli Örn og Nína komu til Mikaels 2016 og báðu hann um að hjálp við handritsskrif um kvótakerfið fannst honum eins og þarna væri komin hugmynd til þess fallin að drepa hvaða partí sem er. Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. En þó persónuleg saga haldi áhorfendum við efnið er það ekki síður hin nostalgíska sýn sem kveikir í þjóðinni. Ísland á 9. áratugnum virðist vera algjör veisla. Sennilega hefur ekki verið fjallað meira um nokkra sjónvarpsþáttaröð aðra sem og Verbúð. Fjölmargar greinar hafa verið skrifaðar, spáð og spekúlerað, skeggrætt um hvað eigi sér samsvörun við raunverulega atburði. Hvað gerðist og hver er hver? Það kemur á daginn að sama hversu ótrúleg atvikin eru þá byggja þau flest ef ekki öll á einhverju sem raunverulega gerðist. Steingrímur Hermannsson þá forsætisráðherra sagaði af sér puttann, hann ræddi við heimspressuna á skýlunni einni fata, stjórnmálamenn húkkuðu sér far með Landhelgisgæslunni, þeir keyptu sér heilu kassastæðurnar af brennivíni, prestur var beðinn um hjálp vegna reimleika í verbúð Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað … þannig má lengi taka til dæmi. Mörgum þeim sem yngri eru þótti ótrúverðugt þegar forsætisráðherra stillti sér upp í viðtal í sundlauginni en þeir sem komnir eru til ára sinna muna það hins vegar vel þegar Steingrímur Hermannsson gerði sér lítið fyrir og mætti heimspressunni á sundskýlunni einni fata.timarit.is Eins og uppúr lélegum reyfara en allt hreina satt „Það er nú oft þannig með sannleikann að ef maður ætlaði sér að setja hann beint í skáldskap yrði maður rekinn heim með það sökum þess hversu ótrúverðugt og fjarstæðukennt það er,“ segir Mikael Torfason. Hann er handritshöfundur Verbúðarinnar ásamt þeim Gísla Erni Garðarssyni og Birni Hlyni Haraldssyni sem jafnframt leikstýra, framleiða og leika aðalhlutverkin með Nínu Dögg Filippusdóttur. Hugmyndin er að stytta sér leið og þýfga einn höfunda um það hvernig hitt og þetta lenti í handritinu? „Ef skáldsagnahöfundurinn Mikael hefði ætlað sér að troða þessu í skáldsögu væri það eins og lélegur brandari. Enginn myndi kaupa það en svona gerðust og gerast kaupin á eyrinni. Þetta er mikið til eins og upp úr lélegum reyfara. En allt er þetta sannleikanum samkvæmt,“ segir Mikael. Hér gegnir nefnilega öðru máli. Þetta er sjónvarp. Og það má fletta þessu flestu upp. Nútíma-Íslendingurinn, forframaður sem hann þykist vera orðinn, rekur upp stór augu. En þetta kemur heim og saman. Og elstu menn glotta við tönn. Mikael er nú búsettur í Berlín ásamt fjölskyldu sinni. Og keppist við að skrifa handrit að sjónvarpsþáttum fyrir umsvifamikla kvikmyndaframleiðendur. Hann segir að flest í Verbúð sé sannleikanum samkvæmt og byggi á heimildum. En þó megi ekki líta á þetta sem heimildaritgerð. Aðrir eru í því.aðsend Mikael segir ýmsa hafa bent á misræmi. Hittari með Hebba hafi komið út 1985 en ekki 1984 og sitthvað í þá veru. En það hafi í sjálfu sér ekkert gildi þó það geti verið ágætur samkvæmisleikur. Hann gerir ekki athugasemd við það, ekki í sjálfu sér. „Fólk má alveg mín vegna fetta fingur út í það að ískóla hafi ekki komið á markað fyrir en ári seinna en gert er ráð fyrir í þáttunum. Ég veit ekkert um það. En þá missa menn hugsanlega af stóru myndinni. Dramatísk framvinda verður að fá að ráða svo þetta sé gott sjónvarpsefni. Nema, og að því sögðu, þá er þarna ekkert sem ekki gerðist raunverulega. Þetta er vissulega fært í stílinn en styðst í flestu við heimildir og er að því miklu leyti til sannsögulegt.“ Símaskráin vonlaust verkfæri í þessu samhengi Mikael vill halda fyrirvörum til haga. Hann minnir að það hafi verið Guðbergur Bergsson sem benti á að Íslendingar vilji helst lesa skáldskap með símaskrá sér við hlið. Finna hið „raunverulega“ fólk í skáldskapnum. Þetta er hin ævisögulega bókmenntafræði sem hér hefur verið stunduð alla tíð: Þetta er þessi og önnur persóna þá annar. Mikael telur það ekki vænlegt við skoðun á þessum þáttum. Mikil eftirvænting er í loftinu, Skaupið er að hefjast.skjáskot, Verbúð 5. þáttur. „Þetta er blanda af mörgu. Þetta er ekki heimildaritgerð. Margir eiga slíkar sögur af Laxness. Að hann hafi farið á milli bæja, Björn í Veturhúsum er Bjartur í Sumarhúsum og svo framvegis. En ég er ekki viss um að það gagnist vel að horfa á þessa þætti með símaskrá sér við hlið,“ segir Mikael Torfason. Laxness var raunverulega að reyna að fjalla um hið íslenska samfélag sem hann bjó í. Reyna að finna út hvaða þjóð byggir þetta land. „Sumar fyrirmyndir eru augljóslega fyrir hendi. Ljósvíkingurinn, það vita allir um hvern Heimsljós er eða á hverju Laxness byggir. En það hins vegar girðir fyrir það að við sjáum stóru myndina sem er þá að Laxness notar þetta sem efnivið í það þegar hann er að reyna að skrifa hina stóru íslensku skáldsögu.“ Dramatíkin er í sjávarútveginum Mikael lætur sig ekki muna um að bera Verbúðina saman við Laxness og deplar ekki auga. Hann segist lengi hafa verið heillaður af „non fiction“ og heimildamyndum en það geti verið not fyrir skáldsöguna til að skilja samfélagið og hver við erum. „Allar þessar fræðigreinar sem hafa verið skrifaðar um kvótakerfið gagnast okkur ekki nema upp að ákveðnu marki. Við náum ekki að tengja. Við vitum ekkert hvernig þetta kom til og hvað við eigum að gera með þetta.“ Kvótakerfið er hin undirliggjandi framvinda sögunnar? „Já, nota bene þá er þetta ekki mín hugmynd. Þau áttu þessa fífldjörfu hugmynd, Gísli, Björn Hlynur og Nína að gera sjónvarpsseríu um kvótakerfið. Sem hljómar nú bara eins og það sé búið að drepa partíið og verið að reka alla út.“ Nína Dögg Filippusdóttir á stórleik í Verbúð en á hugmyndina ásamt Gísla Erni og Birni Hlyni.skjáskot, Verbúð 5. þáttur Þau Gísli, Björn Hlynur og Nína, sem kennd eru við Vesturport, komu til Mikaels árið 2016 með þessa hugmynd og báðu hann um að leggja sér lið við handritið. Þannig að þetta hefur verið lengi í vinnslu. Drepa partíið? „Já. En við nánari umhugsun þá bara vá! Það er ekkert nema frábært drama tengt sjávarútveginum.“ Vesturport vinnur kraftaverk Hinar miklu og lofsamlegu viðtökur hafa komið Mikael á óvart. Eða bæði og. Hann sá ekki fyrir hversu vel Verbúð hefur vegnað í útlöndum. En sjónvarpsþættirnir hafa verið að vinna til virtra verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. „Mér finnst það ótrúlegt. Ég get vel skilið það með spennusögur, að þær geti fallið í kramið tilfallandi en að svona lókal saga verði universal, það kom mér á óvart. Ég verð að viðurkenna það. Þegar ég sá fyrstu klipp af þessu og sá hvað þetta var vel gert, sá stórleik Ingvars E, Gísla Arnar, Björns Hlyns, Nínu, Kristínar Þóru og fleiri, þá vissi maður að þetta hlyti að eiga vel upp á pallborðið meðal Íslendinga.“ Þó Mikael hafi framan af haft efasemdir um að verkefnið myndi höfða til fólks sá hann möguleikana í því. Og óð í verkið eins og að drepa naut. Eins og hann gerir. Nú, þegar þættirnir hafa litið dagsins ljós og fyrir liggur að þeir hafa slegið rækilega í gegn getur hann ekki annað en sett á mikla lofræðu um Vesturportshópinn. „Mér finnst þetta svo mikið afrek, ótrúlegt að þeim hafi tekist þetta. Þetta er períóða og þegar ég sá fyrsta þáttinn fannst mér þetta kraftaverk hjá þeim. Nú veit ég ekki hvað þau höfðu mikið fjármagn til að gera þetta en ég hefði haldið að það þyrfti talsvert meira fé en ég held að þau hafi haft úr að spila til að gera þetta með svona sannfærandi hætti. En það tókst. Eitt er að segja þessa sögu en ef þetta væri illa leikið, illa gert, þá væri þetta ekki að hafa svona mikil áhrif á fólk,“ segir Mikael og er hvergi spar á hrósið, sem hann er þó yfirleitt nískur á. „Það er áhugavert fyrir skáldsagnahöfund eins og mig að taka þátt í kvikmyndaverkefnum og sjónvarpsþáttagerð. Það krefst svo mikils samstarfs við fjölmarga. Minnir mig meira á þegar ég var að starfa á fjölmiðlum þar sem er samstarfsfólk og maður þarf að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Sem þarf ekki ef maður er að skrifa skáldsögu einn úti í horni.“ Sjónvarpsþættir hin nýja stóra skáldsaga Mikael heldur því fram að sjónvarpsþættir séu hin nýja skáldsaga. Sem leiðir til spurningarinnar: Hver er þá staða skáldsögunnar? „Hún er bara stödd með ljóðabókinni.“ Úbbs. Við hljótum að koma nánar að þessu, en síðar. Fyrst meira um Verbúðina sem Mikael segir ótrúleg forréttindi að hafa fengið að taka þátt í. Allir höfundar þrái að eiga í einhverskonar samtali við samtíma sinn með sínum verkum. Og nú eru það sjónvarpsþáttaseríurnar sem tali til fólks, ekki skáldsagan og varla kvikmyndin heldur þótt hún haldi betur velli. „Hvort sem er Wire, Sopranos … eða Verbúð. Held ég. Maður gæti ekki átt þetta samtal ef Verbúð væri skáldsaga. Þetta hefði ekki selst, því skáldsögur seljast illa. Þú hefðir ekki fengið lesendur. Og ekki náð jafn mörgum að borðinu. Það er fegurðin í þessu. Vesturport framleiðir og nær ekki bara mér að borðinu heldur allskonar fólki öðru, leikmyndahönnuðum, tökumönnum, búningafólki… allt í einu er þetta orðið stórt samstarfsverkefni og mér finnst það ótrúlegt. Kannski er það bara ég sem er svona rómantískur.“ Það er þá eitthvað nýtt að þú sért orðinn rómantískur, maður sem á sínum tíma var talinn svífast einskis sem ritstjóri eins alræmdasta götublaðs sem sögur fara af, DV uppúr síðustu aldamótum? „Jú, eða, ég er greinilega orðinn rómantískur. Núna. Kannski af því að það hjálpar mér sem höfundi að vera í samstarfi við aðra. Ég er hættur að vinna sem blaðamaður en það eina sem ég sakna þaðan er að vinna með öðru fólki; láta skora á mig og kalla fram eitthvað sem ég vissi ekki að væri í mér, tillitssemi og bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Það finnst mér frábært við að skrifa sjónvarpsþætti, hvað þá með öðrum. Það er ótrúlegt.“ Í síðasta þætti, þeim fimmta, er fjallað um umfangsmikil áfengiskaup ráðamanna. Fullur bílskúr og maður gæti haldið að þetta væru ýkjur í þágu dramatíkurinnar. En svo er þó ekki. Þetta er ekki úr lausu lofti gripið fremur en annað í þáttunum. Stjórnmálamenn og handhafar forsetavaldsins töldu það sjálfsagt að kaupa sér áfengi á kostnaðarverði, eða allt þar til fjölmiðlar fóru að skipta sér að því.timarit.is Sannar sögurnar sem finna má í Verbúðinni koma ekki bara af Timarit.is. Torfi skipstjóri, forfallinn alkóhólisti, drakk sig í hel. Eins og Torfi Geirmundsson faðir Mikaels. „Já, Torfi er skírður í höfuðið á pabba. En hann er einmitt af Hjaltalínsætt. Pabbi er Torfi Hjaltalín en hann var til sjós á sínum yngri árum.“ Fjársjóðurinn í kjallara DV Mikael segir að erfiðara geti reynst að leita uppruna sumra sagnanna en annarra. „Ég er eins og flestir rithöfundar með einhvers konar þráhyggjuröskun. Þegar ég var að byrja í blaðamennsku var í kjallaranum á DV við Þverholt að finna stórkostlegt safn. Búið var að binda inn alla árganga allra dagblaða sem gefin höfðu verið út á Íslandi í fallegt band.“ Mikael segist afar ungur að árum hafa fengið kvikmyndahandrit á heilann og öðlaðist góða leikni í vélritun því hann skrifaði upp heilu kvikmyndahandritin. Ákveðinn í að læra hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta var þegar ég var unglingur. Svo skrifaði ég Falskan fugl [fyrsta skáldsaga Mikaels] og Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson réðu mig sem blaðamann á DV, nánar tiltekið á Fókus.“ Þegar þetta er var nýbúið að finna upp internetið. „Þegar ég kom inn á þetta mikla safn hafði ég aldrei séð annað eins á ævi minni. Ég fór að taka upp á því að hafa með mér heim einhverja árganga af hinu og þessu blaðinu. Og las nánast mér til óbóta. Þetta er þegar öll blaðamennska á Íslandi var og er að verða svo frábær.“ Kom sér vel að liggja í blöðunum Mikael segir að fólk eigi það til að tala illa um Moggann, sem aldrei lýgur. Eða þannig. „Hann er frábært blað – líka, miklu betri blaðamennska en við eigum að venjast nú um stundir. Auðvitað er þarna pólitík sem var verið að rífast um, dægurþras þeirra tíma en þetta er ótrúlega vel skrifað. Og þarna birtist manni djúpur skilningur á samfélaginu sem maður býr í. Helgarpósturinn, Pressan, Morgunpósturinn, Eintak… þetta var geggjað stöff. Þegar við vorum að skrifa Verbúð komu brot upp í hugann, minningar um fréttir sem þarna var að finna og svo voru hæg heimatökin að slá því upp á timarit.is. Þá var ég aftur kominn í þessi blöð sem ég var svo mikill aðdáandi að og þekkti vel.“ Mikael rifjar til dæmis upp frétt sem hann fletti upp og rataði í þættina. Baksíðufrétt DV frá 15. desember 1988. Verbúð Síldarvinnslunnar í Neskaupstað: Prestur beðinn um hjálp vegna reimleika“. Enginn tilbúningur er að prestur hafi verið kallaður til og fenginn til að kveða niður illa anda í verbúð.timarit.is Öll þessi raunverulegu atvik sem tekin eru til kostanna lífga bæði upp á þættina og ljá þeim raunveruleikablæ þó ótrúleg og absúrd megi heita. Undir er svo kvótakerfið, tilurð þess sem þú segir að sé eins og að drepa partí? „Jú, en þá þarf að koma til hæfileiki blaðamannsins og svo okkar handritshöfundanna, Hlyns og Gísla, að taka eitthvað sem er ótrúlega flókið og einfalda það. Og blása um leið í það lífi. Þetta getur maður lært sem blaðamaður þegar þú færð kannski bara fimm línur til að segja efnislega frá tíu síðna skýrslu. Hvernig skrifar þú eina frétt um Rannsóknarskýrslu Alþingis? Þetta eru nokkur bindi. Mig minnir 2.500 síður. Hún snýst um bankahrunið. Hvernig ætlarðu að einfalda það og gera skiljanlegt?“ Sver af sér allar predikanir Þetta er hlutverk blaðamanna en það getur einnig orðið hlutverk handritshöfunda. Þegar einhver er tilbúinn að gera þá skýrslu um bankahrunið að sjónvarpsseríu og fólk tilbúið að horfa, þá gæti það orðið eitthvað. „Já, þú setur þig inn í efnið og kafar djúpt. En þú verður að finna leiðina til að þú drukknir ekki þar. Kaffærist og birtir bara heimildirnar þínar eins og dæmi eru um. Það er erfitt og getur reynst hættulegt að skapa list sem byggir á slíkum efnivið því hún getur orðið svo leiðinleg. Sem Verbúð er ekki. Sá er munurinn.“ Þegar Smári blaðamaður fór að snuðra neyðist Jón til að koma kassastæðum af áfengi sem hann hefur keypt á framleiðsluverði á einhvern öruggari stað en í bílskúrnum: 2160 flöskur, á 357.438 krónur, sem hefði kostað í 2.934,780 krónur yfir borðið í Ríkinu.skjáskot úr Verbúð, 5. þætti Mikael kallar þá Plató og Aristóteles, forngrísku hugsuðina, til dæmis. „Ef þú vilt bara vera með pólitíkina eins og Plató en ekkert drama eins og hjá Aristótelesi þá er hætt við að þú drukknir í pappír og leiðindum.“ Ók, allt er þetta nú voðalega gáfulegt en kvótakerfið er rauði þráðurinn, tilurð þess. Má þá ekki sjá þetta sem pólitískt verk? „Að mínu mati er ekkert verið að predika í þessu. Þetta er ekki hlutdrægt. Þetta er ekki hlutdræg frásögn. Kvótakerfið er vissulega umdeilt en þeir sem vilja sjá á því kost og galla, gagnrýna það, þeir skrifa skoðanagreinar. Í Verbúð er verið að segja sögu. Þetta er dramatísk sería.“ En þú ferð varla að sverja fyrir það að þættirnir geti reynst afhjúpandi hvað varðar þetta eilífðarinnar þrætuepli? „Neinei, ef vel tekst til. Þá vonandi fær Verbúðin fólk til að sjá kvótakerfið í skýrara ljósi. Og getur þá dregið sínar ályktanir af því.“ Jón er Framsóknarmaður eins og við öll Samþætting sjávarútvegs og stjórnmála er slík að vandséð er að pólitíkin sé eða hafi nokkru sinni verið hugsuð fyrir heildina. Þar ráða sérhagsmunir ferðinni. Jón Hjaltalín sjávarútvegsráðherra og hluthafi í Sæfangi er blanda af ýmsum stjórnmálamönnum. Mikael las ræður sem fluttar voru á Alþingi á þessum tíma og ræða sem Jón flytur í upphafi annars þáttar, hans maístjarna, er meðal annars fengin beint frá Jóhönnu Sigurðardóttur sem þá var í Alþýðuflokknum. Klippa: Ræða Jóns þingmanns í Verbúðinni „Textann má finna á althingi.is. Jóhanna er miklu betri ræðuhöfundur en til dæmis Steingrímur J. Sigfússon sem þó fékk oft einhver verðlaun fyrir framsögn sína, ræðumennsku í púltinu á Alþingi. Hann þótti meira „theater“. En efnislega er hann ekki hálfdrættingur á við Jóhönnu. Sem er miklu betri höfundur,“ segir Mikael sem nefnir að ekki bara sé hægt að ná taki á tíðarandanum á timarit.is heldur einnig á Alþingisvefnum; ef menn kafa nógu djúpt og/eða muna nógu langt aftur. Brot úr þrumuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur sem hún flutti 11.06.1985. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar gætu kannast við hendingar sem þar má finna.Althingi.is/skjáskot En Jóhanna er varla fyrirmynd Jóns? „Jón er dæmigerður. Ísland er lítið land og það eru allir tengdir. Fólk talar stundum um atvinnustjórnmálamenn en það er enginn á Íslandi eins og hann hafi stigið niður af himnum ósnertur og ótengdur. Maður ólst náttúrlega upp með Halldór Ásgrímsson sem sjávarútvegsráðherra. Hann og fleiri ráðherrar voru tengdir sjávarútvegsfyrirtækjum.“ Bíddu nú rólegur. Varla ber að skilja þig sem svo að Jón sé einhvers konar torkennileg blanda af Jóhönnu Sigurðardóttur og Halldóri Ásgrímssyni? „Hann er náttúrlega Framsóknarmaður. Framsóknarmennskan er blanda af fallegri samvinnuhugsjóninni og svo líka því að hafa í seinni tíð verið drifkraftur í nýfrjálshyggju á Íslandi. Ef Bubbi er þjóðarsálin, okkar innri maður, þá er Framsóknarflokkurinn stjórnmálaaflið okkar. Þar sameinast bæði þessi element sem gerir okkur að sérkennilegri þjóð. Við erum öll Bubbi í Framsóknarflokknum,“ segir Mikki og hlær þegar hann áttar sig á því hvert hugsunin og það að reyna að útskýra Jón hefur leitt hann, að hvaða niðurstöðu. Blindfullur 14 ára á verbúðinni Eins og áður sagði og gefur augaleið er ekki bara leitað fanga á timarit.is. Mikael segist styðjast við ýmsar frásagnir frá Grundarfirði þangað sem hann á ættir að rekja. „Ég kom á verbúð þar 1988. Bróðir minn var þar á verbúð. Þar var hellt í mig brennivíni. Ég var fjórtán. Svo var farið á ballstað. Þar var ekki þessi Susan í baði, hún var þá búin að leggja handklæðið á hilluna, heldur var þarna einhver fatafella. Hljómsveit og allt það. Susan baðar sig. Seinni hluta 8. áratugs tók Susan Íslendinga með trompi og fór um land allt og tróð upp. Menn höfðu aldrei séð annað eins. Blaðamönnum Vikunnar þótti þetta að vonum merkilegt og tóku viðtal við Susan 1978.timarit.is Ég var svo mikill krakki, drapst á verbúðinni eftir alveg hreint ævintýralegt fyllerí. Ég næ þannig lagað í skottið á þessu svakalega verbúðarlífi. Ég vona að þeir fyrirgefi mér frændur mínir á Grundarfirði að fyrirtæki þeirra hét einmitt Sæfang. Sem er reyndar nafn sem hver sem er gæti fundið uppá.“ Þá segist Mikael búa að sögum sem pabbi hans sagði honum. „Pabbi var á sjónum, hann var á varðskipunum en þar var bróðir minn líka, sá sem fór með mig á verðbúðarfylleríið. Þeir hafa sagt mér sögur. Ekki bara þessa með teininn sem fer í gegnum höndina á Einari og í andlitið á honum. En það er saga sem ég hef beint frá pabba, þeir á varðskipunum sóttu mann um borð í bát svo þeir gætu haldið áfram veiðum. Það eina sem karlarnir um borð gátu gert var að dæla í hann morfíni og hann lifði það alveg af.“ Klippa: Alvarlegt slys um borð í togaranum í Verbúðinni Mikael segir það hafa tíðkast að stjórnmálamenn hafi ekki hikað við að húkka far með þyrlunni. Þeir notuðu Landhelgisgæsluna nánast eins og prívat leigubíla. „Gæslan var oft að flytja einhverja, ferðir sem voru aldrei skráðar. Skipið þurfti kannski ekki að fara eitthvað en fór þangað samt, lagði lykkju á leið sína, til að skutla einhverjum Hannibalinum.“ Kvótakerfið okkar djúpa sár Þá bendir Mikael á að meðhöfundar hans hafi sannarlega komið með sitt í púkkið við handritsgerðina þannig að þetta er kollektívt og ýmsu blandað saman. Það breytir hins vegar ekki því að á þessum tíma, þegar kvótakerfið verður til, eru tilteknir stjórnmálamenn við völd. Sem bera ábyrgð á því að þessu kerfi er komið á? „Já, kvótakerfið er enn umdeilt. En mér finnst það koma vel í gegn í seríunni að vegurinn til heljar er varðaður góðum ásetningi. Fólk var að reyna að bjarga því sem bjargað varð og fór þessa leið.“ Þannig virðist það gjarnan vera á Íslandi, skítareddingar og lagasetningar sem eiga að taka á einhverjum tilteknum tímabundnum vanda og miðast við hagsmuni persóna og leikenda þess tíma. Svo sitjum við uppi með það fyrirkomulag út í hið óendanlega? Kvótakerfinu var í orði kveðnu komið á til að stemma stigu við ofveiði. Mikael hefur nóg að gera við að skrifa sjónvarpshandrit. Fyrir Viacom, StudioCanal og ZDF, svo eitthvað sé nefnt.Aðsend „Já,“ segir Mikael sem vill verjast fimlega og helst ekki gefa uppi neina afstöðu. Sem fer honum ekkert endilega vel. „Ók. Þetta er sorgarsaga fyrir marga. Og mikil uppgrip fyrir fáa. Er þetta ekki þannig? Þetta er sárið okkar, þessi mikla auðsöfnun og hvernig þetta fór með ýmsar byggðir á landinu. Það er ekkert launungarmál.“ Atburðirnir sem frá er greint eru yfirgengilegir en styðjast samt við sannar sögur. Almenningur er þá einatt í því að ofmeta greindarfar þeirra sem eru í valdastöðum? „Já, setur þá á stall. Og eitthvað svona.“ Þó Mikael vilji ekki sem höfundur leggja neitt að mörkum við túlkun á Verbúð hefur ekkert skort á að fjöldi manna hafi lagt út af þáttunum og sett í pólitískt og sögulegt samhengi. Nú þegar. Svo dæmi sé nefnt þá hefur Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, sem fjallað hefur lengi og mikið um fiskveiðistjórnunarkerfið sett þættina í samhengi. Í huga Þórðar Snæs er pólitísk skírskotun augljós. „Þegar hann [Jón Hjaltalín] og Harpa, persóna Nínu Daggar Filippusdóttur, renna saman í eitt ofan á skrifborðinu í fiskvinnslunni þá er sá samruni táknrænn fyrir helstu meinsemd íslensks samfélags: samruna sameiginlegra hagsmuna útgerðar og stjórnmála til að verja peninga og völd,“ skrifar viðskiptablaðamaðurinn Þórður Snær. Lofar því að Vesturport býður ekki upp á lausnina Rithöfundurinn Mikael veltir þessu umræðuefni, um skammtímalausnir sem við svo sitjum uppi með í allt öðru þjóðfélagi annars tíma, yfir í vangaveltur um þjóðarsál. Hvernig hún getur reynst mismunandi. „Nú bý ég í Þýskalandi. Við Íslendingar erum meira í hjartanu, viðbrögð okkar við ýmsu ráðast af tilfinningunum. Hér eru allir með Covid en dóttir okkar er í skólanum og allir rólegir. Það er enginn með tilfinningarnar í þessu. En á vinum mínum á Íslandi er helst að skilja að þar ríki fár, tilfinningar, smitskömm og hálfgerð hystería. Ég hef nú búið í hinum þýskumælandi heimi í á fjórða ár og þar eru menn meira uppi í höfðinu. Við erum alltaf að bregðast við frá þindinni. Verbúð er slík frásögn.“ Og því sem einu sinni hefur verið komið á, það er ekki nokkur leið að breyta þó tímarnir séu aðrir? „Ég get lofað þér því, við komum ekki með lausnina á því hvernig á að leysa úr þessari þraut. Við erum bara að segja söguna. Aristótelesi þótti frábært ef einhver teiknaði mynd af blómi, og það er list. Svo er Plató sem er að einhverju leyti fasískur og telur það hálfgildings úrkynjun að horfa á mynd af blómi þegar þú getur horft á blómið sjálft. Því yrði listamönnum úthýst úr hans fyrirmyndarríki. Við erum meira Aristóteles. Erum að teikna mynd af blóminu. Ekki að messa, það verður að vera hlutskipti þeirra sem eru meira Plató-megin í tilverunni.“ Vill ekki segja fólki hvernig það á að vera Mikael segist til að mynda hafa tekið út fyrir það að þurfa að skrifa leiðara í blaðamennsku- og ritstjóratíð sinni. Hann vildi fjalla um samfélagið og segja af því sögur. „Ég hef engan áhuga á að segja fólki hvernig það á að vera en ég hef mikinn áhuga á að skilja það. En það verður að vera í höndum annarra að segja til um hvernig fólk á að vera.“ Óhætt er að segja að þættirnir hafi slegið í gegn. Eini maðurinn sem hefur haft eitthvað út á þá að setja svo vigt sé í er Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi og jafnvel hann þurfti að kreista uppúr sér aðfinnslurnar. Og svo er auðvitað þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson sem móðgaðist fyrir hönd landsbyggðarinnar. Minna hefur orðið úr því en efni stóðu til. Mikael segir að þrátt fyrir allt þá hafi hann gert sér grein fyrir því að þarna væri eitthvað. Mikael og Sesar, hundur hans í skógargöngu í Þýskalandi.aðsend „Maður er búinn að gera margt og þekkir muninn. Þegar maður hittir á einhvern tón sem nær í gegn. Falskur fugl, þessar minningarbækur mínar, Njála eða Edda… þegar maður er að fást við eitthvað sem maður fær sterkt á tilfinninguna að hafi þessa skírskotun.“ Mikael segir að það sé bensín á vélina, þegar tekst með listaverkum að fá fólk til að spá og spekúlera og til að eiga í samræðum um samfélag sitt. „Þú veist hins vegar aldrei hvað getur orðið til þess. Íslendingar virðast tilbúnir í þetta samtal núna. Tímasetningin skiptir líka máli. Líklega hefði fólk ekki verið tilbúið að horfa á þessa Verbúð fyrir hrun. Það er önnur þjóð sem býr á Íslandi fyrir og eftir hrun.“ Er ekki allt að falla í sama hjólfarið? „Við erum breytt hvað gagnvart því hvaða sögur við viljum heyra. Að segja sögur fyrir hrun og eftir hrun er allt öðru vísi. Þjóðin hefur tapað sakleysi sínu og er tilbúið að leggja við eyru.“ Skáldsagan komin upp í hillu með ljóðinu Þjóðin er tilbúin að sjá og hlusta en ekki lesa. Að því er virðist. Mikael segir að sér hafi ekki dottið í hug að skrifa skáldsögu síðan 2009. „Ég skrifaði þessar sönnu sögur um mig og fjölskyldu mína,“ segir Mikael og er þá að tala um Týnd í paradís (2015), Syndafallið (2017) og Bréf til mömmu (2019). „Non-fiction“ sem hlaut góðar viðtökur. Síðan sneri hann sér að leikritagerð einkum í félagi við leikstjórann Þorleif Örn Arnarson. Mikael telur skáldsöguna eiga verulega undir högg að sækja, hún hefur misst klefann eins og vinsælt er að segja. Sjónvarpsþættir eru hin nýja stóra skáldsaga.Aðsend En nú er hann að hverfa inn í sjónvarpsblámann? „Það lítur út fyrir það. Heimurinn er breyttur. Svo hef ég bara meira gaman að því að vera í samstarfi við annað fólk. Covid kom og þar með botninn úr því að skrifa fyrir leikhús. Allt í einu fækkaði áhorfendum. Maður þarf að sjá fyrir sér og tekjur rithöfunda í leikhúsi eru prósentur af seldum miðum. Tekjur mínar, sem áttu að duga mér og fjölskyldu minni til framfærslu, fóru í núll.“ En þá var Mikael þegar farinn að skrifa fyrir kvikmyndagerðarfólk sem var að fást við sjónvarpsþáttagerð. Svo sem handrit af Valhalla Murders, eða Brot og nú hvolfast yfir hann verkefnin á því sviði. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkru sinni skrifa skáldsögu aftur. Ég er bara í því núna að skrifa fyrir sjónvarp. Reyndar eitt kvikmyndahandrit, hryllingsmynd fyrir StudioCanal. Annars er það bara sjónvarpið. Ég og Óttar M. Norðfjörð erum að skrifa stóra erlenda sjónvarpsseríu saman fyrir bandarískt stórfyrirtæki, Viacom. Svo er ég að klára handrit fyrir ZDF í Þýskalandi, sem er sería sem verður með Elmu Stefaníu eiginkonu minni í aðalhlutverki. Hún verður tekin upp á Íslandi og í Þýskalandi. Stórir framleiðendur bak við það verkefni. Og átta þátta lögguseríu fyrir ARD. Hún gerist í Berlín og hefur ekkert með Ísland að gera.“ Andarslitur skáldsögunnar? Í það minnsta á þínu heimili. Græturðu hana ekki? „Jú. Hún var stóra ástin í mínu lífi. Mín fyrrverandi. Nú er hún orðin eins og þegar ég var að rífast við pabba sem vildi alltaf að ég yrði ljóðskáld. Og ég sagði: Af hverju í andskotanum? Það les enginn ljóð nema þú og Ljóða-Valdi vinur þinn. Ég vildi verða skáldsagnahöfundur og eiga í samtali við þjóðina sem slíkur, skrifa eitthvað sem skipti máli og hreyfa við fólki. Svo endaði skáldsagan bara með ljóðinu. Og ég veit ekki hvað pabba myndi finnast um það?“ Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundatal Bókmenntir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01 Verbúðin Ísland Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi. 12. janúar 2022 11:30 Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56 Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
En þó persónuleg saga haldi áhorfendum við efnið er það ekki síður hin nostalgíska sýn sem kveikir í þjóðinni. Ísland á 9. áratugnum virðist vera algjör veisla. Sennilega hefur ekki verið fjallað meira um nokkra sjónvarpsþáttaröð aðra sem og Verbúð. Fjölmargar greinar hafa verið skrifaðar, spáð og spekúlerað, skeggrætt um hvað eigi sér samsvörun við raunverulega atburði. Hvað gerðist og hver er hver? Það kemur á daginn að sama hversu ótrúleg atvikin eru þá byggja þau flest ef ekki öll á einhverju sem raunverulega gerðist. Steingrímur Hermannsson þá forsætisráðherra sagaði af sér puttann, hann ræddi við heimspressuna á skýlunni einni fata, stjórnmálamenn húkkuðu sér far með Landhelgisgæslunni, þeir keyptu sér heilu kassastæðurnar af brennivíni, prestur var beðinn um hjálp vegna reimleika í verbúð Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað … þannig má lengi taka til dæmi. Mörgum þeim sem yngri eru þótti ótrúverðugt þegar forsætisráðherra stillti sér upp í viðtal í sundlauginni en þeir sem komnir eru til ára sinna muna það hins vegar vel þegar Steingrímur Hermannsson gerði sér lítið fyrir og mætti heimspressunni á sundskýlunni einni fata.timarit.is Eins og uppúr lélegum reyfara en allt hreina satt „Það er nú oft þannig með sannleikann að ef maður ætlaði sér að setja hann beint í skáldskap yrði maður rekinn heim með það sökum þess hversu ótrúverðugt og fjarstæðukennt það er,“ segir Mikael Torfason. Hann er handritshöfundur Verbúðarinnar ásamt þeim Gísla Erni Garðarssyni og Birni Hlyni Haraldssyni sem jafnframt leikstýra, framleiða og leika aðalhlutverkin með Nínu Dögg Filippusdóttur. Hugmyndin er að stytta sér leið og þýfga einn höfunda um það hvernig hitt og þetta lenti í handritinu? „Ef skáldsagnahöfundurinn Mikael hefði ætlað sér að troða þessu í skáldsögu væri það eins og lélegur brandari. Enginn myndi kaupa það en svona gerðust og gerast kaupin á eyrinni. Þetta er mikið til eins og upp úr lélegum reyfara. En allt er þetta sannleikanum samkvæmt,“ segir Mikael. Hér gegnir nefnilega öðru máli. Þetta er sjónvarp. Og það má fletta þessu flestu upp. Nútíma-Íslendingurinn, forframaður sem hann þykist vera orðinn, rekur upp stór augu. En þetta kemur heim og saman. Og elstu menn glotta við tönn. Mikael er nú búsettur í Berlín ásamt fjölskyldu sinni. Og keppist við að skrifa handrit að sjónvarpsþáttum fyrir umsvifamikla kvikmyndaframleiðendur. Hann segir að flest í Verbúð sé sannleikanum samkvæmt og byggi á heimildum. En þó megi ekki líta á þetta sem heimildaritgerð. Aðrir eru í því.aðsend Mikael segir ýmsa hafa bent á misræmi. Hittari með Hebba hafi komið út 1985 en ekki 1984 og sitthvað í þá veru. En það hafi í sjálfu sér ekkert gildi þó það geti verið ágætur samkvæmisleikur. Hann gerir ekki athugasemd við það, ekki í sjálfu sér. „Fólk má alveg mín vegna fetta fingur út í það að ískóla hafi ekki komið á markað fyrir en ári seinna en gert er ráð fyrir í þáttunum. Ég veit ekkert um það. En þá missa menn hugsanlega af stóru myndinni. Dramatísk framvinda verður að fá að ráða svo þetta sé gott sjónvarpsefni. Nema, og að því sögðu, þá er þarna ekkert sem ekki gerðist raunverulega. Þetta er vissulega fært í stílinn en styðst í flestu við heimildir og er að því miklu leyti til sannsögulegt.“ Símaskráin vonlaust verkfæri í þessu samhengi Mikael vill halda fyrirvörum til haga. Hann minnir að það hafi verið Guðbergur Bergsson sem benti á að Íslendingar vilji helst lesa skáldskap með símaskrá sér við hlið. Finna hið „raunverulega“ fólk í skáldskapnum. Þetta er hin ævisögulega bókmenntafræði sem hér hefur verið stunduð alla tíð: Þetta er þessi og önnur persóna þá annar. Mikael telur það ekki vænlegt við skoðun á þessum þáttum. Mikil eftirvænting er í loftinu, Skaupið er að hefjast.skjáskot, Verbúð 5. þáttur. „Þetta er blanda af mörgu. Þetta er ekki heimildaritgerð. Margir eiga slíkar sögur af Laxness. Að hann hafi farið á milli bæja, Björn í Veturhúsum er Bjartur í Sumarhúsum og svo framvegis. En ég er ekki viss um að það gagnist vel að horfa á þessa þætti með símaskrá sér við hlið,“ segir Mikael Torfason. Laxness var raunverulega að reyna að fjalla um hið íslenska samfélag sem hann bjó í. Reyna að finna út hvaða þjóð byggir þetta land. „Sumar fyrirmyndir eru augljóslega fyrir hendi. Ljósvíkingurinn, það vita allir um hvern Heimsljós er eða á hverju Laxness byggir. En það hins vegar girðir fyrir það að við sjáum stóru myndina sem er þá að Laxness notar þetta sem efnivið í það þegar hann er að reyna að skrifa hina stóru íslensku skáldsögu.“ Dramatíkin er í sjávarútveginum Mikael lætur sig ekki muna um að bera Verbúðina saman við Laxness og deplar ekki auga. Hann segist lengi hafa verið heillaður af „non fiction“ og heimildamyndum en það geti verið not fyrir skáldsöguna til að skilja samfélagið og hver við erum. „Allar þessar fræðigreinar sem hafa verið skrifaðar um kvótakerfið gagnast okkur ekki nema upp að ákveðnu marki. Við náum ekki að tengja. Við vitum ekkert hvernig þetta kom til og hvað við eigum að gera með þetta.“ Kvótakerfið er hin undirliggjandi framvinda sögunnar? „Já, nota bene þá er þetta ekki mín hugmynd. Þau áttu þessa fífldjörfu hugmynd, Gísli, Björn Hlynur og Nína að gera sjónvarpsseríu um kvótakerfið. Sem hljómar nú bara eins og það sé búið að drepa partíið og verið að reka alla út.“ Nína Dögg Filippusdóttir á stórleik í Verbúð en á hugmyndina ásamt Gísla Erni og Birni Hlyni.skjáskot, Verbúð 5. þáttur Þau Gísli, Björn Hlynur og Nína, sem kennd eru við Vesturport, komu til Mikaels árið 2016 með þessa hugmynd og báðu hann um að leggja sér lið við handritið. Þannig að þetta hefur verið lengi í vinnslu. Drepa partíið? „Já. En við nánari umhugsun þá bara vá! Það er ekkert nema frábært drama tengt sjávarútveginum.“ Vesturport vinnur kraftaverk Hinar miklu og lofsamlegu viðtökur hafa komið Mikael á óvart. Eða bæði og. Hann sá ekki fyrir hversu vel Verbúð hefur vegnað í útlöndum. En sjónvarpsþættirnir hafa verið að vinna til virtra verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. „Mér finnst það ótrúlegt. Ég get vel skilið það með spennusögur, að þær geti fallið í kramið tilfallandi en að svona lókal saga verði universal, það kom mér á óvart. Ég verð að viðurkenna það. Þegar ég sá fyrstu klipp af þessu og sá hvað þetta var vel gert, sá stórleik Ingvars E, Gísla Arnar, Björns Hlyns, Nínu, Kristínar Þóru og fleiri, þá vissi maður að þetta hlyti að eiga vel upp á pallborðið meðal Íslendinga.“ Þó Mikael hafi framan af haft efasemdir um að verkefnið myndi höfða til fólks sá hann möguleikana í því. Og óð í verkið eins og að drepa naut. Eins og hann gerir. Nú, þegar þættirnir hafa litið dagsins ljós og fyrir liggur að þeir hafa slegið rækilega í gegn getur hann ekki annað en sett á mikla lofræðu um Vesturportshópinn. „Mér finnst þetta svo mikið afrek, ótrúlegt að þeim hafi tekist þetta. Þetta er períóða og þegar ég sá fyrsta þáttinn fannst mér þetta kraftaverk hjá þeim. Nú veit ég ekki hvað þau höfðu mikið fjármagn til að gera þetta en ég hefði haldið að það þyrfti talsvert meira fé en ég held að þau hafi haft úr að spila til að gera þetta með svona sannfærandi hætti. En það tókst. Eitt er að segja þessa sögu en ef þetta væri illa leikið, illa gert, þá væri þetta ekki að hafa svona mikil áhrif á fólk,“ segir Mikael og er hvergi spar á hrósið, sem hann er þó yfirleitt nískur á. „Það er áhugavert fyrir skáldsagnahöfund eins og mig að taka þátt í kvikmyndaverkefnum og sjónvarpsþáttagerð. Það krefst svo mikils samstarfs við fjölmarga. Minnir mig meira á þegar ég var að starfa á fjölmiðlum þar sem er samstarfsfólk og maður þarf að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Sem þarf ekki ef maður er að skrifa skáldsögu einn úti í horni.“ Sjónvarpsþættir hin nýja stóra skáldsaga Mikael heldur því fram að sjónvarpsþættir séu hin nýja skáldsaga. Sem leiðir til spurningarinnar: Hver er þá staða skáldsögunnar? „Hún er bara stödd með ljóðabókinni.“ Úbbs. Við hljótum að koma nánar að þessu, en síðar. Fyrst meira um Verbúðina sem Mikael segir ótrúleg forréttindi að hafa fengið að taka þátt í. Allir höfundar þrái að eiga í einhverskonar samtali við samtíma sinn með sínum verkum. Og nú eru það sjónvarpsþáttaseríurnar sem tali til fólks, ekki skáldsagan og varla kvikmyndin heldur þótt hún haldi betur velli. „Hvort sem er Wire, Sopranos … eða Verbúð. Held ég. Maður gæti ekki átt þetta samtal ef Verbúð væri skáldsaga. Þetta hefði ekki selst, því skáldsögur seljast illa. Þú hefðir ekki fengið lesendur. Og ekki náð jafn mörgum að borðinu. Það er fegurðin í þessu. Vesturport framleiðir og nær ekki bara mér að borðinu heldur allskonar fólki öðru, leikmyndahönnuðum, tökumönnum, búningafólki… allt í einu er þetta orðið stórt samstarfsverkefni og mér finnst það ótrúlegt. Kannski er það bara ég sem er svona rómantískur.“ Það er þá eitthvað nýtt að þú sért orðinn rómantískur, maður sem á sínum tíma var talinn svífast einskis sem ritstjóri eins alræmdasta götublaðs sem sögur fara af, DV uppúr síðustu aldamótum? „Jú, eða, ég er greinilega orðinn rómantískur. Núna. Kannski af því að það hjálpar mér sem höfundi að vera í samstarfi við aðra. Ég er hættur að vinna sem blaðamaður en það eina sem ég sakna þaðan er að vinna með öðru fólki; láta skora á mig og kalla fram eitthvað sem ég vissi ekki að væri í mér, tillitssemi og bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Það finnst mér frábært við að skrifa sjónvarpsþætti, hvað þá með öðrum. Það er ótrúlegt.“ Í síðasta þætti, þeim fimmta, er fjallað um umfangsmikil áfengiskaup ráðamanna. Fullur bílskúr og maður gæti haldið að þetta væru ýkjur í þágu dramatíkurinnar. En svo er þó ekki. Þetta er ekki úr lausu lofti gripið fremur en annað í þáttunum. Stjórnmálamenn og handhafar forsetavaldsins töldu það sjálfsagt að kaupa sér áfengi á kostnaðarverði, eða allt þar til fjölmiðlar fóru að skipta sér að því.timarit.is Sannar sögurnar sem finna má í Verbúðinni koma ekki bara af Timarit.is. Torfi skipstjóri, forfallinn alkóhólisti, drakk sig í hel. Eins og Torfi Geirmundsson faðir Mikaels. „Já, Torfi er skírður í höfuðið á pabba. En hann er einmitt af Hjaltalínsætt. Pabbi er Torfi Hjaltalín en hann var til sjós á sínum yngri árum.“ Fjársjóðurinn í kjallara DV Mikael segir að erfiðara geti reynst að leita uppruna sumra sagnanna en annarra. „Ég er eins og flestir rithöfundar með einhvers konar þráhyggjuröskun. Þegar ég var að byrja í blaðamennsku var í kjallaranum á DV við Þverholt að finna stórkostlegt safn. Búið var að binda inn alla árganga allra dagblaða sem gefin höfðu verið út á Íslandi í fallegt band.“ Mikael segist afar ungur að árum hafa fengið kvikmyndahandrit á heilann og öðlaðist góða leikni í vélritun því hann skrifaði upp heilu kvikmyndahandritin. Ákveðinn í að læra hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta var þegar ég var unglingur. Svo skrifaði ég Falskan fugl [fyrsta skáldsaga Mikaels] og Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson réðu mig sem blaðamann á DV, nánar tiltekið á Fókus.“ Þegar þetta er var nýbúið að finna upp internetið. „Þegar ég kom inn á þetta mikla safn hafði ég aldrei séð annað eins á ævi minni. Ég fór að taka upp á því að hafa með mér heim einhverja árganga af hinu og þessu blaðinu. Og las nánast mér til óbóta. Þetta er þegar öll blaðamennska á Íslandi var og er að verða svo frábær.“ Kom sér vel að liggja í blöðunum Mikael segir að fólk eigi það til að tala illa um Moggann, sem aldrei lýgur. Eða þannig. „Hann er frábært blað – líka, miklu betri blaðamennska en við eigum að venjast nú um stundir. Auðvitað er þarna pólitík sem var verið að rífast um, dægurþras þeirra tíma en þetta er ótrúlega vel skrifað. Og þarna birtist manni djúpur skilningur á samfélaginu sem maður býr í. Helgarpósturinn, Pressan, Morgunpósturinn, Eintak… þetta var geggjað stöff. Þegar við vorum að skrifa Verbúð komu brot upp í hugann, minningar um fréttir sem þarna var að finna og svo voru hæg heimatökin að slá því upp á timarit.is. Þá var ég aftur kominn í þessi blöð sem ég var svo mikill aðdáandi að og þekkti vel.“ Mikael rifjar til dæmis upp frétt sem hann fletti upp og rataði í þættina. Baksíðufrétt DV frá 15. desember 1988. Verbúð Síldarvinnslunnar í Neskaupstað: Prestur beðinn um hjálp vegna reimleika“. Enginn tilbúningur er að prestur hafi verið kallaður til og fenginn til að kveða niður illa anda í verbúð.timarit.is Öll þessi raunverulegu atvik sem tekin eru til kostanna lífga bæði upp á þættina og ljá þeim raunveruleikablæ þó ótrúleg og absúrd megi heita. Undir er svo kvótakerfið, tilurð þess sem þú segir að sé eins og að drepa partí? „Jú, en þá þarf að koma til hæfileiki blaðamannsins og svo okkar handritshöfundanna, Hlyns og Gísla, að taka eitthvað sem er ótrúlega flókið og einfalda það. Og blása um leið í það lífi. Þetta getur maður lært sem blaðamaður þegar þú færð kannski bara fimm línur til að segja efnislega frá tíu síðna skýrslu. Hvernig skrifar þú eina frétt um Rannsóknarskýrslu Alþingis? Þetta eru nokkur bindi. Mig minnir 2.500 síður. Hún snýst um bankahrunið. Hvernig ætlarðu að einfalda það og gera skiljanlegt?“ Sver af sér allar predikanir Þetta er hlutverk blaðamanna en það getur einnig orðið hlutverk handritshöfunda. Þegar einhver er tilbúinn að gera þá skýrslu um bankahrunið að sjónvarpsseríu og fólk tilbúið að horfa, þá gæti það orðið eitthvað. „Já, þú setur þig inn í efnið og kafar djúpt. En þú verður að finna leiðina til að þú drukknir ekki þar. Kaffærist og birtir bara heimildirnar þínar eins og dæmi eru um. Það er erfitt og getur reynst hættulegt að skapa list sem byggir á slíkum efnivið því hún getur orðið svo leiðinleg. Sem Verbúð er ekki. Sá er munurinn.“ Þegar Smári blaðamaður fór að snuðra neyðist Jón til að koma kassastæðum af áfengi sem hann hefur keypt á framleiðsluverði á einhvern öruggari stað en í bílskúrnum: 2160 flöskur, á 357.438 krónur, sem hefði kostað í 2.934,780 krónur yfir borðið í Ríkinu.skjáskot úr Verbúð, 5. þætti Mikael kallar þá Plató og Aristóteles, forngrísku hugsuðina, til dæmis. „Ef þú vilt bara vera með pólitíkina eins og Plató en ekkert drama eins og hjá Aristótelesi þá er hætt við að þú drukknir í pappír og leiðindum.“ Ók, allt er þetta nú voðalega gáfulegt en kvótakerfið er rauði þráðurinn, tilurð þess. Má þá ekki sjá þetta sem pólitískt verk? „Að mínu mati er ekkert verið að predika í þessu. Þetta er ekki hlutdrægt. Þetta er ekki hlutdræg frásögn. Kvótakerfið er vissulega umdeilt en þeir sem vilja sjá á því kost og galla, gagnrýna það, þeir skrifa skoðanagreinar. Í Verbúð er verið að segja sögu. Þetta er dramatísk sería.“ En þú ferð varla að sverja fyrir það að þættirnir geti reynst afhjúpandi hvað varðar þetta eilífðarinnar þrætuepli? „Neinei, ef vel tekst til. Þá vonandi fær Verbúðin fólk til að sjá kvótakerfið í skýrara ljósi. Og getur þá dregið sínar ályktanir af því.“ Jón er Framsóknarmaður eins og við öll Samþætting sjávarútvegs og stjórnmála er slík að vandséð er að pólitíkin sé eða hafi nokkru sinni verið hugsuð fyrir heildina. Þar ráða sérhagsmunir ferðinni. Jón Hjaltalín sjávarútvegsráðherra og hluthafi í Sæfangi er blanda af ýmsum stjórnmálamönnum. Mikael las ræður sem fluttar voru á Alþingi á þessum tíma og ræða sem Jón flytur í upphafi annars þáttar, hans maístjarna, er meðal annars fengin beint frá Jóhönnu Sigurðardóttur sem þá var í Alþýðuflokknum. Klippa: Ræða Jóns þingmanns í Verbúðinni „Textann má finna á althingi.is. Jóhanna er miklu betri ræðuhöfundur en til dæmis Steingrímur J. Sigfússon sem þó fékk oft einhver verðlaun fyrir framsögn sína, ræðumennsku í púltinu á Alþingi. Hann þótti meira „theater“. En efnislega er hann ekki hálfdrættingur á við Jóhönnu. Sem er miklu betri höfundur,“ segir Mikael sem nefnir að ekki bara sé hægt að ná taki á tíðarandanum á timarit.is heldur einnig á Alþingisvefnum; ef menn kafa nógu djúpt og/eða muna nógu langt aftur. Brot úr þrumuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur sem hún flutti 11.06.1985. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar gætu kannast við hendingar sem þar má finna.Althingi.is/skjáskot En Jóhanna er varla fyrirmynd Jóns? „Jón er dæmigerður. Ísland er lítið land og það eru allir tengdir. Fólk talar stundum um atvinnustjórnmálamenn en það er enginn á Íslandi eins og hann hafi stigið niður af himnum ósnertur og ótengdur. Maður ólst náttúrlega upp með Halldór Ásgrímsson sem sjávarútvegsráðherra. Hann og fleiri ráðherrar voru tengdir sjávarútvegsfyrirtækjum.“ Bíddu nú rólegur. Varla ber að skilja þig sem svo að Jón sé einhvers konar torkennileg blanda af Jóhönnu Sigurðardóttur og Halldóri Ásgrímssyni? „Hann er náttúrlega Framsóknarmaður. Framsóknarmennskan er blanda af fallegri samvinnuhugsjóninni og svo líka því að hafa í seinni tíð verið drifkraftur í nýfrjálshyggju á Íslandi. Ef Bubbi er þjóðarsálin, okkar innri maður, þá er Framsóknarflokkurinn stjórnmálaaflið okkar. Þar sameinast bæði þessi element sem gerir okkur að sérkennilegri þjóð. Við erum öll Bubbi í Framsóknarflokknum,“ segir Mikki og hlær þegar hann áttar sig á því hvert hugsunin og það að reyna að útskýra Jón hefur leitt hann, að hvaða niðurstöðu. Blindfullur 14 ára á verbúðinni Eins og áður sagði og gefur augaleið er ekki bara leitað fanga á timarit.is. Mikael segist styðjast við ýmsar frásagnir frá Grundarfirði þangað sem hann á ættir að rekja. „Ég kom á verbúð þar 1988. Bróðir minn var þar á verbúð. Þar var hellt í mig brennivíni. Ég var fjórtán. Svo var farið á ballstað. Þar var ekki þessi Susan í baði, hún var þá búin að leggja handklæðið á hilluna, heldur var þarna einhver fatafella. Hljómsveit og allt það. Susan baðar sig. Seinni hluta 8. áratugs tók Susan Íslendinga með trompi og fór um land allt og tróð upp. Menn höfðu aldrei séð annað eins. Blaðamönnum Vikunnar þótti þetta að vonum merkilegt og tóku viðtal við Susan 1978.timarit.is Ég var svo mikill krakki, drapst á verbúðinni eftir alveg hreint ævintýralegt fyllerí. Ég næ þannig lagað í skottið á þessu svakalega verbúðarlífi. Ég vona að þeir fyrirgefi mér frændur mínir á Grundarfirði að fyrirtæki þeirra hét einmitt Sæfang. Sem er reyndar nafn sem hver sem er gæti fundið uppá.“ Þá segist Mikael búa að sögum sem pabbi hans sagði honum. „Pabbi var á sjónum, hann var á varðskipunum en þar var bróðir minn líka, sá sem fór með mig á verðbúðarfylleríið. Þeir hafa sagt mér sögur. Ekki bara þessa með teininn sem fer í gegnum höndina á Einari og í andlitið á honum. En það er saga sem ég hef beint frá pabba, þeir á varðskipunum sóttu mann um borð í bát svo þeir gætu haldið áfram veiðum. Það eina sem karlarnir um borð gátu gert var að dæla í hann morfíni og hann lifði það alveg af.“ Klippa: Alvarlegt slys um borð í togaranum í Verbúðinni Mikael segir það hafa tíðkast að stjórnmálamenn hafi ekki hikað við að húkka far með þyrlunni. Þeir notuðu Landhelgisgæsluna nánast eins og prívat leigubíla. „Gæslan var oft að flytja einhverja, ferðir sem voru aldrei skráðar. Skipið þurfti kannski ekki að fara eitthvað en fór þangað samt, lagði lykkju á leið sína, til að skutla einhverjum Hannibalinum.“ Kvótakerfið okkar djúpa sár Þá bendir Mikael á að meðhöfundar hans hafi sannarlega komið með sitt í púkkið við handritsgerðina þannig að þetta er kollektívt og ýmsu blandað saman. Það breytir hins vegar ekki því að á þessum tíma, þegar kvótakerfið verður til, eru tilteknir stjórnmálamenn við völd. Sem bera ábyrgð á því að þessu kerfi er komið á? „Já, kvótakerfið er enn umdeilt. En mér finnst það koma vel í gegn í seríunni að vegurinn til heljar er varðaður góðum ásetningi. Fólk var að reyna að bjarga því sem bjargað varð og fór þessa leið.“ Þannig virðist það gjarnan vera á Íslandi, skítareddingar og lagasetningar sem eiga að taka á einhverjum tilteknum tímabundnum vanda og miðast við hagsmuni persóna og leikenda þess tíma. Svo sitjum við uppi með það fyrirkomulag út í hið óendanlega? Kvótakerfinu var í orði kveðnu komið á til að stemma stigu við ofveiði. Mikael hefur nóg að gera við að skrifa sjónvarpshandrit. Fyrir Viacom, StudioCanal og ZDF, svo eitthvað sé nefnt.Aðsend „Já,“ segir Mikael sem vill verjast fimlega og helst ekki gefa uppi neina afstöðu. Sem fer honum ekkert endilega vel. „Ók. Þetta er sorgarsaga fyrir marga. Og mikil uppgrip fyrir fáa. Er þetta ekki þannig? Þetta er sárið okkar, þessi mikla auðsöfnun og hvernig þetta fór með ýmsar byggðir á landinu. Það er ekkert launungarmál.“ Atburðirnir sem frá er greint eru yfirgengilegir en styðjast samt við sannar sögur. Almenningur er þá einatt í því að ofmeta greindarfar þeirra sem eru í valdastöðum? „Já, setur þá á stall. Og eitthvað svona.“ Þó Mikael vilji ekki sem höfundur leggja neitt að mörkum við túlkun á Verbúð hefur ekkert skort á að fjöldi manna hafi lagt út af þáttunum og sett í pólitískt og sögulegt samhengi. Nú þegar. Svo dæmi sé nefnt þá hefur Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, sem fjallað hefur lengi og mikið um fiskveiðistjórnunarkerfið sett þættina í samhengi. Í huga Þórðar Snæs er pólitísk skírskotun augljós. „Þegar hann [Jón Hjaltalín] og Harpa, persóna Nínu Daggar Filippusdóttur, renna saman í eitt ofan á skrifborðinu í fiskvinnslunni þá er sá samruni táknrænn fyrir helstu meinsemd íslensks samfélags: samruna sameiginlegra hagsmuna útgerðar og stjórnmála til að verja peninga og völd,“ skrifar viðskiptablaðamaðurinn Þórður Snær. Lofar því að Vesturport býður ekki upp á lausnina Rithöfundurinn Mikael veltir þessu umræðuefni, um skammtímalausnir sem við svo sitjum uppi með í allt öðru þjóðfélagi annars tíma, yfir í vangaveltur um þjóðarsál. Hvernig hún getur reynst mismunandi. „Nú bý ég í Þýskalandi. Við Íslendingar erum meira í hjartanu, viðbrögð okkar við ýmsu ráðast af tilfinningunum. Hér eru allir með Covid en dóttir okkar er í skólanum og allir rólegir. Það er enginn með tilfinningarnar í þessu. En á vinum mínum á Íslandi er helst að skilja að þar ríki fár, tilfinningar, smitskömm og hálfgerð hystería. Ég hef nú búið í hinum þýskumælandi heimi í á fjórða ár og þar eru menn meira uppi í höfðinu. Við erum alltaf að bregðast við frá þindinni. Verbúð er slík frásögn.“ Og því sem einu sinni hefur verið komið á, það er ekki nokkur leið að breyta þó tímarnir séu aðrir? „Ég get lofað þér því, við komum ekki með lausnina á því hvernig á að leysa úr þessari þraut. Við erum bara að segja söguna. Aristótelesi þótti frábært ef einhver teiknaði mynd af blómi, og það er list. Svo er Plató sem er að einhverju leyti fasískur og telur það hálfgildings úrkynjun að horfa á mynd af blómi þegar þú getur horft á blómið sjálft. Því yrði listamönnum úthýst úr hans fyrirmyndarríki. Við erum meira Aristóteles. Erum að teikna mynd af blóminu. Ekki að messa, það verður að vera hlutskipti þeirra sem eru meira Plató-megin í tilverunni.“ Vill ekki segja fólki hvernig það á að vera Mikael segist til að mynda hafa tekið út fyrir það að þurfa að skrifa leiðara í blaðamennsku- og ritstjóratíð sinni. Hann vildi fjalla um samfélagið og segja af því sögur. „Ég hef engan áhuga á að segja fólki hvernig það á að vera en ég hef mikinn áhuga á að skilja það. En það verður að vera í höndum annarra að segja til um hvernig fólk á að vera.“ Óhætt er að segja að þættirnir hafi slegið í gegn. Eini maðurinn sem hefur haft eitthvað út á þá að setja svo vigt sé í er Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi og jafnvel hann þurfti að kreista uppúr sér aðfinnslurnar. Og svo er auðvitað þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson sem móðgaðist fyrir hönd landsbyggðarinnar. Minna hefur orðið úr því en efni stóðu til. Mikael segir að þrátt fyrir allt þá hafi hann gert sér grein fyrir því að þarna væri eitthvað. Mikael og Sesar, hundur hans í skógargöngu í Þýskalandi.aðsend „Maður er búinn að gera margt og þekkir muninn. Þegar maður hittir á einhvern tón sem nær í gegn. Falskur fugl, þessar minningarbækur mínar, Njála eða Edda… þegar maður er að fást við eitthvað sem maður fær sterkt á tilfinninguna að hafi þessa skírskotun.“ Mikael segir að það sé bensín á vélina, þegar tekst með listaverkum að fá fólk til að spá og spekúlera og til að eiga í samræðum um samfélag sitt. „Þú veist hins vegar aldrei hvað getur orðið til þess. Íslendingar virðast tilbúnir í þetta samtal núna. Tímasetningin skiptir líka máli. Líklega hefði fólk ekki verið tilbúið að horfa á þessa Verbúð fyrir hrun. Það er önnur þjóð sem býr á Íslandi fyrir og eftir hrun.“ Er ekki allt að falla í sama hjólfarið? „Við erum breytt hvað gagnvart því hvaða sögur við viljum heyra. Að segja sögur fyrir hrun og eftir hrun er allt öðru vísi. Þjóðin hefur tapað sakleysi sínu og er tilbúið að leggja við eyru.“ Skáldsagan komin upp í hillu með ljóðinu Þjóðin er tilbúin að sjá og hlusta en ekki lesa. Að því er virðist. Mikael segir að sér hafi ekki dottið í hug að skrifa skáldsögu síðan 2009. „Ég skrifaði þessar sönnu sögur um mig og fjölskyldu mína,“ segir Mikael og er þá að tala um Týnd í paradís (2015), Syndafallið (2017) og Bréf til mömmu (2019). „Non-fiction“ sem hlaut góðar viðtökur. Síðan sneri hann sér að leikritagerð einkum í félagi við leikstjórann Þorleif Örn Arnarson. Mikael telur skáldsöguna eiga verulega undir högg að sækja, hún hefur misst klefann eins og vinsælt er að segja. Sjónvarpsþættir eru hin nýja stóra skáldsaga.Aðsend En nú er hann að hverfa inn í sjónvarpsblámann? „Það lítur út fyrir það. Heimurinn er breyttur. Svo hef ég bara meira gaman að því að vera í samstarfi við annað fólk. Covid kom og þar með botninn úr því að skrifa fyrir leikhús. Allt í einu fækkaði áhorfendum. Maður þarf að sjá fyrir sér og tekjur rithöfunda í leikhúsi eru prósentur af seldum miðum. Tekjur mínar, sem áttu að duga mér og fjölskyldu minni til framfærslu, fóru í núll.“ En þá var Mikael þegar farinn að skrifa fyrir kvikmyndagerðarfólk sem var að fást við sjónvarpsþáttagerð. Svo sem handrit af Valhalla Murders, eða Brot og nú hvolfast yfir hann verkefnin á því sviði. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkru sinni skrifa skáldsögu aftur. Ég er bara í því núna að skrifa fyrir sjónvarp. Reyndar eitt kvikmyndahandrit, hryllingsmynd fyrir StudioCanal. Annars er það bara sjónvarpið. Ég og Óttar M. Norðfjörð erum að skrifa stóra erlenda sjónvarpsseríu saman fyrir bandarískt stórfyrirtæki, Viacom. Svo er ég að klára handrit fyrir ZDF í Þýskalandi, sem er sería sem verður með Elmu Stefaníu eiginkonu minni í aðalhlutverki. Hún verður tekin upp á Íslandi og í Þýskalandi. Stórir framleiðendur bak við það verkefni. Og átta þátta lögguseríu fyrir ARD. Hún gerist í Berlín og hefur ekkert með Ísland að gera.“ Andarslitur skáldsögunnar? Í það minnsta á þínu heimili. Græturðu hana ekki? „Jú. Hún var stóra ástin í mínu lífi. Mín fyrrverandi. Nú er hún orðin eins og þegar ég var að rífast við pabba sem vildi alltaf að ég yrði ljóðskáld. Og ég sagði: Af hverju í andskotanum? Það les enginn ljóð nema þú og Ljóða-Valdi vinur þinn. Ég vildi verða skáldsagnahöfundur og eiga í samtali við þjóðina sem slíkur, skrifa eitthvað sem skipti máli og hreyfa við fólki. Svo endaði skáldsagan bara með ljóðinu. Og ég veit ekki hvað pabba myndi finnast um það?“
Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundatal Bókmenntir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01 Verbúðin Ísland Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi. 12. janúar 2022 11:30 Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56 Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01
Verbúðin Ísland Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi. 12. janúar 2022 11:30
Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins Verbúðin er einn fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Nordisk Film & TV Fond verðlaunar árlega það besta í handritagerð fyrir dramaþáttaraðir. 15. desember 2021 09:56
Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43