Rútuferðir Airport Direct ekki almenningssamgöngur og ættu að rukka vask Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:57 Airport Direct hefur hingað til ekki innheimt vask af rútumiðunum. Vísir/Vilhelm Rútuferðir Airport Direct milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur teljast ekki til almenningssamganga að mati Skattsins. Rútufyrirtækið hefur undanfarin ár ekki innheimt virðisaukaskatt af farmiðasölunni ólíkt keppinautunum. Flugrútan sem Kynnisferðir reka og Airport Express á vegum Gray Line innheimta 11 prósent vsk af sínum farmiðum. Eftir því sem næst verður komist veita fyrirtækin sömu þjónustu, sem er akstur með farþega milli flugstöðvarinnar og Reykjavíkur. Vegna virðisaukaskattsleysisins hjá Airport Direct eru fargjöld Flugrútunnar og Airport Express hærri en hjá Airport Direct en bæði Flugrúturnar og Airport Express fá minna í sinn hlut vegna virðisaukaskattsins sem það innheimtir og skilar í ríkissjóð. Forsvarsmenn Flugrútunnar kvörtuðu árið 2020 til Ríkisskattstjóra vegna þessa og óskuðu eftir umsögn um það hvort sætaferðir frá Keflavíkurflugvelli væru undanþegnar virðisaukaskatti eða ekki. Fram kemur í frétt Túrista.is að Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, segi í dag að eftir athugun á málinu sé það niðurstaða Skattsins að ferðirnar sem um ræðir flokkist ekki sem almenningssamgöngur. Ekki sé þó hægt að segja til um næstu skref málsins. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að Kynnisferðir hefðu metið það svo að flugvallaaksturinn teldist ekki til almenningssamganga. „Við höfum metið það svo að þetta bæri okkur að gera. Þegar og eftir að Hópferðabílar fóru inn í virðisaukaskattskerfið 2016, en fyrir þann tíma var akstur hópferðabíla undanþeginn eins og leigubílar sem eru ekki í vsk kerfinu. En, eftir 2016 fórum við inn í vsk kerfið og höfum verið með allan okkar rekstur inni í því kerfi, sem snýr að rútuakstri,“ sagði Björn. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Flugrútan sem Kynnisferðir reka og Airport Express á vegum Gray Line innheimta 11 prósent vsk af sínum farmiðum. Eftir því sem næst verður komist veita fyrirtækin sömu þjónustu, sem er akstur með farþega milli flugstöðvarinnar og Reykjavíkur. Vegna virðisaukaskattsleysisins hjá Airport Direct eru fargjöld Flugrútunnar og Airport Express hærri en hjá Airport Direct en bæði Flugrúturnar og Airport Express fá minna í sinn hlut vegna virðisaukaskattsins sem það innheimtir og skilar í ríkissjóð. Forsvarsmenn Flugrútunnar kvörtuðu árið 2020 til Ríkisskattstjóra vegna þessa og óskuðu eftir umsögn um það hvort sætaferðir frá Keflavíkurflugvelli væru undanþegnar virðisaukaskatti eða ekki. Fram kemur í frétt Túrista.is að Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, segi í dag að eftir athugun á málinu sé það niðurstaða Skattsins að ferðirnar sem um ræðir flokkist ekki sem almenningssamgöngur. Ekki sé þó hægt að segja til um næstu skref málsins. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að Kynnisferðir hefðu metið það svo að flugvallaaksturinn teldist ekki til almenningssamganga. „Við höfum metið það svo að þetta bæri okkur að gera. Þegar og eftir að Hópferðabílar fóru inn í virðisaukaskattskerfið 2016, en fyrir þann tíma var akstur hópferðabíla undanþeginn eins og leigubílar sem eru ekki í vsk kerfinu. En, eftir 2016 fórum við inn í vsk kerfið og höfum verið með allan okkar rekstur inni í því kerfi, sem snýr að rútuakstri,“ sagði Björn.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira