Björgvin: Þetta var mikið sjokk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 13:58 Þetta var líklega svekkjandi endir á góðu móti hjá Bjögga. vísir/getty „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Þetta var mikið sjokk og viðbúið að kæmi inn í liðið þó svo maður átti aldrei von á að fá þetta sjálfur. Fókusinn alltaf á verkefninu og því sjokk þegar tíðindin komu. Maður verður að snúa því við og líta á jákvæðu tíðindin því við erum með frábæra leikmenn sem geta bakkað okkur upp.“ Sóttvarnir á hóteli landsliðsins hafa því miður ekki verið alveg upp á tíu. Yfir því var kvartað snemma en aðstæðum var ekki hægt að breyta. „Maður er alltaf að pæla í hvaða þetta kom en þetta er hjá öllum liðum sem segir mikið um sóttvarnirnar á hótelinu og í kringum leikina. Það er líka ekkert auðvelt að halda svona mót á þessum tímum þar sem þetta afbrigði er frekar óútreiknanlegt.“ Markvörðurinn frábæri getur ekki neitað því að það sé afar sérstakt að vera fastur inn á herbergi og mega ekki hitta félaga sína sem eiga að spila á eftir. „Sérstaklega vegna þess að við höfum verið í búbblu frá áramótunum. Við höfum haldið í léttleikann, húmorinn og grínið,“ segir Björgvin en herbergisfélagi hans, Ólafur Andrés Guðmundsson, smitaðist líka og var svo færður í annað herbergi. „Nú er ég bara einn og er að reyna að finna mér eitthvað til dundurs. Búinn að snúa herberginu við og snúa rúminu hans Óla upp á kant til að fá meira pláss.“ Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þá er jákvæðnin sterkari en svekkelsið hjá markverðinum. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá svíður þetta ekkert of mikið. Ég er sáttur við það sem ég náði að gera. Fyrir mína arftaka þá er tækifæri núna fyrir þá og vonandi stígur Viktor Gísli upp strax í kvöld. Ég trúi ekki á tilviljanir þannig að ég sendi þeim pepp í gegnum myndbönd og reyna að halda í gleðina. Ég er hérna fyrir þá líka og íslensku þjóðina þó svo það sé leiðinlegt að geta ekki verið með.“ Klippa: Björgvin brattur í einangrun EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Þetta var mikið sjokk og viðbúið að kæmi inn í liðið þó svo maður átti aldrei von á að fá þetta sjálfur. Fókusinn alltaf á verkefninu og því sjokk þegar tíðindin komu. Maður verður að snúa því við og líta á jákvæðu tíðindin því við erum með frábæra leikmenn sem geta bakkað okkur upp.“ Sóttvarnir á hóteli landsliðsins hafa því miður ekki verið alveg upp á tíu. Yfir því var kvartað snemma en aðstæðum var ekki hægt að breyta. „Maður er alltaf að pæla í hvaða þetta kom en þetta er hjá öllum liðum sem segir mikið um sóttvarnirnar á hótelinu og í kringum leikina. Það er líka ekkert auðvelt að halda svona mót á þessum tímum þar sem þetta afbrigði er frekar óútreiknanlegt.“ Markvörðurinn frábæri getur ekki neitað því að það sé afar sérstakt að vera fastur inn á herbergi og mega ekki hitta félaga sína sem eiga að spila á eftir. „Sérstaklega vegna þess að við höfum verið í búbblu frá áramótunum. Við höfum haldið í léttleikann, húmorinn og grínið,“ segir Björgvin en herbergisfélagi hans, Ólafur Andrés Guðmundsson, smitaðist líka og var svo færður í annað herbergi. „Nú er ég bara einn og er að reyna að finna mér eitthvað til dundurs. Búinn að snúa herberginu við og snúa rúminu hans Óla upp á kant til að fá meira pláss.“ Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þá er jákvæðnin sterkari en svekkelsið hjá markverðinum. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá svíður þetta ekkert of mikið. Ég er sáttur við það sem ég náði að gera. Fyrir mína arftaka þá er tækifæri núna fyrir þá og vonandi stígur Viktor Gísli upp strax í kvöld. Ég trúi ekki á tilviljanir þannig að ég sendi þeim pepp í gegnum myndbönd og reyna að halda í gleðina. Ég er hérna fyrir þá líka og íslensku þjóðina þó svo það sé leiðinlegt að geta ekki verið með.“ Klippa: Björgvin brattur í einangrun
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira