Stór flóðbylgja skall á eyjunum og þykkt öskulag liggur nú þar yfir. Vélin er á vegum nýsjálenska hersins og tókst henni að lenda eftir að eyjaskeggjar höfðu rutt flugbrautina sem var hulin öskulagi. Fleiri vélar eru á leiðinni og nokkur herskip einnig, frá Nýja Sjálandi og Ástralíu.
BBC segir frá því að askan og sjórinn sem hafi gengið yfir eyjarnar hafi mengað nær allt drykkjarvatn á svæðinu og því ríði á að koma nauðsynjum til íbúanna.
Vitað er að þrír hið minnsta hafi farist þegar flóðbylgjan skall á og þá eru fjarskipti í skötulíki eftir að bilun varð á sæstreng í hamförunum. Nokkrar vikur gæti tengið að koma sambandi á á nýjan leik.