Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2022 08:09 „Á íslensku má alltaf finna svar“ og það á ekki síður að eiga við um táknmál eins og talmál. Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls. Orðin fjögur eru „eikynhneigð“, „kynsegin“, „kvár“ og „stálp“. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að „Hýryrði„ hafi á síðustu árum verið reglulegur viðburður. Um sé að ræða samkeppni þar sem auglýst hafi verið eftir íslenskum orðum fyrir hugtök sem þegar eru til á erlendum tungumálum og orðum sem hefur vantað í tungumálið. Eikynhneigð og kvár eru meðal nýrra hýryrða. „Í ár viljum við beina sjónum að öðru opinberu tungumáli á Íslandi, íslensku táknmáli, og höfum við gengið til samstarfs við málnefnd um íslenskt táknmál um að halda Hýr tákn. Í þetta fyrsta skipti sem þessi nýyrðasamkeppni er haldin verður leitað að táknum fyrir fjögur hinsegin orð: eikynhneigð, kvár, stálp, og kynsegin,“ segir í tilkynningunni. Tekið verður á móti tillögum á myndbandsformi en fulltrúi málnefndar mun endursegja táknin á myndbandi sem berast mun dómnefnd til að tryggja nafnleynd höfunda táknanna. Dómnefndin verður skipuð fulltrúa Félags heyrnarlausra, fulltrúa málnefndar um íslenskt táknmál og einstakling sem tilheyrir bæði hinsegin og döff samfélaginu. Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“. Hinsegin Táknmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Orðin fjögur eru „eikynhneigð“, „kynsegin“, „kvár“ og „stálp“. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að „Hýryrði„ hafi á síðustu árum verið reglulegur viðburður. Um sé að ræða samkeppni þar sem auglýst hafi verið eftir íslenskum orðum fyrir hugtök sem þegar eru til á erlendum tungumálum og orðum sem hefur vantað í tungumálið. Eikynhneigð og kvár eru meðal nýrra hýryrða. „Í ár viljum við beina sjónum að öðru opinberu tungumáli á Íslandi, íslensku táknmáli, og höfum við gengið til samstarfs við málnefnd um íslenskt táknmál um að halda Hýr tákn. Í þetta fyrsta skipti sem þessi nýyrðasamkeppni er haldin verður leitað að táknum fyrir fjögur hinsegin orð: eikynhneigð, kvár, stálp, og kynsegin,“ segir í tilkynningunni. Tekið verður á móti tillögum á myndbandsformi en fulltrúi málnefndar mun endursegja táknin á myndbandi sem berast mun dómnefnd til að tryggja nafnleynd höfunda táknanna. Dómnefndin verður skipuð fulltrúa Félags heyrnarlausra, fulltrúa málnefndar um íslenskt táknmál og einstakling sem tilheyrir bæði hinsegin og döff samfélaginu. Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“.
Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“.
Hinsegin Táknmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira