Hyggjast keyra ferð á Danaleik áfram: „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2022 20:02 Strákarnir okkar fögnuðu sigrinum á Ungverjum vel og innilega í gær. EPA-EFE/Tamas Kovacs Heimsferðir og Úrval Útsýn hyggjast „keyra þetta áfram“ og halda áfram sölu á ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta sem fer fram á morgun. Ferðin var ákveðin með skömmum fyrirvara en áhugi er mikill. Karlalandsliðið vann frækinn sigur á heimamönnum í græ og hefur unnið alla þrjá leiki sína á mótinu. Stuðningshópur landsliðsins í stúkunni er litríkur og kátt á hjalla enda hafa úrslitin verið vonum framar. Þegar sala hófst hjá Heimsferðum og Úrvali Útsýn í morgun voru 186 miðar til en vélin flýgur til Ungverjalands klukkan 11 í fyrramálið. Verðið er í kringum 100 þúsund krónur á mann en innifalið er flug báðar leiðir, ferðataska og handfarangur, íslensk fararstjórn, miði á leikinn, gisting á fjögurra stjörnu hóteli með morgunmat og svo heimflug síðdegis á föstudag. „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást en við ætlum bara að taka áhættu - þó að það sé ekki tryggð afkoma - því við viljum endilega að strákarnir fái þann stuðning sem þeir eiga skilið. Þannig við ætlum bara að keyra þetta áfram og bóka í kvöld og fram á nótt á meðan miðar eru til,“ segir Hörður Hilmarsson íþróttastjóri hjá Úrval Útsýn. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, er bjartsýn og segir að salan sé í fullum gangi. Vel hafi gengið en enn eru einhverjir miðar eftir á leikinn. „Þetta miðast ágætlega. Það eru enn þá sæti laus og við erum bara á fullu hérna fram eftir kvöldi af því að við ákváðum þetta með stuttum fyrirvara. Þannig að búðin er bara opin fram á nótt,“ segir Þórunn hress og bætir við að starfsfólk sé í keppnisskapi. EM karla í handbolta 2022 Ferðalög Tengdar fréttir 186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14 Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu. 19. janúar 2022 08:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Karlalandsliðið vann frækinn sigur á heimamönnum í græ og hefur unnið alla þrjá leiki sína á mótinu. Stuðningshópur landsliðsins í stúkunni er litríkur og kátt á hjalla enda hafa úrslitin verið vonum framar. Þegar sala hófst hjá Heimsferðum og Úrvali Útsýn í morgun voru 186 miðar til en vélin flýgur til Ungverjalands klukkan 11 í fyrramálið. Verðið er í kringum 100 þúsund krónur á mann en innifalið er flug báðar leiðir, ferðataska og handfarangur, íslensk fararstjórn, miði á leikinn, gisting á fjögurra stjörnu hóteli með morgunmat og svo heimflug síðdegis á föstudag. „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást en við ætlum bara að taka áhættu - þó að það sé ekki tryggð afkoma - því við viljum endilega að strákarnir fái þann stuðning sem þeir eiga skilið. Þannig við ætlum bara að keyra þetta áfram og bóka í kvöld og fram á nótt á meðan miðar eru til,“ segir Hörður Hilmarsson íþróttastjóri hjá Úrval Útsýn. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, er bjartsýn og segir að salan sé í fullum gangi. Vel hafi gengið en enn eru einhverjir miðar eftir á leikinn. „Þetta miðast ágætlega. Það eru enn þá sæti laus og við erum bara á fullu hérna fram eftir kvöldi af því að við ákváðum þetta með stuttum fyrirvara. Þannig að búðin er bara opin fram á nótt,“ segir Þórunn hress og bætir við að starfsfólk sé í keppnisskapi.
EM karla í handbolta 2022 Ferðalög Tengdar fréttir 186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14 Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu. 19. janúar 2022 08:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14
Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu. 19. janúar 2022 08:45