Útlendingar upplifi Covid-flutninga sem niðurlægingu Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2022 16:23 Erlendum gestum þykir það heldur niðurlægjandi þegar bíllinn sem flytur þá á sóttvarnarhótel, kyrfilega merktur Covid-farþegaflutningar, eru stopp á ljósum og aðrir vegfarendur mæla þá út. vísir/vilhelm Sigtryggur Arnar Magnússon leigubílstjóri hjá City Taxi segist hafa komist að því, í samtölum við farþega sína, að þeir telja sig smánaða með því að vera fluttir í einangrun með kyrfilega merktum covid-bílum. „Já, þetta er „skemmtilegt“ sjónarhorn sem ég hef fengið frá útlendingum sem ég hef verið að keyra eftir einangrun. Þau eru öll sammála um eitt, og skilja ekki í því hvernig það megi vera þegar þau hafa fengið Covid hér á Íslandi og þau keyrð á sóttvarnarhótel: Þá kemur bíll að sækja þau og á bílnum stendur stórum stöfum: Covid farþegaflutningar!“ Ljósmyndari Vísis rakst á einn slíkan bíl, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér ofar, en þetta eru bílar á vegum Gray Line, og ekki fer hjá þeim sem sér að þar er verið að ferja covid-sýkta einstaklinga. Sigtryggur hjá City Taxi. Hann kemst að einu og öðru forvitnilegu þegar hann rabbar við farþega sína.vísir/vilhelm „Af hverju þarf þetta að vera svona,“ spyr Sigtryggur sem ekki áttar sig á tilgangi með svo áberandi merkingu á bíl sem fer þessara erinda. Hann segir að farþegarnir lýsi því sem sérlega niðurlægjandi reynslu, þegar bílarnir eru til að mynda stopp á ljósum, þegar forvitin augu annarra vegfarenda mæli farþegana út. „Annars eru þau öll ánægð með að þetta sé allt frítt en upplifa mikla niðurlægingu í þessu.“ Önnur saga sem Sigtryggur hefur eftir þessum tilteknu farþegum sínum er að maturinn sem Covid-hótelin bjóði uppá hljóti að koma frá spítalanum. „Hann er alltaf kaldur þegar hann kemur. Kínverjarnir borðuðu aldrei matinn, gátu það ekki. Þetta er erfið aðstaða því ekki er vel séð að verið sé að panta mat utan frá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Leigubílar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
„Já, þetta er „skemmtilegt“ sjónarhorn sem ég hef fengið frá útlendingum sem ég hef verið að keyra eftir einangrun. Þau eru öll sammála um eitt, og skilja ekki í því hvernig það megi vera þegar þau hafa fengið Covid hér á Íslandi og þau keyrð á sóttvarnarhótel: Þá kemur bíll að sækja þau og á bílnum stendur stórum stöfum: Covid farþegaflutningar!“ Ljósmyndari Vísis rakst á einn slíkan bíl, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér ofar, en þetta eru bílar á vegum Gray Line, og ekki fer hjá þeim sem sér að þar er verið að ferja covid-sýkta einstaklinga. Sigtryggur hjá City Taxi. Hann kemst að einu og öðru forvitnilegu þegar hann rabbar við farþega sína.vísir/vilhelm „Af hverju þarf þetta að vera svona,“ spyr Sigtryggur sem ekki áttar sig á tilgangi með svo áberandi merkingu á bíl sem fer þessara erinda. Hann segir að farþegarnir lýsi því sem sérlega niðurlægjandi reynslu, þegar bílarnir eru til að mynda stopp á ljósum, þegar forvitin augu annarra vegfarenda mæli farþegana út. „Annars eru þau öll ánægð með að þetta sé allt frítt en upplifa mikla niðurlægingu í þessu.“ Önnur saga sem Sigtryggur hefur eftir þessum tilteknu farþegum sínum er að maturinn sem Covid-hótelin bjóði uppá hljóti að koma frá spítalanum. „Hann er alltaf kaldur þegar hann kemur. Kínverjarnir borðuðu aldrei matinn, gátu það ekki. Þetta er erfið aðstaða því ekki er vel séð að verið sé að panta mat utan frá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Leigubílar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira