Útlendingar upplifi Covid-flutninga sem niðurlægingu Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2022 16:23 Erlendum gestum þykir það heldur niðurlægjandi þegar bíllinn sem flytur þá á sóttvarnarhótel, kyrfilega merktur Covid-farþegaflutningar, eru stopp á ljósum og aðrir vegfarendur mæla þá út. vísir/vilhelm Sigtryggur Arnar Magnússon leigubílstjóri hjá City Taxi segist hafa komist að því, í samtölum við farþega sína, að þeir telja sig smánaða með því að vera fluttir í einangrun með kyrfilega merktum covid-bílum. „Já, þetta er „skemmtilegt“ sjónarhorn sem ég hef fengið frá útlendingum sem ég hef verið að keyra eftir einangrun. Þau eru öll sammála um eitt, og skilja ekki í því hvernig það megi vera þegar þau hafa fengið Covid hér á Íslandi og þau keyrð á sóttvarnarhótel: Þá kemur bíll að sækja þau og á bílnum stendur stórum stöfum: Covid farþegaflutningar!“ Ljósmyndari Vísis rakst á einn slíkan bíl, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér ofar, en þetta eru bílar á vegum Gray Line, og ekki fer hjá þeim sem sér að þar er verið að ferja covid-sýkta einstaklinga. Sigtryggur hjá City Taxi. Hann kemst að einu og öðru forvitnilegu þegar hann rabbar við farþega sína.vísir/vilhelm „Af hverju þarf þetta að vera svona,“ spyr Sigtryggur sem ekki áttar sig á tilgangi með svo áberandi merkingu á bíl sem fer þessara erinda. Hann segir að farþegarnir lýsi því sem sérlega niðurlægjandi reynslu, þegar bílarnir eru til að mynda stopp á ljósum, þegar forvitin augu annarra vegfarenda mæli farþegana út. „Annars eru þau öll ánægð með að þetta sé allt frítt en upplifa mikla niðurlægingu í þessu.“ Önnur saga sem Sigtryggur hefur eftir þessum tilteknu farþegum sínum er að maturinn sem Covid-hótelin bjóði uppá hljóti að koma frá spítalanum. „Hann er alltaf kaldur þegar hann kemur. Kínverjarnir borðuðu aldrei matinn, gátu það ekki. Þetta er erfið aðstaða því ekki er vel séð að verið sé að panta mat utan frá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Leigubílar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
„Já, þetta er „skemmtilegt“ sjónarhorn sem ég hef fengið frá útlendingum sem ég hef verið að keyra eftir einangrun. Þau eru öll sammála um eitt, og skilja ekki í því hvernig það megi vera þegar þau hafa fengið Covid hér á Íslandi og þau keyrð á sóttvarnarhótel: Þá kemur bíll að sækja þau og á bílnum stendur stórum stöfum: Covid farþegaflutningar!“ Ljósmyndari Vísis rakst á einn slíkan bíl, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér ofar, en þetta eru bílar á vegum Gray Line, og ekki fer hjá þeim sem sér að þar er verið að ferja covid-sýkta einstaklinga. Sigtryggur hjá City Taxi. Hann kemst að einu og öðru forvitnilegu þegar hann rabbar við farþega sína.vísir/vilhelm „Af hverju þarf þetta að vera svona,“ spyr Sigtryggur sem ekki áttar sig á tilgangi með svo áberandi merkingu á bíl sem fer þessara erinda. Hann segir að farþegarnir lýsi því sem sérlega niðurlægjandi reynslu, þegar bílarnir eru til að mynda stopp á ljósum, þegar forvitin augu annarra vegfarenda mæli farþegana út. „Annars eru þau öll ánægð með að þetta sé allt frítt en upplifa mikla niðurlægingu í þessu.“ Önnur saga sem Sigtryggur hefur eftir þessum tilteknu farþegum sínum er að maturinn sem Covid-hótelin bjóði uppá hljóti að koma frá spítalanum. „Hann er alltaf kaldur þegar hann kemur. Kínverjarnir borðuðu aldrei matinn, gátu það ekki. Þetta er erfið aðstaða því ekki er vel séð að verið sé að panta mat utan frá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Leigubílar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira