Samfélagssáttmáli, er það raunhæft? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 12:31 Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur. Við vitum að við getum miklu meira en okkur hefði grunað, við vitum að við komumst miklu lengra en við töldum mögulegt, við vitum að við getum staðið saman í gegnum ótrúlegustu aðstæður, við vitum að með því að trúa á betri tíð þá höldum við áfram, skref fyrir skref. Svo kemur þessi nýjasti skellur, sem fólk hreinlega upplifir sem rothögg. Þá koma spurningar eins og, hversu mikið lengur? Hvað á ég að segja starfsfólkinu? Viðskiptavinum? Bankanum? Hvernig get ég endurskipulagt endurskipulagða planið mitt í óteljandi skiptið? Það er búið að biðja fólk í ákveðnum atvinnugreinum, langflestum sem tilheyra greinum innan ferðaþjónustu að þetta sé alveg að verða búið, bara ein lokun og svo sjáist fyrir endann á þessu. Núna, ca óteljandi aðgerðum síðar þá sér ekki fyrir endann á neinu og algjör óvissa framundan. Það þarf því að koma sér saman um sanngjarnar aðgerðir til handa þessum fyrirtækjum og fólki sem hefur aleiguna sína undir í rekstri til þess að geta byggt upp að nýju. Það þarf samfélagssáttmála um að uppbygging og endurræsing geti átt sér stað séu forsendur fyrir slíku fyrir hendi. Sáttmálinn þarf að taka til þess að mismunandi sviðsmyndir geti komið til. Fyrirsjáanleiki í eins miklu óvissu ástandi og uppi er núna er allra besta forvörn og fjárfesting sem hið opinbera og bankastofnanir geta gripið til núna. Í þessum sáttmála gæti m.a. komið fram: Stuðningslánum til fyrirtækja sem voru í heilbrigðum rekstri fyrir Covid 19 fá lánum breytt í styrk (heilbrigðan rekstur þarf að skilgreina nánar og líta til áranna 2017-2019) Stjórnvöld haldi áfram með aðgerðir sem hafa gagnast vel fram að þessu, s.s. hlutabótaleið, ráðningastyrki og hefjum störf. Viðspyrnustyrki þarf að framlengja í réttu samhengi við framtíðarhorfur, langtímastefnumótun fyrirtækjanna og heilbrigði rekstrar fyrir heimsfaraldur. Sveigjanleiki í lengingum og endurfjármögnun lána frá lánastofnunum og slíkt sé gert með langtíma fjárfestingu og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Skoða lán frá ferðaábyrgðasjóði m.t.t raunhæfi á endurgreiðslutímabili, stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og rekstrarhæfi til lengri tíma. Til að njóta góðs að stuðningsaðgerðum hins opinbera og bankastofnanna mættu viðkomandi aðilar í staðinn gera ríkari kröfur til fyrirtækja um að hafa ekki einungis rekstaráætlanir í Iagi heldur hefja undirbúning eða sýna fram á að þau stundi ábyrgan rekstur, hafi umhverfis og sjálfbærnistefnur, séu með vottuð gæðakerfi og eða vinni að inneiðingu slíkra verkefna með markvissum og óyggjandi hætti. Nýta ætti tímann núna til að aðstoða fyrirtæki sem þess þurfa, með öllum hætti til þess að innleiða nýsköpun, vörþróun, gæðamál og breytta viðskiptahætti í takti við nýja tíma. Ef við ætlum að standa uppi sem samkeppnishæf atvinnugrein í lok þessa heimsfaraldurs þá verðum við að fá súrefni til að standa aðeins lengur í fæturna. Þannig munum við ekki bara lifa af heldur geta átt möguleika á að lifa raunverulega. Ferðaþjónusta er í miklum meirihluta lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem aðilum hefur tekist að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu í fjölbreyttum störfum sem allsstaðar, um allt land, hefur glætt samfélögin lífi og gert daglegt líf okkar svo miklu ríkara af menningu og gæða þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur. Við vitum að við getum miklu meira en okkur hefði grunað, við vitum að við komumst miklu lengra en við töldum mögulegt, við vitum að við getum staðið saman í gegnum ótrúlegustu aðstæður, við vitum að með því að trúa á betri tíð þá höldum við áfram, skref fyrir skref. Svo kemur þessi nýjasti skellur, sem fólk hreinlega upplifir sem rothögg. Þá koma spurningar eins og, hversu mikið lengur? Hvað á ég að segja starfsfólkinu? Viðskiptavinum? Bankanum? Hvernig get ég endurskipulagt endurskipulagða planið mitt í óteljandi skiptið? Það er búið að biðja fólk í ákveðnum atvinnugreinum, langflestum sem tilheyra greinum innan ferðaþjónustu að þetta sé alveg að verða búið, bara ein lokun og svo sjáist fyrir endann á þessu. Núna, ca óteljandi aðgerðum síðar þá sér ekki fyrir endann á neinu og algjör óvissa framundan. Það þarf því að koma sér saman um sanngjarnar aðgerðir til handa þessum fyrirtækjum og fólki sem hefur aleiguna sína undir í rekstri til þess að geta byggt upp að nýju. Það þarf samfélagssáttmála um að uppbygging og endurræsing geti átt sér stað séu forsendur fyrir slíku fyrir hendi. Sáttmálinn þarf að taka til þess að mismunandi sviðsmyndir geti komið til. Fyrirsjáanleiki í eins miklu óvissu ástandi og uppi er núna er allra besta forvörn og fjárfesting sem hið opinbera og bankastofnanir geta gripið til núna. Í þessum sáttmála gæti m.a. komið fram: Stuðningslánum til fyrirtækja sem voru í heilbrigðum rekstri fyrir Covid 19 fá lánum breytt í styrk (heilbrigðan rekstur þarf að skilgreina nánar og líta til áranna 2017-2019) Stjórnvöld haldi áfram með aðgerðir sem hafa gagnast vel fram að þessu, s.s. hlutabótaleið, ráðningastyrki og hefjum störf. Viðspyrnustyrki þarf að framlengja í réttu samhengi við framtíðarhorfur, langtímastefnumótun fyrirtækjanna og heilbrigði rekstrar fyrir heimsfaraldur. Sveigjanleiki í lengingum og endurfjármögnun lána frá lánastofnunum og slíkt sé gert með langtíma fjárfestingu og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Skoða lán frá ferðaábyrgðasjóði m.t.t raunhæfi á endurgreiðslutímabili, stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og rekstrarhæfi til lengri tíma. Til að njóta góðs að stuðningsaðgerðum hins opinbera og bankastofnanna mættu viðkomandi aðilar í staðinn gera ríkari kröfur til fyrirtækja um að hafa ekki einungis rekstaráætlanir í Iagi heldur hefja undirbúning eða sýna fram á að þau stundi ábyrgan rekstur, hafi umhverfis og sjálfbærnistefnur, séu með vottuð gæðakerfi og eða vinni að inneiðingu slíkra verkefna með markvissum og óyggjandi hætti. Nýta ætti tímann núna til að aðstoða fyrirtæki sem þess þurfa, með öllum hætti til þess að innleiða nýsköpun, vörþróun, gæðamál og breytta viðskiptahætti í takti við nýja tíma. Ef við ætlum að standa uppi sem samkeppnishæf atvinnugrein í lok þessa heimsfaraldurs þá verðum við að fá súrefni til að standa aðeins lengur í fæturna. Þannig munum við ekki bara lifa af heldur geta átt möguleika á að lifa raunverulega. Ferðaþjónusta er í miklum meirihluta lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem aðilum hefur tekist að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu í fjölbreyttum störfum sem allsstaðar, um allt land, hefur glætt samfélögin lífi og gert daglegt líf okkar svo miklu ríkara af menningu og gæða þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun