Danir taka tvítuga grænlenska skyttu með sér á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 13:30 Ukaleq Astri Slettemark segist keppa fyrir bæði Grænland og Danmörku á leikunum í Peking. Instagram/@ukaleqastri Danir fjölmenna á Vetrarólympíuleikana í Peking í næsta mánuði og nú er það staðfest að grænlensk skíðaskotfimikona verður í danska Ólympíuhópnum í ár. Ukaleq Astri Slettemark mun keppa fyrir Dani á leikunum en Alþjóðaólympíunefndin viðurkennir ekki Grænland sem keppnisþjóð og teljast keppendur þaðan vera frá Danmörku. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur. Det danske OL-hold vokser Skiskytten Ukaleq Slettemark er klar til OL - som atlet nummer 62 på holdet til Beijing — Henrik Liniger (@linigerDR) January 18, 2022 Umrædd Ukaleq Slettemark er stolt af því að keppa fyrir bæði Danmörku og Grænland á Ólympíuleikunum. „Ég er rosalega stolt af því að keppa fyrir hönd konungsríkisins og fyrir danska fánann, fyrir bæði Grænland og Danmörku,“ sagði Ukaleq. Ukaleq er fædd í september 2001 og er því tvítug. Hún vann gullverðlaun á HM unglinga árið 2019 í 10 kílómetra göngu en endaði í 65. sæti á HM fullorðinna í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Ukaleq Astri Slettemark (@ukaleqastri) Foreldrar hennar voru bæði skíðaskotfimifólk. Faðir hennar Øystein keppti á Ólympíuleikunum 2010 og móðir hennar Uiloq keppti á HM 2012. Slettemark verður ein af minnsta kosti 62 keppendum Dana á leikunum í Peking. „Þetta er það stærsta sem þú getur gert sem íþróttamaður af því að Ólympíuleikarnir eru bara á fjögurra ára fresti. Ég fær því ekki mörg tækifæri á ferlinum. Ólympíuleikarnir eru toppurinn fyrir alla. Það hlakka allir til leikanna og allir eru að reyna að vera í besta formi lífsins,“ sagði Ukaleq. Vetrarólympíuleikarnir hefjast 5. febrúar næstkomandi og standa til 20. febrúar. Trying to hold back tears during the national anthem of Greenland, Astri Ukaliq Slettemark struggled to describe her happiness after her win #YJWCH19 pic.twitter.com/Ab9JjGTwIA— IBU Junior Cup (@IBU_Junior) January 27, 2019 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Grænland Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Ukaleq Astri Slettemark mun keppa fyrir Dani á leikunum en Alþjóðaólympíunefndin viðurkennir ekki Grænland sem keppnisþjóð og teljast keppendur þaðan vera frá Danmörku. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur. Det danske OL-hold vokser Skiskytten Ukaleq Slettemark er klar til OL - som atlet nummer 62 på holdet til Beijing — Henrik Liniger (@linigerDR) January 18, 2022 Umrædd Ukaleq Slettemark er stolt af því að keppa fyrir bæði Danmörku og Grænland á Ólympíuleikunum. „Ég er rosalega stolt af því að keppa fyrir hönd konungsríkisins og fyrir danska fánann, fyrir bæði Grænland og Danmörku,“ sagði Ukaleq. Ukaleq er fædd í september 2001 og er því tvítug. Hún vann gullverðlaun á HM unglinga árið 2019 í 10 kílómetra göngu en endaði í 65. sæti á HM fullorðinna í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Ukaleq Astri Slettemark (@ukaleqastri) Foreldrar hennar voru bæði skíðaskotfimifólk. Faðir hennar Øystein keppti á Ólympíuleikunum 2010 og móðir hennar Uiloq keppti á HM 2012. Slettemark verður ein af minnsta kosti 62 keppendum Dana á leikunum í Peking. „Þetta er það stærsta sem þú getur gert sem íþróttamaður af því að Ólympíuleikarnir eru bara á fjögurra ára fresti. Ég fær því ekki mörg tækifæri á ferlinum. Ólympíuleikarnir eru toppurinn fyrir alla. Það hlakka allir til leikanna og allir eru að reyna að vera í besta formi lífsins,“ sagði Ukaleq. Vetrarólympíuleikarnir hefjast 5. febrúar næstkomandi og standa til 20. febrúar. Trying to hold back tears during the national anthem of Greenland, Astri Ukaliq Slettemark struggled to describe her happiness after her win #YJWCH19 pic.twitter.com/Ab9JjGTwIA— IBU Junior Cup (@IBU_Junior) January 27, 2019
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Grænland Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira