Domus-barnalæknar fluttir í Kópavog: „Bílastæðavandinn er eiginlega úr sögunni“ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 13:44 Viðar Eðvarðsson, læknir hjá Domus barnalæknum, segir það muna miklu að allir læknar séu nú á sömu hæðinni. Aðsend/Vísir/Vilhelm „Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er eiginlega úr sögunni.“ Þetta segir Viðar Eðvarðsson, barnalæknir hjá Domus, en barnalæknarnir fluttu um áramótin úr Domus Medica við Egilsgötu í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Viðar segir að flutningurinn hafi gengið sérstaklega vel. „Við gátum hafið starfsemina að morgni mánudagsins 3. janúar og var þá búið að setja upp tölvukerfi og svo framvegis. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Háls-, nef- og eyrnalæknarnir eru sömuleiðis fluttir inn líkt og rannsóknastofan Sameind. Það eru því allir læknarnir búnir að hefja störf á nýja staðnum.“ Hann segir um mikla breytingu að ræða að læknarnir séu nú allir á sömu hæðinni. Það auðveldi öll innbyrðis samskipti þeirra á milli. „Menn leita náttúrlega mikið ráða hver hjá öðrum um fagleg málefni. Þetta er mjög frjótt umhverfi; að hafa læknana alla á sömu hæðinni. Það gefur líka auga leið að það er auðveldara fyrir fólk að vita hvert það á að fara, þegar allir eru nú á sama staðnum. Síðan eru lækningastofurnar rúmbetri, gólfefni og tækjakostur nýr og þannig mætti áfram telja.“ Í sólskinsskapi Viðar segir að aðgengi að nýja húsinu sé líka mjög gott og raunar mun betra en á gamla staðnum við Egilsgötu. „Hér er bílakjallari sem er náttúrulega mjög gott fyrir barnafólk. Það fer þá bara upp á fimmtu hæð með lyftunni. Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er því eiginlega úr sögunni. Fólk er yfir sig hrifið og hefur flest verið í sólskinsskapi þegar það hefur komið hingað á nýja staðinn.“ Greint var frá því síðasta sumar að til stæði að Domus Medica yrði lokað um áramótin. Við það tilefni sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, að íslenskt ráðherraræði væri að fara illa með lýðræðið. „Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ sagði Jón Gauti. Hluti vandans væri að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins væru óskýr. „Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ sagði hann einnig. 75 sérfræðingar myndu færa sig um set, hætta eða stofna sínar eigin læknastöðvar. Þeirra á meðal er starfstöð barnalæknanna í Urðarhvarfi. Viðar segir enn óljóst hvað verði um gamla húsið – Domus Medica við Egilsgötu. Húsið sé enn óselt og því óráðstafað. Röntgen Domus og heimilislæknar halda óbreyttri starfsemi í húsinu samkvæmt því sem fram kemur á vef Domus. Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þetta segir Viðar Eðvarðsson, barnalæknir hjá Domus, en barnalæknarnir fluttu um áramótin úr Domus Medica við Egilsgötu í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Viðar segir að flutningurinn hafi gengið sérstaklega vel. „Við gátum hafið starfsemina að morgni mánudagsins 3. janúar og var þá búið að setja upp tölvukerfi og svo framvegis. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Háls-, nef- og eyrnalæknarnir eru sömuleiðis fluttir inn líkt og rannsóknastofan Sameind. Það eru því allir læknarnir búnir að hefja störf á nýja staðnum.“ Hann segir um mikla breytingu að ræða að læknarnir séu nú allir á sömu hæðinni. Það auðveldi öll innbyrðis samskipti þeirra á milli. „Menn leita náttúrlega mikið ráða hver hjá öðrum um fagleg málefni. Þetta er mjög frjótt umhverfi; að hafa læknana alla á sömu hæðinni. Það gefur líka auga leið að það er auðveldara fyrir fólk að vita hvert það á að fara, þegar allir eru nú á sama staðnum. Síðan eru lækningastofurnar rúmbetri, gólfefni og tækjakostur nýr og þannig mætti áfram telja.“ Í sólskinsskapi Viðar segir að aðgengi að nýja húsinu sé líka mjög gott og raunar mun betra en á gamla staðnum við Egilsgötu. „Hér er bílakjallari sem er náttúrulega mjög gott fyrir barnafólk. Það fer þá bara upp á fimmtu hæð með lyftunni. Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er því eiginlega úr sögunni. Fólk er yfir sig hrifið og hefur flest verið í sólskinsskapi þegar það hefur komið hingað á nýja staðinn.“ Greint var frá því síðasta sumar að til stæði að Domus Medica yrði lokað um áramótin. Við það tilefni sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, að íslenskt ráðherraræði væri að fara illa með lýðræðið. „Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ sagði Jón Gauti. Hluti vandans væri að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins væru óskýr. „Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ sagði hann einnig. 75 sérfræðingar myndu færa sig um set, hætta eða stofna sínar eigin læknastöðvar. Þeirra á meðal er starfstöð barnalæknanna í Urðarhvarfi. Viðar segir enn óljóst hvað verði um gamla húsið – Domus Medica við Egilsgötu. Húsið sé enn óselt og því óráðstafað. Röntgen Domus og heimilislæknar halda óbreyttri starfsemi í húsinu samkvæmt því sem fram kemur á vef Domus.
Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00