Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 22:44 Hér má sjá bílinn sem sat fastur í stærsta snjóflóðinu við veginn. jónþór eiríksson Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. „Þetta er stórhættuleg hlíð,“ segir Jónþór Eiríksson íbúi í Súðavík í samtali við Vísi. Hann sótti kærustu sína til Ísafjarðar í kvöld og keyrði því veginn um Súðavíkurhlíð um klukkan 19. „Það var fullt af snjóflóðum þarna sem höfðu fallið og náðu inn á veg. Fullt af spírum svona niður hlíðina og mörg sem höfðu ekki komist alveg niður að vegi og önnur sem höfðu fallið yfir hann,“ segir hann. Hann hafi keyrt að bíl sem sat fastur í stærsta flóðinu. Súðavíkurhlíð: Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og hefur veginum verið lokað. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2022 Óhuggulegt að horfa upp í kolsvarta hlíðina „Það var þarna búin að myndast dálítil bílaröð, flutningabíll sem sat fastur að bíða eftir að komast í gegn og ég stökk út með skóflu að hjálpa til við að losa bílinn,“ segir Jónþór. Það hafi verið óhuggulegt að standa þar úti á veginum vitandi af nokkrum kyrrstæðum bílum sem biðu þar í snjóflóðahættunni eftir að komast leiðar sinnar. „Það er það óneitanlega að standa og horfa upp í kolsvarta hlíðina sem maður sér ekkert í og vita ekkert hvort það sé að fara að falla á mann snjóflóð,“ segir hann. Hann hafi þó komist veginn slysalaust enda á góðum bíl. „Foreldrar mínir voru líka að keyra veginn rétt fyrir framan mig og ég var í sambandi við þau. Allt í einu keyri ég fram á snjóflóði á veginum, sem hafði ekki verið fallið þegar þau keyrðu þar rétt á undan mér. Þannig það hefur bara munað einhverjum þrjátíu sekúndum á að það hefði fallið á annað hvort minn bíl eða þeirra,“ segir Jónþór. Það hefði hæglega getað ýtt bílnum út af veginum að hans sögn. Íbúar Súðavíkur hafa lengi kallað eftir göngum til Ísafjarðar. „Þetta er bara stórhættulegur vegur og ráðamenn verða að fara að átta sig á því.“ Hann furðar sig þá á því að Vegagerðin hafi ekki lokað veginum fyrr í kvöld. „Já, ég held þeir þyrftu eitthvað að vakta þetta betur og loka veginum fyrr. Það höfðu fallið mörg snjóflóð þarna niður á veginn áður en honum var lokað.“ Veður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
„Þetta er stórhættuleg hlíð,“ segir Jónþór Eiríksson íbúi í Súðavík í samtali við Vísi. Hann sótti kærustu sína til Ísafjarðar í kvöld og keyrði því veginn um Súðavíkurhlíð um klukkan 19. „Það var fullt af snjóflóðum þarna sem höfðu fallið og náðu inn á veg. Fullt af spírum svona niður hlíðina og mörg sem höfðu ekki komist alveg niður að vegi og önnur sem höfðu fallið yfir hann,“ segir hann. Hann hafi keyrt að bíl sem sat fastur í stærsta flóðinu. Súðavíkurhlíð: Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og hefur veginum verið lokað. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2022 Óhuggulegt að horfa upp í kolsvarta hlíðina „Það var þarna búin að myndast dálítil bílaröð, flutningabíll sem sat fastur að bíða eftir að komast í gegn og ég stökk út með skóflu að hjálpa til við að losa bílinn,“ segir Jónþór. Það hafi verið óhuggulegt að standa þar úti á veginum vitandi af nokkrum kyrrstæðum bílum sem biðu þar í snjóflóðahættunni eftir að komast leiðar sinnar. „Það er það óneitanlega að standa og horfa upp í kolsvarta hlíðina sem maður sér ekkert í og vita ekkert hvort það sé að fara að falla á mann snjóflóð,“ segir hann. Hann hafi þó komist veginn slysalaust enda á góðum bíl. „Foreldrar mínir voru líka að keyra veginn rétt fyrir framan mig og ég var í sambandi við þau. Allt í einu keyri ég fram á snjóflóði á veginum, sem hafði ekki verið fallið þegar þau keyrðu þar rétt á undan mér. Þannig það hefur bara munað einhverjum þrjátíu sekúndum á að það hefði fallið á annað hvort minn bíl eða þeirra,“ segir Jónþór. Það hefði hæglega getað ýtt bílnum út af veginum að hans sögn. Íbúar Súðavíkur hafa lengi kallað eftir göngum til Ísafjarðar. „Þetta er bara stórhættulegur vegur og ráðamenn verða að fara að átta sig á því.“ Hann furðar sig þá á því að Vegagerðin hafi ekki lokað veginum fyrr í kvöld. „Já, ég held þeir þyrftu eitthvað að vakta þetta betur og loka veginum fyrr. Það höfðu fallið mörg snjóflóð þarna niður á veginn áður en honum var lokað.“
Veður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent