Novak Djokovic hefur verið á sóttvarnarhóteli síðan hann kom til Ástralíu þar sem hann er óbólusettur og mistök urðu á vegabréfsáritun hans. Eftir á skýringar hans voru þær að hann hefði fengið Covid-19 seint á síðasta ári en það hefði gleymst að skrá það svo það kom ekki fram er pappírar hans voru skoðaðir í Ástralíu.
Fyrir tveimur dögum var tilkynnt að Djokovic yrði vísað úr landi en hann áfrýjaði dómnum. Sá dómur hefur nú verið staðfestur.
Djokovic er í efsta sæti heimslistans og gerði sér vonir um að vinna Opna ástralska í tíunda skipti, þar af fjórða árið í röð. Hann er „mjög vonsvikinn“ með niðurstöðu dómara en ætlar að virða dóminn og yfirgefa landið segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið.
„Ég mun vinna með yfirvöldum varðandi brottför mína frá landinu,“ sagði hann í yfirlýsingu en óvíst er hvenær hann mun yfirgefa Ástralíu.
Novak Djokovic says he is "extremely disappointed" after losing his court bid to stay in Australia.
— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2022
The 20-time Grand Slam said he won't appeal the ruling.
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fagnaði ákvörðuninni. „Við viljum að landamæri okkar séu sterk til að halda Áströlum öruggum. Við höfum fórnað mörgu á tímum veirunnar og fólk landsins ætlast til að þær fórnir séu ekki til einskis,“ sagði Morrison.
Novak Djokovic er 34 ára gamall Serbi. Hann er í efsta sæti heimslistans í tennis, hann hefur unnið 989 tennisleiki á ferlinum og aðeins tapað 199, það gerir 83,2 prósent sigurhlutfall. Hann hefur unnið 20 risamót á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum.