Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 22:37 Hér má sjá öskustrókinn frá eldfjallinu í morgun. AP/Japan Meteorology Agency Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. Viðvaranir í Japan gera ráð fyrir að allt að þriggja metra háar flóðbygljur geti skollið á strendur landsins en flóðbylgjurnar eru þegar farnar að berast að ströndum Japan, þær hæstu um 1,2 metrar. New images of #Tonga volcano #eruption, this from @KMA_Skylove_eng's #GK2A weather sat.Each frame in this video is 10 minutes apart. Mind blowing how quickly the eruption happened. pic.twitter.com/jaZA6No9u0— Simon Proud (@simon_sat) January 15, 2022 Bandaríkin hafa sömuleiðis varað íbúa á vesturströndinni við því að vera í nálægð við sjóinn og gera ráð fyrir flóðum og miklum öldugangi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins heyrðust drunurnar frá eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai um allt Suður-Kyrrahafið og bárust meira að segja til Bandaríkjanna. Tsunami videos out of Tonga 🇹🇴 this afternoon following the Volcano Eruption. pic.twitter.com/JTIcEdbpGe— Jese Tuisinu (@JTuisinu) January 15, 2022 Shane Cronin, eldfjallafræðingur og prófessor við háskólann í Auckland, segir eldgosið það kraftmesta og stærsta á Tonga-brotabeltinu í meira en þrjátíu ár. „Það merkilegasta er hvað það breiddi hratt úr sér. Þetta gos er stærra og askan breiðist lengra út og er mun meiri en áður. Ég geri ráð fyrir því að öskufallið í Tonga muni verða margra sentímetra djúpt.“ Eins og áður segir skall flóðbylgja á höfuðborg Tonga í morgun og eru margir hlutar eyjunnar nú þaktir ösku. Höfuðborgin er aðeins um 65 km suður af eldfjallinu og hefur rafmagn, síma- og netsamband víða rofnað. Hvort einhver hafi slasast eða farist í dag er ekki ljóst og þá eru skemmdir á innviðum enn óljósir. Samkvæmt veðurstofu Tonga nær öskustrókurinn frá eldfjallinu um tuttugu kílómetra upp í loftið. Viðvaranir hafa verið gefnar út víða um Kyrrahafið vegna eldgossins. Yfirvöld á Fiji hafa gefið út leiðbeiningar vegna gossins og mögulegra flóðbylgja og opnað fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk sem býr við strendurnar. Yfirvöld í Vanuatu hafa gert slíkt hið sama. Timelapse of Hunga Tonga #volcano eruption on Jan 15 2022. Created using the #streamlit web app 👇App: https://t.co/LpcKK9yI6pLocation: 20.536°S 175.382°WTime: 03:00-07:00 UTCSatellite: GOES-17 CMI Full Disk#EarthEngine #geemap #eochat #gischat #dataviz https://t.co/DY9QgMENxK pic.twitter.com/OcjCi0xUQ4— Qiusheng Wu (@giswqs) January 15, 2022 Þá segjast yfirvöld í Ástralíu fylgjast grannt með stöðunni og hafa gefið út viðvaranir í Tasmaníu og sumum svæðum við austurströndina. Yfirvöld í Nýja Sjálandi hafa sömuleiðis varað við miklum öldugangi við austurströnd landsins. Tonga Bandaríkin Japan Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Viðvaranir í Japan gera ráð fyrir að allt að þriggja metra háar flóðbygljur geti skollið á strendur landsins en flóðbylgjurnar eru þegar farnar að berast að ströndum Japan, þær hæstu um 1,2 metrar. New images of #Tonga volcano #eruption, this from @KMA_Skylove_eng's #GK2A weather sat.Each frame in this video is 10 minutes apart. Mind blowing how quickly the eruption happened. pic.twitter.com/jaZA6No9u0— Simon Proud (@simon_sat) January 15, 2022 Bandaríkin hafa sömuleiðis varað íbúa á vesturströndinni við því að vera í nálægð við sjóinn og gera ráð fyrir flóðum og miklum öldugangi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins heyrðust drunurnar frá eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai um allt Suður-Kyrrahafið og bárust meira að segja til Bandaríkjanna. Tsunami videos out of Tonga 🇹🇴 this afternoon following the Volcano Eruption. pic.twitter.com/JTIcEdbpGe— Jese Tuisinu (@JTuisinu) January 15, 2022 Shane Cronin, eldfjallafræðingur og prófessor við háskólann í Auckland, segir eldgosið það kraftmesta og stærsta á Tonga-brotabeltinu í meira en þrjátíu ár. „Það merkilegasta er hvað það breiddi hratt úr sér. Þetta gos er stærra og askan breiðist lengra út og er mun meiri en áður. Ég geri ráð fyrir því að öskufallið í Tonga muni verða margra sentímetra djúpt.“ Eins og áður segir skall flóðbylgja á höfuðborg Tonga í morgun og eru margir hlutar eyjunnar nú þaktir ösku. Höfuðborgin er aðeins um 65 km suður af eldfjallinu og hefur rafmagn, síma- og netsamband víða rofnað. Hvort einhver hafi slasast eða farist í dag er ekki ljóst og þá eru skemmdir á innviðum enn óljósir. Samkvæmt veðurstofu Tonga nær öskustrókurinn frá eldfjallinu um tuttugu kílómetra upp í loftið. Viðvaranir hafa verið gefnar út víða um Kyrrahafið vegna eldgossins. Yfirvöld á Fiji hafa gefið út leiðbeiningar vegna gossins og mögulegra flóðbylgja og opnað fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk sem býr við strendurnar. Yfirvöld í Vanuatu hafa gert slíkt hið sama. Timelapse of Hunga Tonga #volcano eruption on Jan 15 2022. Created using the #streamlit web app 👇App: https://t.co/LpcKK9yI6pLocation: 20.536°S 175.382°WTime: 03:00-07:00 UTCSatellite: GOES-17 CMI Full Disk#EarthEngine #geemap #eochat #gischat #dataviz https://t.co/DY9QgMENxK pic.twitter.com/OcjCi0xUQ4— Qiusheng Wu (@giswqs) January 15, 2022 Þá segjast yfirvöld í Ástralíu fylgjast grannt með stöðunni og hafa gefið út viðvaranir í Tasmaníu og sumum svæðum við austurströndina. Yfirvöld í Nýja Sjálandi hafa sömuleiðis varað við miklum öldugangi við austurströnd landsins.
Tonga Bandaríkin Japan Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira