EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 23:01 Alexandre Cavalcanti (númer 24) reynir hér að stöðva Ómar Inga Magnússon. Sanjin Strukic/Getty Images „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ Svo hófst umræðan um frábæran leik Ómars Inga í fjögurra marka sigri Íslands á Portúgal á EM í handbolta. Ómar Ingi, líkt og nær allir í íslenska liðinu, átti einkar góðan leik og var farið yfir frammistöðu hans í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Hann var alveg geggjaður í leiknum í gær, og mér fannst Aron í rauninni geggjaður líka. Hann var í aðeins meira flæði í leiknum, hann var ekki að þvinga þetta. Hann tók vissulega eitt og eitt skot sem hefði mátt vera betur tímasett.“ „Það sem þeir ætla augljóslega að gera er að setja Ómar Inga ítrekað á þennan númer 24 í fyrri hálfleik, svo ræðst hann bara á hann. Hann vann það einvígi ítrekað. Það skapaði kannski ekki fyrstu stoðsendinguna en þetta upplegg virkaði 100 prósent fannst mér. Þetta hjálpaði honum líka og við sáum Ómar Inga í geggjuðum fíling,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um frammistöðu Ómars Inga gegn Portúgal. „Mér fannst það svolítið flott í gær, það var enginn að taka of mikið af skarið. Þeir tengdu vel saman sem lið. Ég held að við höfum grætt á því að vera ekki með neina æfingaleiki, þannig menn komu fullir sjálfstraust inn í þetta. Algjörlega að byrja á núlli, liðið var miklu skýrara – hlutverkin,“ bætti Róbert Gunnarsson við. „Nú er bara Ómar á einhverri öldu og hann mætir eins og hann væri að fara inn í leik með Magdeburg. Segjum að hann hefði ekki verið spes í æfingaleikjum en hinar hægri skytturnar frábærar, það hefði verið erfiðara fyrir hann og þjálfarateymið,“ sagði Robbi að endingu. EM-hlaðvarpið má hlusta á í heild sinni hér að neðan en umræðan um Ómar Inga hefst eftir tæplega átta mínútur. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16 Skýrsla Henrys: Draumabyrjun sem bætti geðheilsu landans Viðbjóðslegt veður, covid og janúar. Íslendingar hafa fengið nóg og þurftu sárlega á því að halda að strákarnir okkar myndu skemmta þeim gegn Portúgal. Það gerðu þeir eins og sannir listamenn. 14. janúar 2022 23:01 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Réðust á portúgölsku vörnina Íslensku strákarnir voru frábærir maður á mann í óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 21:50 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Svo hófst umræðan um frábæran leik Ómars Inga í fjögurra marka sigri Íslands á Portúgal á EM í handbolta. Ómar Ingi, líkt og nær allir í íslenska liðinu, átti einkar góðan leik og var farið yfir frammistöðu hans í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Hann var alveg geggjaður í leiknum í gær, og mér fannst Aron í rauninni geggjaður líka. Hann var í aðeins meira flæði í leiknum, hann var ekki að þvinga þetta. Hann tók vissulega eitt og eitt skot sem hefði mátt vera betur tímasett.“ „Það sem þeir ætla augljóslega að gera er að setja Ómar Inga ítrekað á þennan númer 24 í fyrri hálfleik, svo ræðst hann bara á hann. Hann vann það einvígi ítrekað. Það skapaði kannski ekki fyrstu stoðsendinguna en þetta upplegg virkaði 100 prósent fannst mér. Þetta hjálpaði honum líka og við sáum Ómar Inga í geggjuðum fíling,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um frammistöðu Ómars Inga gegn Portúgal. „Mér fannst það svolítið flott í gær, það var enginn að taka of mikið af skarið. Þeir tengdu vel saman sem lið. Ég held að við höfum grætt á því að vera ekki með neina æfingaleiki, þannig menn komu fullir sjálfstraust inn í þetta. Algjörlega að byrja á núlli, liðið var miklu skýrara – hlutverkin,“ bætti Róbert Gunnarsson við. „Nú er bara Ómar á einhverri öldu og hann mætir eins og hann væri að fara inn í leik með Magdeburg. Segjum að hann hefði ekki verið spes í æfingaleikjum en hinar hægri skytturnar frábærar, það hefði verið erfiðara fyrir hann og þjálfarateymið,“ sagði Robbi að endingu. EM-hlaðvarpið má hlusta á í heild sinni hér að neðan en umræðan um Ómar Inga hefst eftir tæplega átta mínútur.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16 Skýrsla Henrys: Draumabyrjun sem bætti geðheilsu landans Viðbjóðslegt veður, covid og janúar. Íslendingar hafa fengið nóg og þurftu sárlega á því að halda að strákarnir okkar myndu skemmta þeim gegn Portúgal. Það gerðu þeir eins og sannir listamenn. 14. janúar 2022 23:01 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Réðust á portúgölsku vörnina Íslensku strákarnir voru frábærir maður á mann í óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 21:50 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16
Skýrsla Henrys: Draumabyrjun sem bætti geðheilsu landans Viðbjóðslegt veður, covid og janúar. Íslendingar hafa fengið nóg og þurftu sárlega á því að halda að strákarnir okkar myndu skemmta þeim gegn Portúgal. Það gerðu þeir eins og sannir listamenn. 14. janúar 2022 23:01
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Réðust á portúgölsku vörnina Íslensku strákarnir voru frábærir maður á mann í óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 21:50