Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. janúar 2022 12:21 Rannsóknin hefur verið í gangi í rúmt hálft ár. getty/jon super Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester-borg þann 16. júlí síðastliðinn. Gylfi var strax látinn laus gegn tryggingu og hefur það fyrirkomulag nú verið framlengt þrisvar sinnum. Sá tímafrestur átti að renna út á morgun en lögreglan í Manchester staðfesti það við fréttastofu í dag að hún hefði framlengt tímafrestinn um þrjá daga, fram að næsta miðvikudegi, 19. janúar. Hún vildi ekkert gefa upp um gang rannsóknarinnar eða við hverju mætti búast að þeim fresti liðnum en þó mátti skilja hana svo að rannsókninni væri nú á lokametrunum og loks að ljúka í næstu viku. Vegna þess hve lögreglan framlengdi í stuttan tíma má einnig gera ráð fyrir að rannsókninni sé alveg að ljúka og lögreglan hafi aðeins framlengt um nokkra daga til að binda hnúta á lausa enda hennar. Óljóst í hverju brotin felast Að frestinum liðnum kemur síðan tvennt til greina; annað hvort gefur lögregla út ákæru á hendur Gylfa eða fellir málið niður. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp í sumar. Heimildir erlendra götumiðla herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Hann hefur ekki spilað einn einasta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni í ár og hefur knattspyrnufélagið gefið það út að hann muni ekki spila á meðan lögreglurannsóknin sé enn í gangi. Enn hefur ekkert komið fram um í hverju meint brot Gylfa eigi að felast en kjósi lögregla að leggja fram ákæru í næstu viku má búast við að málið verði þar skýrt betur. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar England Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Enski boltinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester-borg þann 16. júlí síðastliðinn. Gylfi var strax látinn laus gegn tryggingu og hefur það fyrirkomulag nú verið framlengt þrisvar sinnum. Sá tímafrestur átti að renna út á morgun en lögreglan í Manchester staðfesti það við fréttastofu í dag að hún hefði framlengt tímafrestinn um þrjá daga, fram að næsta miðvikudegi, 19. janúar. Hún vildi ekkert gefa upp um gang rannsóknarinnar eða við hverju mætti búast að þeim fresti liðnum en þó mátti skilja hana svo að rannsókninni væri nú á lokametrunum og loks að ljúka í næstu viku. Vegna þess hve lögreglan framlengdi í stuttan tíma má einnig gera ráð fyrir að rannsókninni sé alveg að ljúka og lögreglan hafi aðeins framlengt um nokkra daga til að binda hnúta á lausa enda hennar. Óljóst í hverju brotin felast Að frestinum liðnum kemur síðan tvennt til greina; annað hvort gefur lögregla út ákæru á hendur Gylfa eða fellir málið niður. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp í sumar. Heimildir erlendra götumiðla herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Hann hefur ekki spilað einn einasta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni í ár og hefur knattspyrnufélagið gefið það út að hann muni ekki spila á meðan lögreglurannsóknin sé enn í gangi. Enn hefur ekkert komið fram um í hverju meint brot Gylfa eigi að felast en kjósi lögregla að leggja fram ákæru í næstu viku má búast við að málið verði þar skýrt betur.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar England Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Enski boltinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira