Derby úr öskunni í eldinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 11:01 Wayne Rooney á erfitt verkefni fyrir höndum hjá Derby County. Marc Atkins/Getty Images) Tímabilið hefur ekki beint verið dans á rósum hjá enska B-deildarliðinu Derby County. Liðið situr á botni deildarinnar eftir að 21 stig var tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða. Þá hefur liðið verið sett í félagaskiptabann. Eins ótrúlegt og það hljómar væri Derby um miðja deild ef ekki hefði verið tekið 21 stig af liðinu vegna fjárhagsvandræða þess. Leikmannahópurinn er örþunnur og virðist sem lærisveinar Waynes Rooney séu að knýja fram kraftaverk leik eftir leik. Vandræðin hafa hins vegar haldið áfram í janúar þar sem liðið hefur verið sett í félagaskiptabann. Það er það má ekki sækja nýja leikmenn, eða semja við leikmenn sem eru að renna út á samningi. BREAKING | Derby County have been placed under a fresh transfer embargo pic.twitter.com/w6eMXfcBq0— Sky Sports Football (@SkyFootball) January 14, 2022 Miðvörðurinn Phil Jagielka hafði aðeins samið til áramóta en hann hefur spilað stóra rullu í liði Derby það sem af er leiktíð. Félagið má hins vegar ekki semja við hann sökum félagaskiptabannsins og því virðist sem Jagielka sé á leið til Stoke City. Ástæðan fyrir banninu er sú að Derby hefur ekki tekist að leggja fram áætlun sem sýnir fram á hvernig félagið mun borga skuldir sínar. Það er ljóst að Wayne Rooney á enn erfiðara verkefni fyrir höndum en upphaflega var búist við. Samkvæmt Sky News ku Rooney ekki hafa tekið því vel er hann frétti að félagið gæti ekki sótt nýja leikmenn eða framlengt samning Jagielka. Rooney virðist þó ekki ætla að gefast upp og ef liðið nær í jafn mörg stig á síðari helming tímabilsins og það gerði á þeim fyrri gæti Derby tekist hið ómögulega. Það er að halda sæti sínu í B-deild þó allt sé í rjúkandi rúst hjá félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Eins ótrúlegt og það hljómar væri Derby um miðja deild ef ekki hefði verið tekið 21 stig af liðinu vegna fjárhagsvandræða þess. Leikmannahópurinn er örþunnur og virðist sem lærisveinar Waynes Rooney séu að knýja fram kraftaverk leik eftir leik. Vandræðin hafa hins vegar haldið áfram í janúar þar sem liðið hefur verið sett í félagaskiptabann. Það er það má ekki sækja nýja leikmenn, eða semja við leikmenn sem eru að renna út á samningi. BREAKING | Derby County have been placed under a fresh transfer embargo pic.twitter.com/w6eMXfcBq0— Sky Sports Football (@SkyFootball) January 14, 2022 Miðvörðurinn Phil Jagielka hafði aðeins samið til áramóta en hann hefur spilað stóra rullu í liði Derby það sem af er leiktíð. Félagið má hins vegar ekki semja við hann sökum félagaskiptabannsins og því virðist sem Jagielka sé á leið til Stoke City. Ástæðan fyrir banninu er sú að Derby hefur ekki tekist að leggja fram áætlun sem sýnir fram á hvernig félagið mun borga skuldir sínar. Það er ljóst að Wayne Rooney á enn erfiðara verkefni fyrir höndum en upphaflega var búist við. Samkvæmt Sky News ku Rooney ekki hafa tekið því vel er hann frétti að félagið gæti ekki sótt nýja leikmenn eða framlengt samning Jagielka. Rooney virðist þó ekki ætla að gefast upp og ef liðið nær í jafn mörg stig á síðari helming tímabilsins og það gerði á þeim fyrri gæti Derby tekist hið ómögulega. Það er að halda sæti sínu í B-deild þó allt sé í rjúkandi rúst hjá félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira