Sadio Mané, sem var hetja Senegal í fyrsta leiknum gegn Simbabve, lék allan leikinn en varð ekki ágengt upp við mark Gíneu.
Þetta var þriðji markalausi leikur Afríkukeppninnar en það væri synd að segja að mörkunum rigni inn. Aðeins átján mörk hafa verið skoruð á mótinu, eða 1,2 að meðaltali í leik.
Bæði Senegal og Gínea eru með fjögur stig í B-riðlinum. Seinni leikur dagsins er milli Malaví og Simbabve. Bæði lið töpuðu í 1. umferð riðlakeppninnar.
Tvö efstu liðin í riðluunum sex fara áfram sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna.