Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2022 13:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé jafnréttismál að halda skólum opnum. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin kynnti í dag hertari samkomutakmarkanir vegna faraldursins. Tíu mega koma saman í stað tuttugu, auk ýmissa annara hertari takmarkana. Engin breyting verður þó gerð á gildandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttarinnar. Þar er áfram miðað við að ekki skuli vera fleiri en tuttugu fullorðnir einstaklingar í hverju rými, svo dæmi séu tekin. Algengara að konurnar séu heima með börnin verði skólum lokað Skólastarf er víða skert vegna faraldursins og eru rúmlega 2.500 börn undir eftirliti Covid-göngudeildarinnar. Forsætisráðherra segir að það sé einfaldlega prinsipp-mál að halda skólum opnum eins og hægt sé. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi,“ sagði Katrín fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag eftir að hertar aðgerðir voru kynntar. Langtímahagsmunir væri undir að halda skólum opnum. „Það þýðir auðvitað, eins og við vitum, að það koma upp smit í skólum og einstaka sinnum þarf að loka skólum. Eigi að síður erum við að sjá meira skólahald hér sem ég held að skipti gríðarlegu máli til lengri tíma ef við hugsum til langtímahagsmuna,“ sagði Katrín. Þá sagði Willum Þór Þórsson að umrædd skólareglugerð hafi orðið til í samráði við skólayfirvöld, samráði sem færi fram á hverjum degi. „Sú skólareglagerð varð til í þéttu samtali, daglegu samtali, skólayfirvalda og skólamálaráðherra með þátttöku heilbrigðisráðuneytis. Þannig að sú skólareglugerð var til í gegnum samtal og það verður áfram, þetta daglega samtal,“ sagði Willum Þór. Minnisblað sóttvarnalæknis má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag hertari samkomutakmarkanir vegna faraldursins. Tíu mega koma saman í stað tuttugu, auk ýmissa annara hertari takmarkana. Engin breyting verður þó gerð á gildandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttarinnar. Þar er áfram miðað við að ekki skuli vera fleiri en tuttugu fullorðnir einstaklingar í hverju rými, svo dæmi séu tekin. Algengara að konurnar séu heima með börnin verði skólum lokað Skólastarf er víða skert vegna faraldursins og eru rúmlega 2.500 börn undir eftirliti Covid-göngudeildarinnar. Forsætisráðherra segir að það sé einfaldlega prinsipp-mál að halda skólum opnum eins og hægt sé. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi,“ sagði Katrín fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag eftir að hertar aðgerðir voru kynntar. Langtímahagsmunir væri undir að halda skólum opnum. „Það þýðir auðvitað, eins og við vitum, að það koma upp smit í skólum og einstaka sinnum þarf að loka skólum. Eigi að síður erum við að sjá meira skólahald hér sem ég held að skipti gríðarlegu máli til lengri tíma ef við hugsum til langtímahagsmuna,“ sagði Katrín. Þá sagði Willum Þór Þórsson að umrædd skólareglugerð hafi orðið til í samráði við skólayfirvöld, samráði sem færi fram á hverjum degi. „Sú skólareglagerð varð til í þéttu samtali, daglegu samtali, skólayfirvalda og skólamálaráðherra með þátttöku heilbrigðisráðuneytis. Þannig að sú skólareglugerð var til í gegnum samtal og það verður áfram, þetta daglega samtal,“ sagði Willum Þór. Minnisblað sóttvarnalæknis má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?