Arion banki – úlfur í sauðagæru? Tómas Guðbjartsson skrifar 13. janúar 2022 14:00 Ég hef býsna oft stungið niður penna og hneykslast á misheppnuðu kísilveri í Helguvík, sem framan af var kennt við United Silicon. Sem betur fer var þessum mengandi óskapnaði lokað í september 2017 eftir að fjöldi íbúa í Reykjanesbæ hafði veikst af útblæstri verksmiðjunnar - sem allir eru sammála um að standi alltof nálægt íbúabyggð. En núverandi eigandi, Stakkaberg, sem er í eigu Arionbankia, gefst ekki upp við að reyna að opna verksmiðjuna að nýju. Samt hefur virði hennar verið fært niður í bókum bankans og flestir á því að henni sé best borgið sem brotajárn. Eftir að bankinn tilkynnti ein af mörgum endurlífgunaráformum sínum fyrit tæpum tvemur árum skrifaði ég harðorða grein líkt og margir aðrir. Eitthvað lognaðist umræðan út af, enda bankanum erfið. Nú er Arionbanki aftur mættur með adrenalínsprautu sem ætluð er löngu dauðvona verksmiðju. Ástæðan er eflaust sögulega hátt kísilverð um þessar mundir – sem allar líkur eru á að lækki aftur þegar Covid-faraldrinum líkur. Breytingatillögur Stakkabergs á þessu verksmiðjulíki hefur Skipulagsstofnun af óskiljanlegum ástæðum blessað – sem þó réttlætir engan veginn opnun hennar. Þyngst vegur að verksmiðjan er afar mengandi, en á fullum afköstum er talið að hún brenni allt að 150.000 tonnum af kolum á ári. Síðan vilja hvorki íbúar né bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ sjá verksmiðjuna – og í staðinn losna við hana - enda bæði heilsuspillandi og ljót. Ætlar Arion banki virkilega að fara gegn íbúum og bæjaryfirvöldum eins stærsta byggðakjarna á Íslandi – eingöngu með gróða að leiðarljósi? Einnig má spyrja hvort opnun verksmiðjunnar samrýmist áformum bankans í baráttunni við loftslagsvandann. Hvar er samfélagslega ábyrgð bankans? Eða er bankinn úlfur i í sauðagæru sem á heimasíðu sinni auglýsir græn gildi og skartar bankastjóra sem nýlega var valinn Markaðsmaður ársins? Bankinn skilaði jú methagnaði í krónum talið og telst varla á vonarvöl. Er ekki kominn tími til að bankinn forgangsraði með umhverfi og heilsu fólks að leiðarljósi - í stað peninga? Þannig banka held ég að flestir vilji skipta við. Höfundur er umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein United Silicon Íslenskir bankar Reykjanesbær Tómas Guðbjartsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég hef býsna oft stungið niður penna og hneykslast á misheppnuðu kísilveri í Helguvík, sem framan af var kennt við United Silicon. Sem betur fer var þessum mengandi óskapnaði lokað í september 2017 eftir að fjöldi íbúa í Reykjanesbæ hafði veikst af útblæstri verksmiðjunnar - sem allir eru sammála um að standi alltof nálægt íbúabyggð. En núverandi eigandi, Stakkaberg, sem er í eigu Arionbankia, gefst ekki upp við að reyna að opna verksmiðjuna að nýju. Samt hefur virði hennar verið fært niður í bókum bankans og flestir á því að henni sé best borgið sem brotajárn. Eftir að bankinn tilkynnti ein af mörgum endurlífgunaráformum sínum fyrit tæpum tvemur árum skrifaði ég harðorða grein líkt og margir aðrir. Eitthvað lognaðist umræðan út af, enda bankanum erfið. Nú er Arionbanki aftur mættur með adrenalínsprautu sem ætluð er löngu dauðvona verksmiðju. Ástæðan er eflaust sögulega hátt kísilverð um þessar mundir – sem allar líkur eru á að lækki aftur þegar Covid-faraldrinum líkur. Breytingatillögur Stakkabergs á þessu verksmiðjulíki hefur Skipulagsstofnun af óskiljanlegum ástæðum blessað – sem þó réttlætir engan veginn opnun hennar. Þyngst vegur að verksmiðjan er afar mengandi, en á fullum afköstum er talið að hún brenni allt að 150.000 tonnum af kolum á ári. Síðan vilja hvorki íbúar né bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ sjá verksmiðjuna – og í staðinn losna við hana - enda bæði heilsuspillandi og ljót. Ætlar Arion banki virkilega að fara gegn íbúum og bæjaryfirvöldum eins stærsta byggðakjarna á Íslandi – eingöngu með gróða að leiðarljósi? Einnig má spyrja hvort opnun verksmiðjunnar samrýmist áformum bankans í baráttunni við loftslagsvandann. Hvar er samfélagslega ábyrgð bankans? Eða er bankinn úlfur i í sauðagæru sem á heimasíðu sinni auglýsir græn gildi og skartar bankastjóra sem nýlega var valinn Markaðsmaður ársins? Bankinn skilaði jú methagnaði í krónum talið og telst varla á vonarvöl. Er ekki kominn tími til að bankinn forgangsraði með umhverfi og heilsu fólks að leiðarljósi - í stað peninga? Þannig banka held ég að flestir vilji skipta við. Höfundur er umhverfisverndarsinni.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun