Dómari leiksins, Sambíumaðurinn Janny Sikazwe, flautaði tvívegis til leiksloka áður en búið var að spila í 90 mínútur. Þegar þetta er skrifað er mögulegt að liðin fari aftur út á völl og spili uppbótartímann sem eftir var af leiknum.
Malí var 1-0 yfir þegar dómarinn reyndi að flauta leikinn af á 85. mínútu. Eftir mótmæli við því hélt leikurinn áfram þar til að hann flautaði aftur af, en þá á 89. mínútu.
The referee in Tunisia vs Mali blew the final whistle on 85 minutes, re-started the game, and then still ended it BEFORE the full 90 minutes were up.
— FourFourTwo (@FourFourTwo) January 12, 2022
Just in case you thought you d messed up at work today. #AFCON2021 pic.twitter.com/dWrB1E6VLu
Í millitíðinni sýndi hann El Bilal Touré, leikmanni Malí, rauða spjaldið. Áður hafði orðið töf á leiknum vegna VAR-dóms, þegar Túnis fékk vítaspyrnu á 76. mínútu en sú spyrna var varin.
Alsírskur blaðamaður segir að nú standi yfir viðræður um það hvort að síðustu mínútur leiksins verði spilaðar, eða hvort að leiknum sé einfaldlega lokið með 1-0 sigri Malí.
Mali coach Mohamed Magassouba's press conference has just been interrupted
— Maher Mezahi (@MezahiMaher) January 12, 2022
CAF officials barged in and are saying that the match will be re-started to play out the final three minutes
The coach is beside himself
Uppfært: Búið er að lýsa yfir 1-0 sigri Malí. Fleiri mínútur voru ekki spilaðar.
We've had a THIRD full-time whistle in Tunisia vs Mali. Still not had 90 minutes played, but Mali have been declared the winners now... #AFCON2021 https://t.co/u1GXTMlyb8
— FourFourTwo (@FourFourTwo) January 12, 2022