Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. janúar 2022 12:59 Hvað má og hvað má ekki segja þegar fjallað er um kynferðisbrot? Vísir/Vilhelm Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði. Gestir þáttarins voru Edda Falak, fjármálafræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Umræddir menn voru nafngreindir á samfélagsmiðlum í haust, í færslu sem var tekin út stuttu síðar, og málið lá í dvala þar til nú þar sem fjölmiðlar náðu ekki í neinn til að tjá sig um ásakanirnar. Þolendur sem hafa tjáð sig um reynslu sína hafa mátt sæta hótunum um lögsóknir og fjölmiðlamenn verið dæmdir fyrir meiðyrði þegar þeir hafa haft eftir viðmælendum. Eru teikn á lofti um að mörkin um hvað er ásættanlegt í þessu samhengi séu að færast til? Að rétturinn og frelsið til að segja frá sé að færast ofar í forgangsröðina heldur en réttur manna til að vera nafnlausir þar til þeir hafa verið dæmdir sekir af dómstólum? Þetta og fleira í Pallborðinu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þá má finna helstu umræðuefni þáttarins í textalýsingu í vaktinni hér að neðan.
Gestir þáttarins voru Edda Falak, fjármálafræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Umræddir menn voru nafngreindir á samfélagsmiðlum í haust, í færslu sem var tekin út stuttu síðar, og málið lá í dvala þar til nú þar sem fjölmiðlar náðu ekki í neinn til að tjá sig um ásakanirnar. Þolendur sem hafa tjáð sig um reynslu sína hafa mátt sæta hótunum um lögsóknir og fjölmiðlamenn verið dæmdir fyrir meiðyrði þegar þeir hafa haft eftir viðmælendum. Eru teikn á lofti um að mörkin um hvað er ásættanlegt í þessu samhengi séu að færast til? Að rétturinn og frelsið til að segja frá sé að færast ofar í forgangsröðina heldur en réttur manna til að vera nafnlausir þar til þeir hafa verið dæmdir sekir af dómstólum? Þetta og fleira í Pallborðinu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þá má finna helstu umræðuefni þáttarins í textalýsingu í vaktinni hér að neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Pallborðið Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira