„Aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2022 12:21 Guðjón Helgason er upplýsingafulltrúi Isavia. Isavia hefur fjölgað veðurmælum sem mæla vindhraða á Keflavíkurflugvelli. Þetta er gert til þess að skapa þann möguleika að í einhverjum tilfellum sé hægt sé að hleypa fólki frá borði í vonskuveðri með því að færa flugvélar um stæði. Nokkrum sinnum á ári yfir vetrartímann berast fréttir af flugfarþegum sem þurfa að bíða um borð í flugvélum eftir lendingu þar sem ekki er hægt að hleypa þeim frá borði vegna veðurs. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða klukkutímum saman, en síðast gerðist þetta í gær þegar ferðalangar sem komu frá Tenerife þurftu að bíða í um tvo klukkutíma um borð vegna roks. Sömuleiðis á sunnudagskvöldið en í báðum tilvikum hélt hluti farþega heim á leið í stað þess að bíða eftir töskum sínum enda leit út fyrir langa bið eftir þeim þar sem ekki var hægt að afferma vélina vegna mikils vinds. Keflavíkurflugvelli er aldrei lokað þó að á Íslandi sé allra veðra von. Flugvélar geta því alltaf lent á vellinum, en vandræði geta skapast eftir lendingu. Svokölluð veðuröryggisnefnd starfar á vegum Isavia, en hún setur ákveðnar aðgerðarreglur vegna óveðurs og tryggir að þeim sé fylgt. Flugfélög og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um það veður sem sé í vændum ef fyrirvari er á. Það er síðan í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun um hvort að þau ætli að halda flugáætlun þrátt fyrir veður og þau vandræði sem geta skapast eftir að lent er á vellinum. „Það er vitað að ef vindhraðinn fer yfir ákveðin mörk þá er það öryggisatriði að taka landgangana úr notkun og það eru viðmiðin líka fyrir stigabíla sem eru reknir af flugþjónustuaðilum á flugvellinum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Veðurmælum hefur verið fjölgað á vellinum, en þeir mæla vindhraða á svæðinu. „Það hjálpar okkur í því að athuga ef sú staða er uppi að hægt sé að færa vélar á ákveðin stæði á vellinum þar sem hægt yrði að nota til dæmis stigabíla til þess að hleypa fólki frá borði. Þannig að aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn.“ Keflavíkurflugvöllur Veður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45 Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Nokkrum sinnum á ári yfir vetrartímann berast fréttir af flugfarþegum sem þurfa að bíða um borð í flugvélum eftir lendingu þar sem ekki er hægt að hleypa þeim frá borði vegna veðurs. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða klukkutímum saman, en síðast gerðist þetta í gær þegar ferðalangar sem komu frá Tenerife þurftu að bíða í um tvo klukkutíma um borð vegna roks. Sömuleiðis á sunnudagskvöldið en í báðum tilvikum hélt hluti farþega heim á leið í stað þess að bíða eftir töskum sínum enda leit út fyrir langa bið eftir þeim þar sem ekki var hægt að afferma vélina vegna mikils vinds. Keflavíkurflugvelli er aldrei lokað þó að á Íslandi sé allra veðra von. Flugvélar geta því alltaf lent á vellinum, en vandræði geta skapast eftir lendingu. Svokölluð veðuröryggisnefnd starfar á vegum Isavia, en hún setur ákveðnar aðgerðarreglur vegna óveðurs og tryggir að þeim sé fylgt. Flugfélög og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um það veður sem sé í vændum ef fyrirvari er á. Það er síðan í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun um hvort að þau ætli að halda flugáætlun þrátt fyrir veður og þau vandræði sem geta skapast eftir að lent er á vellinum. „Það er vitað að ef vindhraðinn fer yfir ákveðin mörk þá er það öryggisatriði að taka landgangana úr notkun og það eru viðmiðin líka fyrir stigabíla sem eru reknir af flugþjónustuaðilum á flugvellinum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Veðurmælum hefur verið fjölgað á vellinum, en þeir mæla vindhraða á svæðinu. „Það hjálpar okkur í því að athuga ef sú staða er uppi að hægt sé að færa vélar á ákveðin stæði á vellinum þar sem hægt yrði að nota til dæmis stigabíla til þess að hleypa fólki frá borði. Þannig að aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn.“
Keflavíkurflugvöllur Veður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45 Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45
Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53