Djokovic braut sóttvarnarreglur: Baðst afsökunar en talar um mannleg mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 08:30 Novak Djokovic á æfingu í Ástralíu þar sem hann er nú að undirbúa sig undir Opna ástralska meistaramótið. Getty/TPN Novak Djokovic viðurkenndi mistök við skráningu upplýsinga við komu sína til Ástralíu en í gær kom það fram í áströlskum fjölmiðlum að hann hafði ekki sagt rétt frá um ferðalag sitt til Spánar fyrir komu sína til Ástralíu. Djokovic sendi frá sér yfirlýsingu á meðan hann var að spila æfingaleik á móti tvítugum áströlskum tennisspilara. Dómstóll hafði úrskurðað Djokovic í hag og endurkallað vegabréfsáritun hans eftir að vegabréfaeftirlit Ástrala neitaði að hleypa honum inn í landið og lét hann dúsa á farsóttarhóteli yfir eina helgi. Novak Djokovic admits breaching isolation rules while Covid positivehttps://t.co/hOXjTthfJ8— BBC News (World) (@BBCWorld) January 12, 2022 Djokovic er ekki bólusettur og óbólusettir útlendingar mega ekki koma inn í landið. Serbneska tennisstjarnan fékk undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Dómstóll tók þá skýringu gilda og hleypti Djokovic inn í landið. Djokovic setti yfirlýsingu sína inn að Instagram og sagði vangaveltur um lygar og annað slíkt mjög særandi fyrir sig. Hann sagðist vilja koma málunum á hreinu og að réttar upplýsingar væru á borðinu. Djokovic hafði tekið hraðpróf dagana áður en hann fékk jákvæða prófið. Prófin tók hann til að gæta ítrustu varkárni af því að hann var einkennalaus. Hann baðst líka afsökunar á því að hafa brotið reglur um einangrun eftir að hann smitaðist þegar hann hitti blaðamann tveimur dögum eftir að hann vissi að hann væri smitaður. Það gerðist í Serbíu en hann gaf ekki upp réttar upplýsingar við komuna til Ástralíu. I m pleased and grateful that the Judge overturned my visa cancellation. Despite all that has happened,I want to stay and try to compete @AustralianOpen I remain focused on that. I flew here to play at one of the most important events we have in front of the amazing fans. pic.twitter.com/iJVbMfQ037— Novak Djokovic (@DjokerNole) January 10, 2022 Serbinn átti að láta að vita hvort að hann hefði farið til annars lands tveimur vikum fyrir ferðlag sitt og það hafði sést til hans bæði á Spáni og í Serbíu á þeim tíma. Djokovic sagði að teymi hans hafi sent inn eyðublaðið fyrir sína hönd og merkt í vitlausan kassa yfir ferðalög fjórtán dögum fyrir komuna til Ástralíu. „Þetta voru mannleg mistök og ekki gert viljandi. Teymi mitt hefur gefið áströlskum yfirvöldum upp viðbótarupplýsingar til að koma þessu á hreint,“ skrifaði Djokovic. Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu getur enn afturkallað landvistarleyfi Djokovic en Opna ástralska meistaramótið hefst á mánudaginn í næstu viku. View this post on Instagram A post shared by Novak Djokovic (@djokernole) Tennis Serbía Ástralía Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
Djokovic sendi frá sér yfirlýsingu á meðan hann var að spila æfingaleik á móti tvítugum áströlskum tennisspilara. Dómstóll hafði úrskurðað Djokovic í hag og endurkallað vegabréfsáritun hans eftir að vegabréfaeftirlit Ástrala neitaði að hleypa honum inn í landið og lét hann dúsa á farsóttarhóteli yfir eina helgi. Novak Djokovic admits breaching isolation rules while Covid positivehttps://t.co/hOXjTthfJ8— BBC News (World) (@BBCWorld) January 12, 2022 Djokovic er ekki bólusettur og óbólusettir útlendingar mega ekki koma inn í landið. Serbneska tennisstjarnan fékk undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Dómstóll tók þá skýringu gilda og hleypti Djokovic inn í landið. Djokovic setti yfirlýsingu sína inn að Instagram og sagði vangaveltur um lygar og annað slíkt mjög særandi fyrir sig. Hann sagðist vilja koma málunum á hreinu og að réttar upplýsingar væru á borðinu. Djokovic hafði tekið hraðpróf dagana áður en hann fékk jákvæða prófið. Prófin tók hann til að gæta ítrustu varkárni af því að hann var einkennalaus. Hann baðst líka afsökunar á því að hafa brotið reglur um einangrun eftir að hann smitaðist þegar hann hitti blaðamann tveimur dögum eftir að hann vissi að hann væri smitaður. Það gerðist í Serbíu en hann gaf ekki upp réttar upplýsingar við komuna til Ástralíu. I m pleased and grateful that the Judge overturned my visa cancellation. Despite all that has happened,I want to stay and try to compete @AustralianOpen I remain focused on that. I flew here to play at one of the most important events we have in front of the amazing fans. pic.twitter.com/iJVbMfQ037— Novak Djokovic (@DjokerNole) January 10, 2022 Serbinn átti að láta að vita hvort að hann hefði farið til annars lands tveimur vikum fyrir ferðlag sitt og það hafði sést til hans bæði á Spáni og í Serbíu á þeim tíma. Djokovic sagði að teymi hans hafi sent inn eyðublaðið fyrir sína hönd og merkt í vitlausan kassa yfir ferðalög fjórtán dögum fyrir komuna til Ástralíu. „Þetta voru mannleg mistök og ekki gert viljandi. Teymi mitt hefur gefið áströlskum yfirvöldum upp viðbótarupplýsingar til að koma þessu á hreint,“ skrifaði Djokovic. Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu getur enn afturkallað landvistarleyfi Djokovic en Opna ástralska meistaramótið hefst á mánudaginn í næstu viku. View this post on Instagram A post shared by Novak Djokovic (@djokernole)
Tennis Serbía Ástralía Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira