Lögregla sökuð um að hygla valdamönnum vegna teitisins í ráðuneytinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 22:14 Lögreglan í Lundúnum hefur verið sökuð um að hygla valdamönnum fyrir að hafa ekki rannsakað meint sóttvarnabrot í teiti sem haldið var í forsætisráðuneyti Englands í maí 2020 þegar aðeins tveir máttu koma saman utandyra. Getty/Leon Neal Lögregluembætti Lundúna hefur verið sakað um að hygla valdamönnum með því að hafa ekki rannsakað teiti sem haldin voru í forsætisráðuneytinu þvert á samkomutakmarkanir. Greint var frá því í gær að um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneyti Englands hafi verið boðið í garðpartí 20. maí 2020 þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Samkvæmt heimildum fjölmiðla austanhafs mættu um fjörutíu starfsmenn í partýið, þar á meðal Boris Johnson forsætisráðherra og eiginkona hans Carrie. Lögregluembættið sagði í yfirlýsingu í morgun að það sé í sambandi við ráðuneytið vegna fréttaflutnings um meint brot á samgöngutakmörkunum í forsætisráðuneytinu þann 20. maí 2020. Málið var til mikillar umfjöllunar hjá fjölmiðlum í Bretlandi í gær eftir að ITV birti tölvupóst sem aðstoðarmaður forsætisráðherrans hafði sent á starfsmenn. Tölvupósturinn var sendur á meira en hundrað starfsmenn og var yfirskrift hans: „Fjarlægðartakmarkaðir drykkir! (FORMLEGT-VIÐKVÆMT-NR. 10 EINGÖNGU).“ Fram kom í póstinum að eftir þann annasama tíma sem að baki væri hafi þeim (óvíst hverjir þeir eru) dottið í hug að nýta veðurblíðuna og hittast í fjarlægðartakmarkaða drykki í garðinum á Nr. 10, sem er viðurnefni forsætisráðuneytisins sem er við Downingstræti 10. Þá voru starfsmenn hvattir til að mæta með eigið áfengi. Jane Connors, sem fer fyrir rannsókn sótthvíarbrota hjá lögreglu Lundúna, sagði í dag að lögregluembættið væri að endurskoða þá reglu embættisins að rannsaka eldri sóttvarnabrot ekki aftur í tímann. Þá hafi lögregluembættið verið varað við því að traust almennings á því færi dvínandi. Embættið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki rannsakað teiti sem á að hafa átt sér stað í forsætisráðuneytinu 18. desember 2020. Við rannsókn þess máls sagði lögreglan að hún treysti á að embættið hafi sagt satt og rétt frá um að engar sóttvarnareglur hafi verið brotnar í tetinu. Þá hafi ekki verið nein ástæða til að yfirheyra starfsmenn ráðuneytisins um þessi meintu partý þar sem þeir hefðu neitað að svara spurningum embættisins. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Greint var frá því í gær að um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneyti Englands hafi verið boðið í garðpartí 20. maí 2020 þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Samkvæmt heimildum fjölmiðla austanhafs mættu um fjörutíu starfsmenn í partýið, þar á meðal Boris Johnson forsætisráðherra og eiginkona hans Carrie. Lögregluembættið sagði í yfirlýsingu í morgun að það sé í sambandi við ráðuneytið vegna fréttaflutnings um meint brot á samgöngutakmörkunum í forsætisráðuneytinu þann 20. maí 2020. Málið var til mikillar umfjöllunar hjá fjölmiðlum í Bretlandi í gær eftir að ITV birti tölvupóst sem aðstoðarmaður forsætisráðherrans hafði sent á starfsmenn. Tölvupósturinn var sendur á meira en hundrað starfsmenn og var yfirskrift hans: „Fjarlægðartakmarkaðir drykkir! (FORMLEGT-VIÐKVÆMT-NR. 10 EINGÖNGU).“ Fram kom í póstinum að eftir þann annasama tíma sem að baki væri hafi þeim (óvíst hverjir þeir eru) dottið í hug að nýta veðurblíðuna og hittast í fjarlægðartakmarkaða drykki í garðinum á Nr. 10, sem er viðurnefni forsætisráðuneytisins sem er við Downingstræti 10. Þá voru starfsmenn hvattir til að mæta með eigið áfengi. Jane Connors, sem fer fyrir rannsókn sótthvíarbrota hjá lögreglu Lundúna, sagði í dag að lögregluembættið væri að endurskoða þá reglu embættisins að rannsaka eldri sóttvarnabrot ekki aftur í tímann. Þá hafi lögregluembættið verið varað við því að traust almennings á því færi dvínandi. Embættið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki rannsakað teiti sem á að hafa átt sér stað í forsætisráðuneytinu 18. desember 2020. Við rannsókn þess máls sagði lögreglan að hún treysti á að embættið hafi sagt satt og rétt frá um að engar sóttvarnareglur hafi verið brotnar í tetinu. Þá hafi ekki verið nein ástæða til að yfirheyra starfsmenn ráðuneytisins um þessi meintu partý þar sem þeir hefðu neitað að svara spurningum embættisins.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira