Rannsókn hafin sem gæti skipt sköpum Snorri Másson skrifar 11. janúar 2022 22:30 Þegar hafa verið tekin fleiri en 500 blóðprufur í rannsókn sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni. Rannsóknin er framkvæmd í Turninum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Talið er að margfalt fleiri hafi smitast af kórónuveirunni á Íslandi en hafa greinst með PCR-prófi. Um 1.000 manns eru á leið í blóðprufu sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni. Tölfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar telja 1.000 einstaklinga nægilega stórt úrtak til að fá góða mynd af því hve margir hafa í raun og veru smitast af veirunni á Íslandi. Í blóðsýni má kanna hvort finnist mótefni gegn kjarnapróteini veirunnar. Ef það finnst, hefur einstaklingurinn smitast og bólusetningar eiga ekki að geta ruglað þá niðurstöðu. Innan tveggja til þriggja vikna ætti maður að sjá hvort maður sé kominn með mótefni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta skipt sköpum fyrir framtíð daglegs lífs hér á landi. Kári Stefánsson telur margfalt fleiri hafa smitast en hafa greinst. Sóttvarnalæknir hefur sagt að niðurstöður rannsóknarinnar verði hjálplegar þegar ákvarðanir eru ákveðnar í framhaldinu. „Menn eru farnir að velta því fyrir sér hvort það sé þannig. Ég tel að það sé helsta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir sé að standa í þessu átaki, til þess að síðan meta frekari aðgerðir út frá þessum niðurstöðum,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna. Þetta er líka persónulegt mál, því margir vita einfaldlega ekki hvort þeir hafi smitast eða ekki. „Þau eru mjög þakklát að fá þessi boð,“ segir Kristín Eva. „Flestir vilja fá mótefnamælingar og eru mjög spenntir að vita einmitt, sérstaklega þegar það er svona mikið smit í samfélaginu, hvort þeir hafi smitast án þess að verða veikir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Tölfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar telja 1.000 einstaklinga nægilega stórt úrtak til að fá góða mynd af því hve margir hafa í raun og veru smitast af veirunni á Íslandi. Í blóðsýni má kanna hvort finnist mótefni gegn kjarnapróteini veirunnar. Ef það finnst, hefur einstaklingurinn smitast og bólusetningar eiga ekki að geta ruglað þá niðurstöðu. Innan tveggja til þriggja vikna ætti maður að sjá hvort maður sé kominn með mótefni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta skipt sköpum fyrir framtíð daglegs lífs hér á landi. Kári Stefánsson telur margfalt fleiri hafa smitast en hafa greinst. Sóttvarnalæknir hefur sagt að niðurstöður rannsóknarinnar verði hjálplegar þegar ákvarðanir eru ákveðnar í framhaldinu. „Menn eru farnir að velta því fyrir sér hvort það sé þannig. Ég tel að það sé helsta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir sé að standa í þessu átaki, til þess að síðan meta frekari aðgerðir út frá þessum niðurstöðum,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna. Þetta er líka persónulegt mál, því margir vita einfaldlega ekki hvort þeir hafi smitast eða ekki. „Þau eru mjög þakklát að fá þessi boð,“ segir Kristín Eva. „Flestir vilja fá mótefnamælingar og eru mjög spenntir að vita einmitt, sérstaklega þegar það er svona mikið smit í samfélaginu, hvort þeir hafi smitast án þess að verða veikir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31
Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24