„Eldmóður er í hópnum og ofboðslega góður andi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2022 20:01 Guðmundur Guðmundsson ræðir við Ými Örn Gíslason. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir enga óskastöðu að hafa ekki fengið æfingaleiki fyrir Evrópumótið sem hefst á fimmtudaginn. Ísland átti að mæta Litáen í tveimur leikjum á Ásvöllum. Ekkert varð af þeim eftir að Litáar hættu við að koma til landsins. Og það var kannski eins gott því einn leikmaður liðsins er smitaður af kórónuveirunni. Ísland hefur ekki leikið landsleik síðan 2. maí í fyrra. Íslenska liðið vann þá Ísrael, 39-29, í síðasta leik sínum í undankeppni EM. Átta mánuðir eru því frá síðasta landsleik. „Þetta er engin óskastaða. Liðin leggja mikla áherslu á að fá leiki. En við getum ekki breytt því. Vonandi verður þetta nægilega góður undirbúningur,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn eru allir leikmennirnir í íslenska hópnum heilir heilsu og klárir í slaginn. Held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun Íslenska liðið hefur æft stíft undanfarna daga og spilað tvo innbyrðis æfingaleiki. Liðið hefur verið í búbblu á Grand hótel til að forðast kórónuveirusmit. „Það var tekin sú ákvörðun að fara með hópinn í svokallaða vinnustaðasóttkví. Ég held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það hefur ekki enn greinst smit síðan við komum saman hér heima og það eru jákvæð tíðindi. Vonandi verður það þannig áfram. Leikmennirnir eru mjög einbeittir og hafa gert þetta einstaklega faglega. Auðvitað hefur reynt á menn að vera í hálfgerðri einangrun en ég verð að hrósa þeim fyrir hversu faglega þeir hafa nálgast þetta. Ég finn fyrir því að það er eldmóður er í hópnum og ofboðslega góður andi. Ég held að leikmenn hafi líka kynnst betur í þessum aðstæðum. Menn eru fullir tilhlökkunar. Eins og leikmenn hlakka ég til að glíma við þetta.“ Stærra hlutverk Ágústs Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Val og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, er nýr í þjálfarateymi karlalandsliðsins. Hlutverk hans stækkaði eftir að aðstoðarþjálfarinn Gunnar Magnússon smitaðist af veirunni. „Hann var fenginn til að fókusa á markverði. Gunnar hefur verið í einangrun og ekki verið með. En við tökum upp allar æfingar og höfum svo greint þær eftir á. Gunnar hefur séð þær allar,“ sagði Guðmundur. „Fyrir vikið hefur Ágúst verið virkari inn í sal. Hans aðaláhersla hefur verið á markverðina og hann heldur utan greiningu á skotum og annað slíkt.“ Íslenska liðið heldur til Búdapest á morgun. Fyrsti leikur þess á EM er svo gegn Portúgal á föstudaginn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira
Ísland átti að mæta Litáen í tveimur leikjum á Ásvöllum. Ekkert varð af þeim eftir að Litáar hættu við að koma til landsins. Og það var kannski eins gott því einn leikmaður liðsins er smitaður af kórónuveirunni. Ísland hefur ekki leikið landsleik síðan 2. maí í fyrra. Íslenska liðið vann þá Ísrael, 39-29, í síðasta leik sínum í undankeppni EM. Átta mánuðir eru því frá síðasta landsleik. „Þetta er engin óskastaða. Liðin leggja mikla áherslu á að fá leiki. En við getum ekki breytt því. Vonandi verður þetta nægilega góður undirbúningur,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn eru allir leikmennirnir í íslenska hópnum heilir heilsu og klárir í slaginn. Held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun Íslenska liðið hefur æft stíft undanfarna daga og spilað tvo innbyrðis æfingaleiki. Liðið hefur verið í búbblu á Grand hótel til að forðast kórónuveirusmit. „Það var tekin sú ákvörðun að fara með hópinn í svokallaða vinnustaðasóttkví. Ég held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það hefur ekki enn greinst smit síðan við komum saman hér heima og það eru jákvæð tíðindi. Vonandi verður það þannig áfram. Leikmennirnir eru mjög einbeittir og hafa gert þetta einstaklega faglega. Auðvitað hefur reynt á menn að vera í hálfgerðri einangrun en ég verð að hrósa þeim fyrir hversu faglega þeir hafa nálgast þetta. Ég finn fyrir því að það er eldmóður er í hópnum og ofboðslega góður andi. Ég held að leikmenn hafi líka kynnst betur í þessum aðstæðum. Menn eru fullir tilhlökkunar. Eins og leikmenn hlakka ég til að glíma við þetta.“ Stærra hlutverk Ágústs Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Val og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, er nýr í þjálfarateymi karlalandsliðsins. Hlutverk hans stækkaði eftir að aðstoðarþjálfarinn Gunnar Magnússon smitaðist af veirunni. „Hann var fenginn til að fókusa á markverði. Gunnar hefur verið í einangrun og ekki verið með. En við tökum upp allar æfingar og höfum svo greint þær eftir á. Gunnar hefur séð þær allar,“ sagði Guðmundur. „Fyrir vikið hefur Ágúst verið virkari inn í sal. Hans aðaláhersla hefur verið á markverðina og hann heldur utan greiningu á skotum og annað slíkt.“ Íslenska liðið heldur til Búdapest á morgun. Fyrsti leikur þess á EM er svo gegn Portúgal á föstudaginn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira