Hrapaði af stjörnuhimninum og gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2022 22:20 Elizabeth Holmes skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún boðaði byltingar í heilbrigðisvísindum. Fallið var álíka snöggt þegar skyggnst var í raunverulega starfsemi Theranos. Getty/Justin Sullivan Frumkvöðullinn Elizabeth Holmes var í vikunni sakfelld fyrir fjársvik en hún var lengi álitin ein skærasta stjarna Sílíkondals í Bandaríkjunum. Holmes stofnaði fyrirtækið Theranos árið 2003 þegar hún var aðeins nítján ára gömul. Hún vakti fljótt mikla athygli, hún klæddi sig eins og Steve Jobs og talaði með einkennandi lágri röddu. Og fjöldi fólks heillaðist að henni. Markmið Holmes var að finna betri og ódýrari leið til að greina hundruð sjúkdóma úr aðeins nokkrum dropum af blóði. Þá átti að vera hægt að greina blóðsýnin með sérstökum tækjum úr smiðju Theranos, sem hægt væri að setja upp í apótekum og tækju mun styttri tíma en að senda blóðsýni á rannsóknarstofur. Aðferðin var af mörgum talin byltingarkennd og fékk Holmes til liðs við sig fjárfesta, allt frá fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch yfir í Waltons fjölskylduna sem á og rekur Walmart verslanirnar í Bandaríkjunum, sem vörðu milljörðum í fyrirtækið. Draumur sem byggður var á sandi Það sem síðar kom í ljós var að niðurstöður úr blóðsýnagreiningum Theranos voru mjög ónákvæmar og leiddu oft til þess að fólk þurfti að fara í venjulegar blóðprufur í framhaldinu sem Theranos rannsakaði leynilega í venjulegum rannsóknarstofum. Fingurstungan dugði ekki til, þveröfugt við það sem Holmes hélt fram. Sönnunargögn sem lögð voru fyrir dóminn sýndu jafnframt að Holmes hafi logið til um að hafa samið við stórfyrirtæki á borð við Pfizer og Bandaríkjaher um notkun á tækni hennar. Höfuðstöðvar Theranos í sílíkondal voru lengi vel sveipaðar leyndarhjúp.Getty/Jason Doiy Þegar fyrirtækið var á hæsta tindi var það metið á níu milljarða dala en það stóð ekki lengi. Árið 2015 kom í ljós, eftir að Wall Street Journal birti röð frétta um blekkingar Holmes, að ekki væri allt sem sýndist. Hún og Ramesh Sunny Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, voru árið 2018 ákærð fyrir svik og fyrirtækið leyst upp. Réttarhöldin yfir Holmes stóðu yfir í nokkra mánuði en hún var að lokum sakfelld fyrir fjóra af ellefu ákæruliðum, þrír þeirra sneru að póstsvikum og eitt að fjársvikum. Hún var sýknuð af fjórum ákæruliðum um svik við almenning en kviðdómendum tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þrjá ákæruliðanna. Holmes gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hvern ákæruliðanna sem hún var sakfelld fyrir en það er þó talið ólíklegt. Bandaríkin Tækni Elizabeth Holmes og Theranos Fréttaskýringar Tengdar fréttir Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42 Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Holmes stofnaði fyrirtækið Theranos árið 2003 þegar hún var aðeins nítján ára gömul. Hún vakti fljótt mikla athygli, hún klæddi sig eins og Steve Jobs og talaði með einkennandi lágri röddu. Og fjöldi fólks heillaðist að henni. Markmið Holmes var að finna betri og ódýrari leið til að greina hundruð sjúkdóma úr aðeins nokkrum dropum af blóði. Þá átti að vera hægt að greina blóðsýnin með sérstökum tækjum úr smiðju Theranos, sem hægt væri að setja upp í apótekum og tækju mun styttri tíma en að senda blóðsýni á rannsóknarstofur. Aðferðin var af mörgum talin byltingarkennd og fékk Holmes til liðs við sig fjárfesta, allt frá fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch yfir í Waltons fjölskylduna sem á og rekur Walmart verslanirnar í Bandaríkjunum, sem vörðu milljörðum í fyrirtækið. Draumur sem byggður var á sandi Það sem síðar kom í ljós var að niðurstöður úr blóðsýnagreiningum Theranos voru mjög ónákvæmar og leiddu oft til þess að fólk þurfti að fara í venjulegar blóðprufur í framhaldinu sem Theranos rannsakaði leynilega í venjulegum rannsóknarstofum. Fingurstungan dugði ekki til, þveröfugt við það sem Holmes hélt fram. Sönnunargögn sem lögð voru fyrir dóminn sýndu jafnframt að Holmes hafi logið til um að hafa samið við stórfyrirtæki á borð við Pfizer og Bandaríkjaher um notkun á tækni hennar. Höfuðstöðvar Theranos í sílíkondal voru lengi vel sveipaðar leyndarhjúp.Getty/Jason Doiy Þegar fyrirtækið var á hæsta tindi var það metið á níu milljarða dala en það stóð ekki lengi. Árið 2015 kom í ljós, eftir að Wall Street Journal birti röð frétta um blekkingar Holmes, að ekki væri allt sem sýndist. Hún og Ramesh Sunny Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, voru árið 2018 ákærð fyrir svik og fyrirtækið leyst upp. Réttarhöldin yfir Holmes stóðu yfir í nokkra mánuði en hún var að lokum sakfelld fyrir fjóra af ellefu ákæruliðum, þrír þeirra sneru að póstsvikum og eitt að fjársvikum. Hún var sýknuð af fjórum ákæruliðum um svik við almenning en kviðdómendum tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þrjá ákæruliðanna. Holmes gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hvern ákæruliðanna sem hún var sakfelld fyrir en það er þó talið ólíklegt.
Bandaríkin Tækni Elizabeth Holmes og Theranos Fréttaskýringar Tengdar fréttir Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42 Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42
Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04
Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02