Heppinn að sleppa lifandi frá háskalegri viðureign við bílaþjóf í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2022 10:13 Þessa bíls er nú leitað af Hilmar og lögreglu. Hilmar biður lesendur Vísis að hafa hjá sér augun, ef þeir sjá dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963 og hafa þá samband við lögreglu eða sig í síma 762-3105. Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í afar óskemmtilegu atviki nú í morgun, nokkru sem fæstir vilja lenda í. Hann var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Skrapað hné og blóðugur putti Hilmar áttaði sig þegar á því að ekki var allt með felldu. „Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir Hilmar sem hefur lýst eftir bílnum á Facebook-svæði íbúa Lindahverfis. Hilmar náði ekki að stöðva bílaþjófinn og er nú með skrapað hné og blóðugan putta eftir atganginn sem börn hans sex og sjö ára máttu horfa uppá. Um er að ræða dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963. Hilmar segir í samtali við Vísi hafa sett sig þegar í samband við lögregluna sem brást skjótt við og hefur hún sent út tilkynningu til allra umdæma. „Já, lögreglan kom strax á staðinn. Þeir voru snöggir að svara og sáu bílinn keyra inn Fífuhvammsveg á myndavélum sínum,“ segir Hilmar sem starfar sem ráðgjafi eða sérfræðingur hjá fjármálaráðuneyti Grænlands. Með aðsetur hér á Íslandi. Hann segir þetta sérkennilega reynslu að lenda í en það sé svo sem verið að stela bílum daglega. Börnin máttu horfa upp á atganginn Hilmar segir það svo að hann hafi einmitt hugsað til þess að ætli bílnum verði ekki stolið þegar hann fór inn til að sækja börnin. En þá vikið þeim þanka frá sér. En ekki var um nema fáeinar mínútur sem liðu frá því og þegar hann sá að einhver var kominn inn í bílinn. Hann hugsaði sig ekki um. Segir að hann hefði kannski frekar átt að reyna að henda sér í aftursæti bifreiðarinnar en menn hugsi ekki mikið við aðstæður sem þessar. En þetta hafi sannarlega verið óþægilegt að lenda í. „Ég er með skrapað hné og blóðugun putta eftir þetta. En það er vont að börnin hafi þurft að horfa uppá þetta,“ segir Hilmar. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hann var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Skrapað hné og blóðugur putti Hilmar áttaði sig þegar á því að ekki var allt með felldu. „Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir Hilmar sem hefur lýst eftir bílnum á Facebook-svæði íbúa Lindahverfis. Hilmar náði ekki að stöðva bílaþjófinn og er nú með skrapað hné og blóðugan putta eftir atganginn sem börn hans sex og sjö ára máttu horfa uppá. Um er að ræða dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963. Hilmar segir í samtali við Vísi hafa sett sig þegar í samband við lögregluna sem brást skjótt við og hefur hún sent út tilkynningu til allra umdæma. „Já, lögreglan kom strax á staðinn. Þeir voru snöggir að svara og sáu bílinn keyra inn Fífuhvammsveg á myndavélum sínum,“ segir Hilmar sem starfar sem ráðgjafi eða sérfræðingur hjá fjármálaráðuneyti Grænlands. Með aðsetur hér á Íslandi. Hann segir þetta sérkennilega reynslu að lenda í en það sé svo sem verið að stela bílum daglega. Börnin máttu horfa upp á atganginn Hilmar segir það svo að hann hafi einmitt hugsað til þess að ætli bílnum verði ekki stolið þegar hann fór inn til að sækja börnin. En þá vikið þeim þanka frá sér. En ekki var um nema fáeinar mínútur sem liðu frá því og þegar hann sá að einhver var kominn inn í bílinn. Hann hugsaði sig ekki um. Segir að hann hefði kannski frekar átt að reyna að henda sér í aftursæti bifreiðarinnar en menn hugsi ekki mikið við aðstæður sem þessar. En þetta hafi sannarlega verið óþægilegt að lenda í. „Ég er með skrapað hné og blóðugun putta eftir þetta. En það er vont að börnin hafi þurft að horfa uppá þetta,“ segir Hilmar.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira