Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Snorri Másson skrifar 6. janúar 2022 20:00 Sannkallað stöðuvatn hafði myndast á planinu þegar mest lét í morgun. Vísir/Vilhelm Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Þetta leit sannarlega ekki vel út þegar fréttastofa mætti niður að Grindavíkurhöfn í morgun en með samstilltu átaki viðbragðsaðila tókst að dæla gríðarlegu magni af vatni burt og sömuleiðis bjarga miklum verðmætum úr útgerðinni. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá mestu hamfarirnar og viðbrögð hlutaðeigandi aðila: Svo virtist sem allt væri Grindvíkingum mótdrægt. Sjávarstaðan var sérstaklega há og á nákvæmlega sama tíma gekk yfir ein mesta lægð sögunnar. Sömuleiðis var vindáttin óhagstæð. Undir morgun var allt komið á flot við höfnina, rafmagni sló alveg út á svæðinu og menn þurftu að hafa sig alla við til að koma fiskinum úr frystihúsinu. „Þetta var gríðarlegt magn. Þegar þú labbaðir um þetta áðan eins og þið sjáið á lyftaranum, þetta er í hnéhæð. En niðurföllin, hvernig stendur á að þau anni þessu ekki? Niðurföllin eru svo sem bara gerð fyrir rigningavatn og svoleiðis en þegar sjór flæðir yfir allar bryggjur og öldurnar ganga yfir er vatsnmagnið svo gríðarlegt að þau hafa ekki undan,“ sagði Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri. Allt var fullt af fiski í frystihúsinu, sem tæma þurfti í snatri þegar sjórinn flæddi inn. Það tókst að bjarga mestu.Vísir/Vilhelm Síðdegis tókst að tæma planið af vatni. Viðbúið er að sjór gangi aftur á land þegar flæðir að í kvöld en í þetta skiptið verða viðbragðsaðilar í startholunum í von um að aftra því að sagan endurtaki sig með frystihúsið. Félagið er vitaskuld tryggt en töluvert tjón hefur orðið á afurðum og hráefni og mögulega húsnæði. „Ég held að eitt bretti sé bara milljón, þannig að þetta er mjög stórt tjón þótt þetta sé lítill hluti af afurðunum,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis hf. Bæjarstjórinn Fannar Jónasson var einnig á staðnum og sagði töluvert hafa mætt á Grindvíkingum undanfarið. „Við áttum ekki von á þessu svona slæmu. Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en til dæmis vatnið núna hér við fiskvinnsluna er hærri en maður átti von á,“ sagði Fannar. Á svipuðum nótum bætti Páll framkvæmdastjóri við að Grindvíkingar væru á þessum síðustu og verstu tímum orðnir ýmsu vanir: „Jarðskjálftar, eldgos, veirur og svo flóð. Þannig að þetta ár heilsar bara með stæl.“ Vísir/Vilhelm Veður Grindavík Tengdar fréttir Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Þetta leit sannarlega ekki vel út þegar fréttastofa mætti niður að Grindavíkurhöfn í morgun en með samstilltu átaki viðbragðsaðila tókst að dæla gríðarlegu magni af vatni burt og sömuleiðis bjarga miklum verðmætum úr útgerðinni. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá mestu hamfarirnar og viðbrögð hlutaðeigandi aðila: Svo virtist sem allt væri Grindvíkingum mótdrægt. Sjávarstaðan var sérstaklega há og á nákvæmlega sama tíma gekk yfir ein mesta lægð sögunnar. Sömuleiðis var vindáttin óhagstæð. Undir morgun var allt komið á flot við höfnina, rafmagni sló alveg út á svæðinu og menn þurftu að hafa sig alla við til að koma fiskinum úr frystihúsinu. „Þetta var gríðarlegt magn. Þegar þú labbaðir um þetta áðan eins og þið sjáið á lyftaranum, þetta er í hnéhæð. En niðurföllin, hvernig stendur á að þau anni þessu ekki? Niðurföllin eru svo sem bara gerð fyrir rigningavatn og svoleiðis en þegar sjór flæðir yfir allar bryggjur og öldurnar ganga yfir er vatsnmagnið svo gríðarlegt að þau hafa ekki undan,“ sagði Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri. Allt var fullt af fiski í frystihúsinu, sem tæma þurfti í snatri þegar sjórinn flæddi inn. Það tókst að bjarga mestu.Vísir/Vilhelm Síðdegis tókst að tæma planið af vatni. Viðbúið er að sjór gangi aftur á land þegar flæðir að í kvöld en í þetta skiptið verða viðbragðsaðilar í startholunum í von um að aftra því að sagan endurtaki sig með frystihúsið. Félagið er vitaskuld tryggt en töluvert tjón hefur orðið á afurðum og hráefni og mögulega húsnæði. „Ég held að eitt bretti sé bara milljón, þannig að þetta er mjög stórt tjón þótt þetta sé lítill hluti af afurðunum,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis hf. Bæjarstjórinn Fannar Jónasson var einnig á staðnum og sagði töluvert hafa mætt á Grindvíkingum undanfarið. „Við áttum ekki von á þessu svona slæmu. Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en til dæmis vatnið núna hér við fiskvinnsluna er hærri en maður átti von á,“ sagði Fannar. Á svipuðum nótum bætti Páll framkvæmdastjóri við að Grindvíkingar væru á þessum síðustu og verstu tímum orðnir ýmsu vanir: „Jarðskjálftar, eldgos, veirur og svo flóð. Þannig að þetta ár heilsar bara með stæl.“ Vísir/Vilhelm
Veður Grindavík Tengdar fréttir Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43
Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?