Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Snorri Másson skrifar 6. janúar 2022 20:00 Sannkallað stöðuvatn hafði myndast á planinu þegar mest lét í morgun. Vísir/Vilhelm Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Þetta leit sannarlega ekki vel út þegar fréttastofa mætti niður að Grindavíkurhöfn í morgun en með samstilltu átaki viðbragðsaðila tókst að dæla gríðarlegu magni af vatni burt og sömuleiðis bjarga miklum verðmætum úr útgerðinni. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá mestu hamfarirnar og viðbrögð hlutaðeigandi aðila: Svo virtist sem allt væri Grindvíkingum mótdrægt. Sjávarstaðan var sérstaklega há og á nákvæmlega sama tíma gekk yfir ein mesta lægð sögunnar. Sömuleiðis var vindáttin óhagstæð. Undir morgun var allt komið á flot við höfnina, rafmagni sló alveg út á svæðinu og menn þurftu að hafa sig alla við til að koma fiskinum úr frystihúsinu. „Þetta var gríðarlegt magn. Þegar þú labbaðir um þetta áðan eins og þið sjáið á lyftaranum, þetta er í hnéhæð. En niðurföllin, hvernig stendur á að þau anni þessu ekki? Niðurföllin eru svo sem bara gerð fyrir rigningavatn og svoleiðis en þegar sjór flæðir yfir allar bryggjur og öldurnar ganga yfir er vatsnmagnið svo gríðarlegt að þau hafa ekki undan,“ sagði Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri. Allt var fullt af fiski í frystihúsinu, sem tæma þurfti í snatri þegar sjórinn flæddi inn. Það tókst að bjarga mestu.Vísir/Vilhelm Síðdegis tókst að tæma planið af vatni. Viðbúið er að sjór gangi aftur á land þegar flæðir að í kvöld en í þetta skiptið verða viðbragðsaðilar í startholunum í von um að aftra því að sagan endurtaki sig með frystihúsið. Félagið er vitaskuld tryggt en töluvert tjón hefur orðið á afurðum og hráefni og mögulega húsnæði. „Ég held að eitt bretti sé bara milljón, þannig að þetta er mjög stórt tjón þótt þetta sé lítill hluti af afurðunum,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis hf. Bæjarstjórinn Fannar Jónasson var einnig á staðnum og sagði töluvert hafa mætt á Grindvíkingum undanfarið. „Við áttum ekki von á þessu svona slæmu. Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en til dæmis vatnið núna hér við fiskvinnsluna er hærri en maður átti von á,“ sagði Fannar. Á svipuðum nótum bætti Páll framkvæmdastjóri við að Grindvíkingar væru á þessum síðustu og verstu tímum orðnir ýmsu vanir: „Jarðskjálftar, eldgos, veirur og svo flóð. Þannig að þetta ár heilsar bara með stæl.“ Vísir/Vilhelm Veður Grindavík Tengdar fréttir Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Þetta leit sannarlega ekki vel út þegar fréttastofa mætti niður að Grindavíkurhöfn í morgun en með samstilltu átaki viðbragðsaðila tókst að dæla gríðarlegu magni af vatni burt og sömuleiðis bjarga miklum verðmætum úr útgerðinni. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá mestu hamfarirnar og viðbrögð hlutaðeigandi aðila: Svo virtist sem allt væri Grindvíkingum mótdrægt. Sjávarstaðan var sérstaklega há og á nákvæmlega sama tíma gekk yfir ein mesta lægð sögunnar. Sömuleiðis var vindáttin óhagstæð. Undir morgun var allt komið á flot við höfnina, rafmagni sló alveg út á svæðinu og menn þurftu að hafa sig alla við til að koma fiskinum úr frystihúsinu. „Þetta var gríðarlegt magn. Þegar þú labbaðir um þetta áðan eins og þið sjáið á lyftaranum, þetta er í hnéhæð. En niðurföllin, hvernig stendur á að þau anni þessu ekki? Niðurföllin eru svo sem bara gerð fyrir rigningavatn og svoleiðis en þegar sjór flæðir yfir allar bryggjur og öldurnar ganga yfir er vatsnmagnið svo gríðarlegt að þau hafa ekki undan,“ sagði Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri. Allt var fullt af fiski í frystihúsinu, sem tæma þurfti í snatri þegar sjórinn flæddi inn. Það tókst að bjarga mestu.Vísir/Vilhelm Síðdegis tókst að tæma planið af vatni. Viðbúið er að sjór gangi aftur á land þegar flæðir að í kvöld en í þetta skiptið verða viðbragðsaðilar í startholunum í von um að aftra því að sagan endurtaki sig með frystihúsið. Félagið er vitaskuld tryggt en töluvert tjón hefur orðið á afurðum og hráefni og mögulega húsnæði. „Ég held að eitt bretti sé bara milljón, þannig að þetta er mjög stórt tjón þótt þetta sé lítill hluti af afurðunum,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis hf. Bæjarstjórinn Fannar Jónasson var einnig á staðnum og sagði töluvert hafa mætt á Grindvíkingum undanfarið. „Við áttum ekki von á þessu svona slæmu. Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en til dæmis vatnið núna hér við fiskvinnsluna er hærri en maður átti von á,“ sagði Fannar. Á svipuðum nótum bætti Páll framkvæmdastjóri við að Grindvíkingar væru á þessum síðustu og verstu tímum orðnir ýmsu vanir: „Jarðskjálftar, eldgos, veirur og svo flóð. Þannig að þetta ár heilsar bara með stæl.“ Vísir/Vilhelm
Veður Grindavík Tengdar fréttir Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. 6. janúar 2022 12:43
Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent