Allt á floti í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 10:13 Það er allt á floti í Grindavík. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. „Þetta byrjaði nú bara í morgun á flóðinu og er bara búið að ágerast. Ég er inni í frystihúsinu á Miðgarði og það eru mest 40 cm á gólfinu. Það er farið að flæða inn í byggingar á hafnarsvæðinu,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Arnar Halldórsson tökumaður og Snorri Másson fréttamaður ræddu við bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra útgerðarinnar í Grindavík í dag. Við vorum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi en viðtölin má sjá að neðan. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Klippa: Aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Klippa: Beint af eldgosafundi á flóðasvæði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Klippa: Dæla átta þúsund lítrum á mínútu úr Grindavík Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari okkar, náði þessu myndbandi innan úr frystihúsinu þar sem allt var á floti. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Bogi segir lítið hafa verið um útköll vegna veðursins í nótt, nokkur hafi borist vegna þaka og fánastanga sem væru að fjúka. Engin trampólín hafi fokið í veðrinu, sem sé talsverð tilbreyting. Sjórinn er um hálfs meters djúpur við frystihús Vísis í Grindavík.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin er þó áfram í viðbragðsstöðu og eru allir meðlimir sveitarinnar niðri á hafnarsvæði til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum. „Við erum að rölta um hafnarsvæðið í flóðgöllum,“ segir Bogi en engin útköll hafa borist vegna flóðsins. „Við erum bara að fylgjast með og hjálpa. Við erum að vinna með restinni af batteríinu: bænum, löggunni og slökkviliðinu.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Mikill öldugangur í Grindavík Engin úrkoma er í Grindavík að sögn Boga og er því einungis um að ræða sjó sem nú gengur á land. „Já, mér skilst að það sé 8-12 metra alda og svo er stórflóð, það er um 60 cm hærra en venjulega. Það er við bryggjukanntinn og svo gengur það bara yfir,“ segir Bogi en björgunarsveitin hefur alla vikuna verið að undirbúa flóðið. „Við byrjuðum snemma í vikunni að undirbúa þetta og lokuðum svæðinu í morgun.“ Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
„Þetta byrjaði nú bara í morgun á flóðinu og er bara búið að ágerast. Ég er inni í frystihúsinu á Miðgarði og það eru mest 40 cm á gólfinu. Það er farið að flæða inn í byggingar á hafnarsvæðinu,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Arnar Halldórsson tökumaður og Snorri Másson fréttamaður ræddu við bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra útgerðarinnar í Grindavík í dag. Við vorum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi en viðtölin má sjá að neðan. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Klippa: Aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Klippa: Beint af eldgosafundi á flóðasvæði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Klippa: Dæla átta þúsund lítrum á mínútu úr Grindavík Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari okkar, náði þessu myndbandi innan úr frystihúsinu þar sem allt var á floti. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Bogi segir lítið hafa verið um útköll vegna veðursins í nótt, nokkur hafi borist vegna þaka og fánastanga sem væru að fjúka. Engin trampólín hafi fokið í veðrinu, sem sé talsverð tilbreyting. Sjórinn er um hálfs meters djúpur við frystihús Vísis í Grindavík.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin er þó áfram í viðbragðsstöðu og eru allir meðlimir sveitarinnar niðri á hafnarsvæði til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum. „Við erum að rölta um hafnarsvæðið í flóðgöllum,“ segir Bogi en engin útköll hafa borist vegna flóðsins. „Við erum bara að fylgjast með og hjálpa. Við erum að vinna með restinni af batteríinu: bænum, löggunni og slökkviliðinu.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Mikill öldugangur í Grindavík Engin úrkoma er í Grindavík að sögn Boga og er því einungis um að ræða sjó sem nú gengur á land. „Já, mér skilst að það sé 8-12 metra alda og svo er stórflóð, það er um 60 cm hærra en venjulega. Það er við bryggjukanntinn og svo gengur það bara yfir,“ segir Bogi en björgunarsveitin hefur alla vikuna verið að undirbúa flóðið. „Við byrjuðum snemma í vikunni að undirbúa þetta og lokuðum svæðinu í morgun.“
Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26
Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31