Allt á floti í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 10:13 Það er allt á floti í Grindavík. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. „Þetta byrjaði nú bara í morgun á flóðinu og er bara búið að ágerast. Ég er inni í frystihúsinu á Miðgarði og það eru mest 40 cm á gólfinu. Það er farið að flæða inn í byggingar á hafnarsvæðinu,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Arnar Halldórsson tökumaður og Snorri Másson fréttamaður ræddu við bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra útgerðarinnar í Grindavík í dag. Við vorum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi en viðtölin má sjá að neðan. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Klippa: Aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Klippa: Beint af eldgosafundi á flóðasvæði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Klippa: Dæla átta þúsund lítrum á mínútu úr Grindavík Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari okkar, náði þessu myndbandi innan úr frystihúsinu þar sem allt var á floti. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Bogi segir lítið hafa verið um útköll vegna veðursins í nótt, nokkur hafi borist vegna þaka og fánastanga sem væru að fjúka. Engin trampólín hafi fokið í veðrinu, sem sé talsverð tilbreyting. Sjórinn er um hálfs meters djúpur við frystihús Vísis í Grindavík.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin er þó áfram í viðbragðsstöðu og eru allir meðlimir sveitarinnar niðri á hafnarsvæði til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum. „Við erum að rölta um hafnarsvæðið í flóðgöllum,“ segir Bogi en engin útköll hafa borist vegna flóðsins. „Við erum bara að fylgjast með og hjálpa. Við erum að vinna með restinni af batteríinu: bænum, löggunni og slökkviliðinu.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Mikill öldugangur í Grindavík Engin úrkoma er í Grindavík að sögn Boga og er því einungis um að ræða sjó sem nú gengur á land. „Já, mér skilst að það sé 8-12 metra alda og svo er stórflóð, það er um 60 cm hærra en venjulega. Það er við bryggjukanntinn og svo gengur það bara yfir,“ segir Bogi en björgunarsveitin hefur alla vikuna verið að undirbúa flóðið. „Við byrjuðum snemma í vikunni að undirbúa þetta og lokuðum svæðinu í morgun.“ Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Sjá meira
„Þetta byrjaði nú bara í morgun á flóðinu og er bara búið að ágerast. Ég er inni í frystihúsinu á Miðgarði og það eru mest 40 cm á gólfinu. Það er farið að flæða inn í byggingar á hafnarsvæðinu,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Arnar Halldórsson tökumaður og Snorri Másson fréttamaður ræddu við bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra útgerðarinnar í Grindavík í dag. Við vorum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi en viðtölin má sjá að neðan. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Klippa: Aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Klippa: Beint af eldgosafundi á flóðasvæði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Klippa: Dæla átta þúsund lítrum á mínútu úr Grindavík Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari okkar, náði þessu myndbandi innan úr frystihúsinu þar sem allt var á floti. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Bogi segir lítið hafa verið um útköll vegna veðursins í nótt, nokkur hafi borist vegna þaka og fánastanga sem væru að fjúka. Engin trampólín hafi fokið í veðrinu, sem sé talsverð tilbreyting. Sjórinn er um hálfs meters djúpur við frystihús Vísis í Grindavík.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin er þó áfram í viðbragðsstöðu og eru allir meðlimir sveitarinnar niðri á hafnarsvæði til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum. „Við erum að rölta um hafnarsvæðið í flóðgöllum,“ segir Bogi en engin útköll hafa borist vegna flóðsins. „Við erum bara að fylgjast með og hjálpa. Við erum að vinna með restinni af batteríinu: bænum, löggunni og slökkviliðinu.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Mikill öldugangur í Grindavík Engin úrkoma er í Grindavík að sögn Boga og er því einungis um að ræða sjó sem nú gengur á land. „Já, mér skilst að það sé 8-12 metra alda og svo er stórflóð, það er um 60 cm hærra en venjulega. Það er við bryggjukanntinn og svo gengur það bara yfir,“ segir Bogi en björgunarsveitin hefur alla vikuna verið að undirbúa flóðið. „Við byrjuðum snemma í vikunni að undirbúa þetta og lokuðum svæðinu í morgun.“
Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Sjá meira
„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26
Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31