Dagur Sigurðsson mun ekki stýra lærisveinum í japanska landsliðinu á Asíumótinu í handbolta sem fram fer í Sádi-Arabíu frá 18 til 31. janúar. Ástæðan er hópsmit í herbúðum liðsins.
Official: Japan withdrew from the 20th Asian Handball Championships in Saudi Arabia#Asian_KSA pic.twitter.com/DP6TvUqFPP
— Saudi Arabian Handball Federation (@sahfksa_en) January 5, 2022
Japan var í D-riðli mótsins með Barein, Hong Kong, Úsbekistan og Víetnam.
Dagur hefur stýrt japanska landsliðinu frá árinu 2017 en hann hefur einnig stýrt þýska og austurríska landsliðinu.