Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2022 11:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faraldurinn sé enn í töluverðum vexti og brátt muni nást gott samfélagslegt ónæmi. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Hann segist enn vera sannfærður um að á næstu vikum eða mánuðum muni takast að skapa hér það mikið samfélagslegt ónæmi að smitum fari að fækka verulega og fólk geti snúið til eðlilegra lífs. Þó sé erfitt að segja til um á þessari stundu hvort það muni marka endalok Covid-faraldursins. Þórólfur sagði enn óljóst hvenær toppnum yrði náð og áfram sé hætta á frekari innlögnum á sjúkrahús sem hafi færst í aukanna. Sóttvarnalæknir telur að breyting á sóttkví þríbólusettra geti markað upphafið að ýmsum tilslökunum. Með þessu megi meðal annars koma til móts við atvinnulífið sem hafi fundið mikið fyrir áhrifum faraldursins. Þórólfur sagði að þetta ætti eftir að koma betur í ljós en takmörkunum yrði frekar aflétt í hægum skrefum en öllum á einum tímapunkti. Allir á gjörgæslu með delta Þórólfur sagði að útbreiðsla faraldursins hér á landi sé áfram í töluverðum vexti líkt og víða erlendis. Að minnsta kosti 90% þeirra sem greinast nú eru með ómíkron afbrigðið en áfram greinast á milli 100 til 150 einstaklingar með delta-afbrigðið á degi hverjum. Frá 15. desember hefur ómíkron greinst hjá um 40% þeirra sem hafa lagst inn á spítala. Allir sem eru nú á gjörgæslu eru með delta afbrigði veirunnar og nær allir eru óbólusettir. Karlmaðurinn á sjötugsaldri sem lést af völdum Covid-19 í gær var ekki bólusettur. Rúmlega 160 þúsund manns hafa fengið örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Alvarlegar afleiðingar af völdum ómíkron afbrigðisins virðast vera um 30 til 50 prósent ólíklegri en af völdum delta, samkvæmt erlendum rannsóknum. Að sögn Þórólfs virðist þetta ríma við þróunina hér á landi. Ómíkron virðist hér vera algengast hjá yngri fullorðnum einstaklingum en delta hjá börnum. Þórólfur hvetur fólk áfram til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt þar sem ljóst sé að bólusetning verndi betur gegn smiti af völdum delta en ómíkron. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Hann segist enn vera sannfærður um að á næstu vikum eða mánuðum muni takast að skapa hér það mikið samfélagslegt ónæmi að smitum fari að fækka verulega og fólk geti snúið til eðlilegra lífs. Þó sé erfitt að segja til um á þessari stundu hvort það muni marka endalok Covid-faraldursins. Þórólfur sagði enn óljóst hvenær toppnum yrði náð og áfram sé hætta á frekari innlögnum á sjúkrahús sem hafi færst í aukanna. Sóttvarnalæknir telur að breyting á sóttkví þríbólusettra geti markað upphafið að ýmsum tilslökunum. Með þessu megi meðal annars koma til móts við atvinnulífið sem hafi fundið mikið fyrir áhrifum faraldursins. Þórólfur sagði að þetta ætti eftir að koma betur í ljós en takmörkunum yrði frekar aflétt í hægum skrefum en öllum á einum tímapunkti. Allir á gjörgæslu með delta Þórólfur sagði að útbreiðsla faraldursins hér á landi sé áfram í töluverðum vexti líkt og víða erlendis. Að minnsta kosti 90% þeirra sem greinast nú eru með ómíkron afbrigðið en áfram greinast á milli 100 til 150 einstaklingar með delta-afbrigðið á degi hverjum. Frá 15. desember hefur ómíkron greinst hjá um 40% þeirra sem hafa lagst inn á spítala. Allir sem eru nú á gjörgæslu eru með delta afbrigði veirunnar og nær allir eru óbólusettir. Karlmaðurinn á sjötugsaldri sem lést af völdum Covid-19 í gær var ekki bólusettur. Rúmlega 160 þúsund manns hafa fengið örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Alvarlegar afleiðingar af völdum ómíkron afbrigðisins virðast vera um 30 til 50 prósent ólíklegri en af völdum delta, samkvæmt erlendum rannsóknum. Að sögn Þórólfs virðist þetta ríma við þróunina hér á landi. Ómíkron virðist hér vera algengast hjá yngri fullorðnum einstaklingum en delta hjá börnum. Þórólfur hvetur fólk áfram til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt þar sem ljóst sé að bólusetning verndi betur gegn smiti af völdum delta en ómíkron. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17