Segir ósanngjarnt ef Fallon Sherrock fær sæti í úrvalsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 14:01 Fallon Sherrock tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton, 3-2, í 1. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. getty/Tom Dulat Skiptar skoðanir eru á því hvort Fallon Sherrock eigi að fá keppnisrétt í úrvalsdeildinni í pílukasti. Sherrock hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á mótum og komst meðal annars í 3. umferð á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Hún komst einnig í átta manna úrslit á Grand Slam of Darts síðasta haust. Þá er Sherrock gríðarlega vinsæl og líklega einn vinsælasti pílukastari heims. Hún tapaði hins vegar í 1. umferð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og ekki eru allir sáttir með að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem tíu af bestu kepppendum heims leiða saman hesta sína. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir munu keppa í úrvalsdeildinni en talið er að forsvarsmenn hennar bíði eftir því hvort Sherrock muni tryggja sér sæti á PDC mótaröðinni. John Part, þrefaldur heimsmeistari og einn sérfræðinga Sky Sports um pílukast, er mótfallinn því að Sherrock fái sæti í úrvalsdeildinni. „Með núgildandi fyrirkomulagi er erfitt að velja hana. Hún er sannarlega fær um að spila. En ef ég væri hún eða einhver tengdur henni myndi ég sennilega ekki vilja að hún færi í úrvalsdeildinni. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt þetta er. Þetta hefur ekki góð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. Við höfum séð það hjá leikmönnum á borð við Kim Huybrechts, Mark Webster og Michael Smith,“ sagði Part. Hann er sannfærður um að það myndi auka áhuga á úrvalsdeildinni að bjóða Sherrock sæti í henni en ókostirnir séu líka til staðar og vegi sennilega þyngra. „Það yrði að mörgu leyti gott að hafa hana þarna en ég held að það væri ekki gott fyrir hana og er ekki viss um að það væri sanngjarnt fyrir aðra. Þú getur ekki gert þetta á kostnað einhvers sem á það fullkomlega skilið án þess að spyrja hvort þetta hafi eitthvað með athygli á mótinu að gera. Og það þarf ekki endilega að vera jákvæð athygli,“ sagði Part um Sherrock sem er í 90. sæti heimslistans. Pílukast Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Sjá meira
Sherrock hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á mótum og komst meðal annars í 3. umferð á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Hún komst einnig í átta manna úrslit á Grand Slam of Darts síðasta haust. Þá er Sherrock gríðarlega vinsæl og líklega einn vinsælasti pílukastari heims. Hún tapaði hins vegar í 1. umferð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og ekki eru allir sáttir með að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem tíu af bestu kepppendum heims leiða saman hesta sína. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir munu keppa í úrvalsdeildinni en talið er að forsvarsmenn hennar bíði eftir því hvort Sherrock muni tryggja sér sæti á PDC mótaröðinni. John Part, þrefaldur heimsmeistari og einn sérfræðinga Sky Sports um pílukast, er mótfallinn því að Sherrock fái sæti í úrvalsdeildinni. „Með núgildandi fyrirkomulagi er erfitt að velja hana. Hún er sannarlega fær um að spila. En ef ég væri hún eða einhver tengdur henni myndi ég sennilega ekki vilja að hún færi í úrvalsdeildinni. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt þetta er. Þetta hefur ekki góð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. Við höfum séð það hjá leikmönnum á borð við Kim Huybrechts, Mark Webster og Michael Smith,“ sagði Part. Hann er sannfærður um að það myndi auka áhuga á úrvalsdeildinni að bjóða Sherrock sæti í henni en ókostirnir séu líka til staðar og vegi sennilega þyngra. „Það yrði að mörgu leyti gott að hafa hana þarna en ég held að það væri ekki gott fyrir hana og er ekki viss um að það væri sanngjarnt fyrir aðra. Þú getur ekki gert þetta á kostnað einhvers sem á það fullkomlega skilið án þess að spyrja hvort þetta hafi eitthvað með athygli á mótinu að gera. Og það þarf ekki endilega að vera jákvæð athygli,“ sagði Part um Sherrock sem er í 90. sæti heimslistans.
Pílukast Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Sjá meira