„Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það“ Snorri Másson skrifar 3. janúar 2022 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara í bólusetningar og örvunarbólusetningar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekkert við ástandið í faraldrinum gefa ástæðu til að ráðast í afléttingar. Hlutfall óbólusettra á meðal alvarlega veikra er mjög hátt. 795 greindust með veiruna innanlands í gær, sem er meira og minna í takt við fjöldann sem verið hefur síðustu viku. Tæplega 8.000 manns eru í einangrun með veiruna en á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár. Hægt og bítandi vex álagið á sjúkrahúsinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég get ekki séð að það sé neitt í spilunum sem ætti að réttlæta það að fara að aflétta, þegar við erum alveg á bríkinni með innlagnir á spítalann. Þannig að ég held að það væri kannski mjög langsótt eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur - óbólusettir eru að valda langmesta álaginu. 91,5% eldri en 12 ára hefur þegið bólusetningu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða með omíkron-afbrigðið, hvort það hegði sér öðruvísi, en áhættan er klárlega margföld á meðal þeirra sem eru óbólusettir.“ Fer þetta ekki í taugarnar á þér, að þurfa að horfa upp á þetta? „Ég veit nú ekki hvort þetta fari í taugarnar á mér mikið meira en margt annað. Þetta er bara staðan. Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það. Við höfum ekki lagalega heimild til að skylda fólk í bólusetningar, heldur erum við að reyna að höfða til fólks,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir hefur ekki upplýsingar um veiruafbrigðin sem alvarlega veikir sjúklingar eru haldnir - eða hvort einhver sé með omíkron á öndunarvél. Um 100-120 eru enn að greinast með delta á degi hverjum. „Flestir sem eru að veikjast alvarlega eru með delta-afbrigðið. Hvort það muni breytast núna þegar við förum að sjá svona marga með omíkron, hvort þeim muni fjölga líka, það er það sem við vitum ekki,“ segir Þórólfur, sem bætir við að gögn liggi ekki fyrir á þessari stundu sem segi af eða á um það hvort omíkron-sýking veiti vörn gegn delta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir 795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51 Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Sjá meira
795 greindust með veiruna innanlands í gær, sem er meira og minna í takt við fjöldann sem verið hefur síðustu viku. Tæplega 8.000 manns eru í einangrun með veiruna en á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár. Hægt og bítandi vex álagið á sjúkrahúsinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég get ekki séð að það sé neitt í spilunum sem ætti að réttlæta það að fara að aflétta, þegar við erum alveg á bríkinni með innlagnir á spítalann. Þannig að ég held að það væri kannski mjög langsótt eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur - óbólusettir eru að valda langmesta álaginu. 91,5% eldri en 12 ára hefur þegið bólusetningu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða með omíkron-afbrigðið, hvort það hegði sér öðruvísi, en áhættan er klárlega margföld á meðal þeirra sem eru óbólusettir.“ Fer þetta ekki í taugarnar á þér, að þurfa að horfa upp á þetta? „Ég veit nú ekki hvort þetta fari í taugarnar á mér mikið meira en margt annað. Þetta er bara staðan. Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það. Við höfum ekki lagalega heimild til að skylda fólk í bólusetningar, heldur erum við að reyna að höfða til fólks,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir hefur ekki upplýsingar um veiruafbrigðin sem alvarlega veikir sjúklingar eru haldnir - eða hvort einhver sé með omíkron á öndunarvél. Um 100-120 eru enn að greinast með delta á degi hverjum. „Flestir sem eru að veikjast alvarlega eru með delta-afbrigðið. Hvort það muni breytast núna þegar við förum að sjá svona marga með omíkron, hvort þeim muni fjölga líka, það er það sem við vitum ekki,“ segir Þórólfur, sem bætir við að gögn liggi ekki fyrir á þessari stundu sem segi af eða á um það hvort omíkron-sýking veiti vörn gegn delta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir 795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51 Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Sjá meira
795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51
Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36