Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 11:21 Gylfi Þór Sigurðsson er með tæplega tvær milljónir króna í laun á dag, fyrir skatt. EPA-EFE/PETER POWELL Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. Þetta kemur fram í árlegri úttekt Viðskiptablaðsins. Þar segir að Gylfi sé með um 750 milljónir króna í áætluð árslaun fyrir skatt hjá Everton, eða um 2 milljónir króna á dag, þrátt fyrir að hann sé ekki í leikmannahópi liðsins í vetur vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi kom til Everton frá Swansea fyrir metupphæð í sögu Everton árið 2017, eða 45 milljónir punda, og skrifaði þá undir samning sem gildir fram til næsta sumars. Þó að hann fái engar bónusgreiðslur á þessari leiktíð duga föst laun Gylfa vel til þess að hann sé langlaunahæsti atvinnumaður Íslands, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta Jóhann, sem leikið hefur með Burnley frá því eftir EM-ævintýrið 2016, er næstur á listanum með 500 milljónir króna í áætluð árslaun, fyrir skatt. Aron Einar Gunnarsson er þriðji með um 290 milljónir króna, sem leikmaður Al Arabi í Katar. Táningarnir í Köben með 100 milljónir hvor Rúnar Alex Rúnarsson, sem hóf árið sem einn af markvörðum Arsenal en var svo lánaður til OH Leuven í Belgíu, er í 4. sæti með um 250 milljónir króna í árslaun og þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru allir með að minnsta kosti 200 milljónir í árslaun. Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Daði Böðvarsson eru með á bilinu 120-180 milljónir króna í árslaun, en fararsnið er á Jóni Daða hjá Millwall þar sem hann hefur ekkert fengið að spila á þessari leiktíð. Táningarnir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem nú eru báðir hjá FC Kaupmannahöfn, eru sagðir vera með 100 milljónir króna hvor í árslaun. Aron og Martin einu sem ekki spila fótbolta Á lista Viðskiptablaðsins yfir 42 launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum eru aðeins tveir menn sem ekki eru fótboltamenn. Annar er Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem sagður er með um 100 milljónir króna í árslaun. Aron varð Evrópumeistari með Barcelona í sumar en gekk svo í raðir Álaborgar í Danmörku. Hinn er Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia, sem í Viðskiptablaðinu er sagður vera með um 35 milljónir króna í laun á ári. Samkvæmt upplýsingum Vísis virðast þær tölur þó frá því að Martin var leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi. Martin gekk í raðir Valencia sumarið 2020 og nú þegar hann leikur í bestu landsdeild Evrópu munu árslaun hans vera á bilinu 130-140 milljónir króna. Engin kona er á listanum. Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Þetta kemur fram í árlegri úttekt Viðskiptablaðsins. Þar segir að Gylfi sé með um 750 milljónir króna í áætluð árslaun fyrir skatt hjá Everton, eða um 2 milljónir króna á dag, þrátt fyrir að hann sé ekki í leikmannahópi liðsins í vetur vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi kom til Everton frá Swansea fyrir metupphæð í sögu Everton árið 2017, eða 45 milljónir punda, og skrifaði þá undir samning sem gildir fram til næsta sumars. Þó að hann fái engar bónusgreiðslur á þessari leiktíð duga föst laun Gylfa vel til þess að hann sé langlaunahæsti atvinnumaður Íslands, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta Jóhann, sem leikið hefur með Burnley frá því eftir EM-ævintýrið 2016, er næstur á listanum með 500 milljónir króna í áætluð árslaun, fyrir skatt. Aron Einar Gunnarsson er þriðji með um 290 milljónir króna, sem leikmaður Al Arabi í Katar. Táningarnir í Köben með 100 milljónir hvor Rúnar Alex Rúnarsson, sem hóf árið sem einn af markvörðum Arsenal en var svo lánaður til OH Leuven í Belgíu, er í 4. sæti með um 250 milljónir króna í árslaun og þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru allir með að minnsta kosti 200 milljónir í árslaun. Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Daði Böðvarsson eru með á bilinu 120-180 milljónir króna í árslaun, en fararsnið er á Jóni Daða hjá Millwall þar sem hann hefur ekkert fengið að spila á þessari leiktíð. Táningarnir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem nú eru báðir hjá FC Kaupmannahöfn, eru sagðir vera með 100 milljónir króna hvor í árslaun. Aron og Martin einu sem ekki spila fótbolta Á lista Viðskiptablaðsins yfir 42 launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum eru aðeins tveir menn sem ekki eru fótboltamenn. Annar er Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem sagður er með um 100 milljónir króna í árslaun. Aron varð Evrópumeistari með Barcelona í sumar en gekk svo í raðir Álaborgar í Danmörku. Hinn er Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia, sem í Viðskiptablaðinu er sagður vera með um 35 milljónir króna í laun á ári. Samkvæmt upplýsingum Vísis virðast þær tölur þó frá því að Martin var leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi. Martin gekk í raðir Valencia sumarið 2020 og nú þegar hann leikur í bestu landsdeild Evrópu munu árslaun hans vera á bilinu 130-140 milljónir króna. Engin kona er á listanum.
Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta
Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira